Færsluflokkur: Samgöngur
31.5.2009 | 13:24
Vopnaleit á komufarþegum á Leifsstöð
Kom fyrir fáeinum dögum úr stuttri Bandaríkjareisu, í fyrsta sinn í fjögur ár sem ég fer vestur um haf. ÞVí var það að ég kynntist því nú í fyrsta skipti að eftir að Ameríkufarþegar ganga frá borði þurfa þeir að fara í gegnum vopnaleit, á undan vegabréfaskoðuninni. Málmleitarhlið, skönnun á öllum handfarangri, af með föt, hald lagt á vatnsflöskur, með tilheyrandi biðröðum, töfum og leiðindum.
Hvers slags dómadags vitleysa er þetta? Ég var frekar úrillur eftir flugið, gat ekkert sofið enda lítið hægt að halla sætum í nýju fínu flugvélunum. Þegar ég var beðinn um að taka af mér belti spurði ég starfsmanninn kurteislega hvernig stæði á þessu. "Við höfum nú gert þetta í mörg ár", svaraði hann, en bætti svo við: "Æ, það verður blöndun á farþegum og eitthvað svona rugl". (Man þetta ekki alveg nákvæmlega, en þetta var svona efnislega það sem hann sagði.)
Blöndun á hvaða farþegum? Það eru ENGIR farþegar á þessu svæði flugstöðvarinnar sem ekki hafa þegar farið í gegnum vopnaleit einu sinni hið minnsta.
Af hverju þarf fólk að þola svona vita tilgangslausa vitleysu? Ef meiningin er að skapa atvinnu er nær að borga öryggisvörðunum fyrir að gera eitthvað gagnlegt, eða jafnvel bara fyrir að lesa góðar bækur og drekka kaffi, en ekki fyrir að gera beinlínis ógagn.
Afturför í flugsamgöngum
Kannski þetta sé framtíðin?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)