"Jákvæð mismunun" í Verzló

Í frétt í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag er haft eftir Þorkatli Diego, yfirkennara Verzlunarskóla Íslands, að til að fá betra kynjajafnvægi í nýnemahópinn í haust hafi piltar þurft lítillega lægri lágmarks meðaleinkun til að fá inngöngu í skólann heldur en stúlkur. Þetta er auðvitað nokkuð athyglisvert. Ekki er greint frá því hversu miklum munar á lágmarskeinkuninni milli pilta og stúlkna.

"Jákvæð mismunun" eða "kynjakvótar" af þessu tagi þekkist auðvitað víðar, til dæmis í nýlegum lögum sem kveða á um lágmark 40% hlutfall af hvoru kyni í öllum nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Margir þeir sem flokkast hægra megin í pólitík og aðhyllast frjálslynda einstaklingshyggju eru alfarið á móti slíkum leiðréttingum og jöfnunaraðgerðum. Slíkar skoðanir eiga ekki síst hljómgrunn meðal þeirra sem útskrifast úr Verzló. Þess vegna er fréttin frá Verzló nokkuð skondin.

Ætli svona kynjakvótar séu víðar notaðir í Menntaskólum? Þeir voru örugglega ekki til staðar fyrir 50 árum síðan, þegar karlmenn voru enn í meirihluta menntskælingja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband