En af hverju var SJÓVÁ knésett?

Viðvaningsleg fréttamennska Stöðvar 2 gefur þeim sem um var fjallað tækifæri til að svara fyrir sig enda sjálfsagt. Stöð 2 verður einfaldlega að vanda sig betur. Fréttin þessi var víst byggð á frásögn eins manns sem raunar hafði ekki gögn undir höndum og ekki virtist fréttin staðfest af öðrum aðila. Hljómar meira eins og orðrómur eða kjaftasaga. Ekkert meira hefur heyrst frá fréttastofunni um þessa tilteknu frétt.

Við megum ekki falla í þann pytt að trúa öllu upp á "þessa menn".

En aftur að grein nafna míns Karls Wernerssonar. Hann talar um Milestone sem fjölskyldufyrirtæki. Ég sé ekki alveg hvaða máli það skiptir, er þá minni ástæða fyrir aðra að forvitnast um málefni þess félags?

Karl spyr margra spurninga í grein sinni en gefur fá svör. Það er staðreynd að tryggingafélagið Sjóvá fór á hausinn. Af hverju gerðist það? Ekki snarminnkaði sala trygginga og ekki jókst heldur tjón sem bæta þurfti? Nei það var eitthvað annað sem kom til sem venjulegt fólk á erfitt að skilja. Svo það er engin furða þó fólk spyrji sig hvað í ósköpunum eigendur fyrirtækisins voru að bralla.

Hrun Sjóvár kostar skattgreiðendur í beinhörðum peningum 14 milljarða. Þó við séum orðin sljó á háar tölur er þetta há upphæð. Nemur sem samsvarar 43 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Þetta er meira en kostar að reka Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í eitt ár. Þannig varðar hrun "fjölskyldufyrirtækis" Karls allar fjölskyldur í landinu.

Í þessu ljósi skil ég svo sem vel þá stefnu Milestone "að taka ekki nema að takmörkuðu leyti þátt í fjölmiðlaumfjöllun um félagið". 

Ég myndi sjálfur ganga með hauspoka, ef ég hefði bakað samferðamönnum annan eins skuldabagga.

Einkaþota Karls Wernerssonar

Einkaþota Karls Wernerssonar


mbl.is Að andæfa lyginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála. Það afrek að slátra Sjóvá og velta fallinu yfir á skattgreiðendur getur ekki talist til eðlilegra viðskiptahátta. Og þessi þvæla hans um fjölskyldufyrirtæki virðist til þess ætluð að vekja samúð. Kona og börn osfrv. Hver getur verið vondur við þannig fólk...?

Jón Bragi Sigurðsson, 4.8.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband