Að selja kökuna og borða hana...?

Forvitnileg frétt. Heppilegt fyrir núverandi 'Bókabúð Máls og Menningar' (í eigu hins "ríkisrekna" Penna) að finna hentugt húsnæði í 50 metra fjarlægð, þó svo húsnæðið nýja sé víst um helmingi minna. SPRON-húsið er vel staðsett og verður gaman að fá aukið líf upp á Skólavörðustíg.

Samkvæmt þessari frétt á hin "nýja" bókabúð Bókmenntafélagsins Mál og Menning að heita Mál og Menning, því þeir mega ekki kalla búðina "Bókabúð Máls og Menningar", það nafn hafi verið selt með rekstrinum fyrir sex árum síðan. Þetta hljómar í fljótu bragði undarlegt. Munu neytendur auðveldlega gera greinarmun á bókabúð sem kallar sig Mál og Menning, og annarri bókabúð sem heitir Bókabúð Máls og menningar? Svari hver fyrir sig.

Svo hliðstætt dæmi sé búið til, mætti Kaupás selja matvöruverslanirnar Nóatún ásamt heiti búðanna, en opna svo nýja verslun undir nafninu Matvöruverslunin Nóatún.

Hvað ætli Penninn hafi á sínum tíma greitt mikið fyrir vörumerkið 'Bókabúð Máls og Menningar'? Líklegt ða hluti verðsins sem greitt var 2003 hafi verið fyrir hið gamalgróna heiti verslunarinnar og viðskiptavild tengda heitinu.  Held að Penninn ætti að skoða vel sinn rétt í þessu máli. Segi ég sem einn eigandi ríkisbókakeðjunnar Pennans, þ.e. sem skattgreiðandi. 


mbl.is „Hrein og klár viðskipti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta. Mér þykir mjög undarlegt ef þetta fær að standa, sér í lagi þegar skoðuð eru í dæmi í fortíðinni eins og Bónus tölvur sem varð að BT, sökum þess að Bónus taldi nafnið tilvísun í sinn rekstur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband