Smásaga um Iceslave fólkið

ICESAVE- Já eða Nei?

Ísfólkið

Einu sinni bjuggu á litilli eyju tuttugu fjölskyldur, í einu stóru raðhúsi. Ein fjölskyldan var mjög klár og góð með sig. Köllum hana Ísfólkið. Unglingarnir í Ísfólksfjölskyldunni voru baldnir og uppátektarsamir. Þeir brugguðu meðal annars landa í kjallaranum og seldu krökkunum í hinum fjölskyldunum. Voru svo sniðugir að þeir voru búnir að selja landabirgðir til næstu tveggja ára sem raunar átti eftir að framleiða. En þeir voru búnir að fá greitt fyrir með peningum sem hinir krakkarnir höfðu ýmist safnað saman eða stolið frá foreldrum sínum.

Svo sprakk landaverksmiðjan og hálft raðhúsið með. Ísfólksfjölskyldan þarf að hýrast í tjaldi og borga fyrir ný hús handa hinum tíu húsnæðislausu fjölskyldunum, áður en þau geta byggt þak yfir höfuðið á sjálfum sér. Svo þurfa þau að borga tilbaka pening fyrir peninginn sem hafði verið greiddur fyrir landann sem aldrei var búið að framleiða, þó svo hluti peninganna brann til kaldra kola og enn annar hluti fauk út í veður og vind. Það er þó vonast til að sá hluti skoli á land með tíð og tíma.

Ísfólkið sendi einn samningamann til fundar við hina eyjarskeggjana. Eftir nokkuð þras var fallist á að þau mættu greiða upp skuldina á sjö árum og þyrftu bara að borga helminginn í húsunum sem fuðruðu upp.

Ísfólkið er samt sem áður hundsúrt. Því finnst að það eigi ekki að bera ábyrgð á unglingunum, sem faktískt voru nýorðnir 18 ára og því sjálfráða, segja Ísfólksforeldrarnir. Yngri systkinin eru reiðust, þau vilja boða til fjölskyldufundar og greiða atkvæði um það hvort greiða skuli hina meintu skuld. Eða fara í mál við hina eyjaskeggjana, sem áttu fjandakornið að bera ábyrgð á sínum börnum sjálfir. En nágrannarnir taka það ekki í mál.

Það veit enginn hvað gerist ef þau nú segja NEI. Á að biðja um nýjan samning? Eða senda annan samningamann?

Eða bara einangra sig frá hinum og lifa bara í tjaldinu það sem eftir er? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta séu 400 raðhús sem þau þurfa að greiða. Og reyndar var fólkið í hinum húsunum búið að taka skatt af landasölunni.

Doddi D (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Einar Karl

Tjaldið góða fengu þau lánað frá nágrönnunum, gegn loforði um að þau myndu hjálpa til við endurbyggingu allra húsanna. Vissulega voru þau í þröngri stöðu þegar þau lofuðu því...

Einar Karl, 24.6.2009 kl. 08:55

3 identicon

þetta er slæm dæmisaga.

ef unglingar ísfólksins var útvegaður aðbúnaður, til landabruggs af húsbóndanum sem var einvaldur í fjölskyldunni. fengu uppskrift hjá honum og einna verk unglinganna var að fylla og tæma tækin og koma afurðinni í verð, að meðvitaðum heimilisföðurnum myndi þessi fallega smásaga ganga upp.

þar sem föðurinn og unglingranir eru eldri en 18 ára eru þeir allir sakhæfir..... ekki satt?

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 06:21

4 identicon

já og unglingarnir voru sendir í sveitasæluna og húsbóndinn neitar bæði um að vera samsekur og hann hafi hvorki vitað um aðgerðir ungmennina né hafi hugmynd um hvar ágóðinn af góssinu sé.

hin sistkyninn sjö ásamt húsmóður þurfa að slægja fisk 11 tíma á dag kauplaust til að borga  húsin sem allir vita að ein íbúð kostar nánast æfistarf en íbúðir fyrir 20 aðrar fjölskyldur eru væntanlega um 20 æfistörf.

Við þessar ömurlegu aðstæður er samt fjölskyldufaðirinn enn við stjórn og gætir þess að allir vakni snemma og framkvæmi sáttarsamningana sem hann gerði sjálfur við fjölskyldur sem hlutu skaða af.

þetta hljómar mun réttar eins og það blasir við öllum...?  ekki satt...?

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband