Meðvituð stefna Kaupþings að leika á kerfið?

Horfði á Kaupþingsmyndbandið umtalaða. Get svo sem fáu bætt við það sem aðrir hafa sagt, auðvitað var þetta fyrst og fremst hugsað sem svona "pepp", svipað og þegar fyrirtæki drífa starfsmenn í flúðasiglingar til að efla liðsandann. (Auðvitað hafa flúðasiglingar ekki þótt nógu "kúl" fyrir stjórnendateymið í Kaupþing, vafalaust hafa þau farið í fallhlífastökk í Nepal í staðinn, eða eitthvað álíka. Myndbandið umrædda var víst frumsýnt á starfsmannafundi í Nice á frönsku rívíerunni.)

En eins og Berlingske bendir á er þetta vissulega "tragikomiskt" á að horfa núna eftir á, yfir rjúkandi rústum bankans.

Eina setningu hnaut ég sérstaklega um í sjálfbyrgingslegum texta myndbandsins:

We think we can continue to grow the same way we always have by outwitting bureaucracy

Sem sagt, það að "leika á kerfið" - FME, Seðlabanka og aðra eftirlitsaðila - var meðvituð stefna bankans, 'part of the game'.

Akkúrat þegar þessi texti er lesinn birtist myndskeið úr kvikmyndinni Matrix, þar sem vondi kallinn 'Agent Smith' margfaldast með ógnarhraða. Smith margfaldaðist náttúrulega ekki í alvörunni í myndinni, myndin fjallaði um sýndarveruleika. Eins og sá heimur sem Kaupþing lifði í. Skondin tenging.

Og bankastjórinn fyrrverandi telur sig alls ekki skulda þjóðinni neina afsökunarbeiðni. Sjáum nú til hvað hann segir að ári liðnu eða svo þegar frekari rannsóknir á hruninu liggja fyrir...

Agent Smith

Svona margfaldaðist Kaupþing, að eigin sögn.


mbl.is Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svikamylla Kaupþings hlýtur að varða við lög þótt svo ólíklega vildi til að einstakir hlutar hennar væru innan marka laga. Sérstakur saksóknari áttar sig örugglega á því.

Meðal annarra orða: www.kjosa.is 

Rómverji (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er góður punktur hjá þér, Einar Karl, að nefna þetta með niðurstöður eftir ár eða svo. Mér finnst líka eins og menn hafi verið á harðahlaupum undan sannleikanum, en hann ætlar nú samt að ná í rassinn á þeim  Það er nú bara þannig að þegar fram í sækir, þá taka atburðir og atvik á sig aðra mynd þegar við fáum nánari frásagnir af málinu.

Flosi Kristjánsson, 23.8.2009 kl. 17:00

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Í Kaupþingssýndarveruleikanum gátu menn t.d. setið á fínum veitingastað í Mayfair í London og gert munnlegt samkomulag um hvert tugir milljarða skyldu renna, sbr. seinustu fréttir af Kaupþings-Matrixukarakternum Tchenguiz.

Skeggi Skaftason, 23.8.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband