Hvað er niðurlægjandi?

Auðvitað hefði verið betra ef íslenska ríkið hefði sjálft getað séð um að greiða breskum sparifjáreigendum lágmarkstrygginguna úr Tryggingasjóðnum eftir fall Landsbankans. En tryggingasjóðurinn var jú nánast galtómur miðað við skuldbindingarnar sem skyndilega féllu á hann, og ríkið átti rétt svo gjaldeyri til að flytja helstu nauðsynjar til landsins. Þess vegna var það, að breska ríkið þurfti sjálft að sjá um framkvæmdina á þessu. Svo sannarlega gott mál fyrir sparifjáreigendurna sem ella sætu enn án þess að hafa nokkuð fengið.

Ef við föllumst á að að ábyrgðin hafi fyrst og fremst verið á herðum hins íslenska tryggingasjóðs (og ríkissins sem á að tryggja tryggingasjóðnum aukafé ef þarf) þá er það væntanlega að vissu leyti eðlilegt að umsýslukostnaður vegna endrugreiðslna lendi á íslenska tryggingasjóðnum og ríki. En það má vissulega ræða hvort upphæðin á umsömdum fastur kostnaður sé eðlileg. Hún hljómar nokkuð rífleg, en höfum í huga að 33 pund voru fyrir ekki svo löngu síðan helmingi lægri upphæð en 6.700 kr. Um þetta atriði eins og um IceSave samninginn allan má svo segja að það er vont að þurfa að semja eftirá.

Margt annað í þessu máli er hins vegar mun meira niðurlægjandi en þetta atriði.

Það var til dæmis ákaflega niðurlægjandi að 300.000 breskir sparifjáreigendur vissu lengi vel ekki hvort þeir höfðu tapað alfarið sínu sparifé, sem þeir höfðu treyst íslenskum banka fyrir.

Það var niðurlægjandi að bankinn sá skyldi draga mannorð Íslands í svaðið, enda hafði  markaðssetning IceSave reikninganna byggst á tengslum við Ísland, myndir af hinu hreina fallega Íslandi, m.ö.o. gerði IceSave beinlínis út á gott mannorð Íslands og rústaði því svo þegar myllan sem reist var á sandi féll um koll.

Það var svo sannarlega niðurlægjandi.

 

Annars vil ég benda lesundum á seinustu færslu um atriði sem skipta mun meira máli en þetta í IceSave umræðunni.


mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tu fleygir fram teirri fullyrdingu ad rikid eigi ad sjalfsogdu ad greida til tryggingasjods innistaedu eigenda ef sjodinn skortir fe. Tetta er mjog umdeilt og flestir logspekingar virdast hallast i ta att ad rikinu beri ekki ad hlaupa undir bagga med sjodnum verdi algjort kerfishrun. Af hverju ertu svona olmur i ad greida skuldir einkaadila i gegnum skattkerfid?

Whaaaa? (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband