Eigandi RÚV kvartar undan bjórauglýsingum

Ekkert Grolsch léttöl fæst út í búð og hefur ekki fengist lengi. Þetta er staðfest í frétt í Fréttablaðinu í morgun og á visir.is. Eins og ég skrifaði um í nýlegri færslu er þetta öl auglýst grimmt í þætti á Rás 2 Ríkisútvarpsins, Litlu hafmeyjunni, sem sérstaklega virðist ætlað að höfða til ungs fólks.

Framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, sem flytur inn ölið og áfengan bjór undir sama nafni og í nákvæmlega eins umbúðum, segir í fréttinni í morgun að léttölið eigi að vera til í búðunum en "það gæti verið uppselt", bætir svo við "Grolsch-léttöl hefur ekki verið til í mjög langan tíma [!] og síðan bjuggum við til léttöl og eigum von á meiru".

Þetta gæti ekki verið skýrara... eða þannig. Hvenær var Grolsch léttöl síðast til? Er það hvergi til í heiminum nema á Íslandi, þar sem Ölgerðarmenn bjuggu til nokkrar flöskur?

Það er svo sem ekki nema von að framkvæmdastjóranum verði orða vant, ölgerðarmenn og heildsalar hafa stundað þennan leik árum saman án þess að mikið sé fett útí það fingur, að auglýsa bjór og klína svo léttölsstimpli á auglýsinguna, þó svo allir átti sig á hvaða hugrenningar auglýsingarnar eigi að vekja.

Látum vera að Ölgerðin reyni öll trix í bókinni til að selja vöru sína sem mest. En að RÚV skuli gagnrýnislaust taka þátt í slíkum leik er dapurt.

RÚV hefur undanfarið hamrað á því í auglýsingum að við öll 330.000 Íslendingar séum eigendur Ríkisútvarpsins. Ég undirritaður eigandi RÚV vill mótmæla því að bjór sé auglýstur í útvarpinu og sérstaklega finnst mér miður að það sé gert í útvarpsþáttum fyrir unglinga.

Ég á jafn mikið í RÚV og þú, Audi-Palli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kaupir  þetta engin.  Alltof dýrt

jonas (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki skrýtið að nota dýrmætann gjaldeyri gjaldþrota lands í að flytja inn bjór, hvort sem hann er létt eða ekki léttöl? Skil ekki svona hagfræði.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2009 kl. 23:51

3 identicon

Takk fyrir að vekja máls á þessu.

Það eru lög í landinu um birtingu svona auglýsinga. Þegar óprúttnir forstöðumenn fyrirtækja nota allar smugur til að komast fram hjá anda laganna, þá þarf eitthvað að gera.

Það er einnig farið að auglýsa sterkari tegundir. Rauða málningardeildin þarf að taka til hendinni.

einsi (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 09:55

4 identicon

   Ekki veit ég hve oft ég hef vakið máls á þesssu  á bloggsíðu minni  Skrifað og  skrafað og í blaðageinum. Auðvitað er veriðaðað auglýsa áfengan bjór. Það er sér hver heilvita maður.  Það breytir  nákvæmlega engu þótt orðið  léttöl  birtist  í eina  sekúndu með örsmáu letri í skjáhorni. Ríkisútvarpið gengur  einna   harðast ffram  þessum lögbrotum.  Stjórnendur þar halda greinilega að  við eigendur séum  upp til hópa  hálfvitar. Það er   ótrúlegt að opinber  stofnun skuli þurfa að afla sér tekna með því að fara á  svig   við lögin. 

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:12

5 identicon

Hverjum er ekki skítsama?
Í fyrsta lagi þá ætti bara ekkert að vera bannað að auglýsa bjór, léttbjór eða venjulegan. Í öðru lagi þá eru flestir mjög sáttir við að bjór sé auglýstur og þess vegna ættu ekki að vera þessar gamaldags hömlur á þessu.

Annað hvort er bjór bara bannaður eða ekki, það er hallærislegt að vera með eitthvað hálfkák og leyfa okkur að kaupa hann á vissum stöðum (ríkinu) og  ekki að leyfa að auglýsa hann. Ruglandi og óþarfi!

Davíð (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Einar Karl

Fleset lönd hafa einhverjar mismiklar hömlur á auglýsingum á áfengi og tóbaki, hvort sem þessar vörur eru seldar í sérbúðum eða almennum matvöruverslunum.

Sjálfum þykir mér með öllu óviðeigandi að auglýsa slíkt í efni beint að börnum og unglingum.

Í Mogganum í morgun (laugardag 22.8.) er frá því sagt að David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins vilji beita sér fyrir því að óhollri vöru sé ekki haldið að börnum og sagt að í

"umræðum innan Íhaldsflokksins hefur verið rætt um að takmarka mjög notkun hertrar fitu, banna eða takmarka verulega "ofurskammta" á veitinga- og skyndibitastöðum, takmarka mjög auglýsingar, sem beint er til barna [...] Þá er talað um að hækka skatta á áfengi".

Svo meira að segja margir þeir sem teljast frjálslyndir vilja sjá einhverja neyslustýringu á óhollum vöru, þar með taldar hömlur á auglýsingum.

Einar Karl, 22.8.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband