Færsluflokkur: Löggæsla

Hatursáróður á Moggabloggi

Ég hef ákveðið að endurvekja a.m.k. um sinn þessa bloggsíðu úr dvala til að skrifa um mikilvægt mál.

Ég rakst hér á svo svæsinn hatursáróður að mér blöskraði og tel fulla ástæðu til vara við þeim málflutningi sem viðgengst hér á sumum bloggsíðum.

Þegar nasistar vildu afmennska gyðinga og magna upp andúð gegn þeim og hatur, kölluðu þeir þá andstyggilegum ókvæðisorðum eins og afætur og sníkla.

Þegar Hútú-leiðtogar vildu magna upp hatur gegn Tútsíum í Búrúndí og Rúanda voru notuð orð eins og afætur og sníklar.

OG þessi orð - afætur og sníklar - eru notuð nú fyrir nokkrum dögum í bloggpistli á síðu Valdimars Jóhannessonar, í grein sem hann þýddi og birti af amerískri hatursboðskapssíðu.  Á síðu Valdimars eru þessi orð notuð um múslima. Þau eru notuð til að kynda undir ótta og óvild. Þau eru notuð til að auka HATUR.

Ég reyndi að rökræða við Valdimar í athugasemdum við pistil hans en hann nennti ekki að ræða við mig og eyddi út athugasemdum frá mér. Svo gerist það að bloggarinn Halldór Jónsson endurbirti sömu ljótu greinina.

Valdimar Jóhannesson og Halldór Jónsson eru að nota bloggsíður sínar hér á Moggabloggi til að dreifa hreinum og ómenguðum hatursáróðri. Þetta eru bloggarar sem fleiri hundruð lesa á hverjum degi.

Valdimar og Halldór dreifa hatursáróðri. Þeir boða hatur. Skrif þeirra eru líklega brot á 233. grein hegningarlaga.

Ég vil ekki beita mér fyrir því að þagga niður í rasistum og hatursveitum, en slík skrif eiga heldur ekki að fá að birtast athugasemdalaust.

Morgunblaðið verður svo sjálft að gera upp við sig hvort slíkur hatursáróður sé í lagi á bloggsíðum mbl. 

valdimar

Valdimar H. Jóhannesson

 

halldor

Halldór Jónsson

 

 


Ber EKKI tilbaka óeðlilegan þrýsting og afskipti ráðherra

Lögreglustjórinn ber ekki tilbaka meginefni fréttar DV, að ráðherrann var með mjög óeðlileg afskipti af rannsókn málsins og beitti lögreglustjórann þrýstingi, í rannsókn hans á lekanum úr ráðuneytinu. Hvort þetta hafi flýtt fyrir uppsögn lögreglstjórans eða ekki skiptir ekki höfuðmáli. Ráðherrann var að pönkast á sínum undirmanni þegar sá var að rannsaka hugsanleg lögbrot hennar.

 Það er algjörlega óverjandi og óásættanlegt. 

 


mbl.is Blæs á fréttaflutning DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómakið tekið af Brynjari Níelssyni

'Markaðsmisnotkun' er það þegar menn "plata" markaðinn með röngum og villandi upplýsingum.

'Umboðssvik' er það kallað þegar menn gera eitthvað án umboðs, svo sem að lána út mjög háar upphæðir úr fyrirtæki, án þess að hafa til þess bærar heimildir.

Vona að lesendur þreyttust ekki á að lesa þetta. Það er ekkert voða flókið að útskýra hugtökin í grófum dráttum, þó svo Brynjar Níelsson hafi ekki viljað ómaka sig til þess, í harðorðum pistli um 'Al Thani' dóminn. Kannski var Brynjar svona mikið að flýta sér, alla vega hafði hann varla tíma til að lesa, hvað þá gaumgæfa dóminn, sem er mjög langur og ítarlegur og var birtur á netinu rétt áður en Brynjar birti pistil sinn. (Dómurinn var kveðinn upp kl. 15 og birtur á netinu nokkru síðar, en Brynjar birtir pistil sinn kl. 16:30.)

Dómurinn var kveðinn upp af fjölskipuðum héraðsdómi. Þar er rökstutt að hinir dæmdu hafi gerst sekir um þetta tvennt ofangreint, annars vegar gefið rangar og mjög villandi upplýsingar sem höfðu áhrif á markað, og hins vegar lánað mjög háar fjárhæðir út úr bankanum án þess að hafa til þess heimildir, til vafasamra viðskipta sem einn hinna dæmdu var beinn aðili að.

Það er mjög sérstakt að þingmaður á löggjafarþingi gagnrýni nýfallinn dóm svo harkalega sem Brynjar gerir. Ekki er hægt að túlka orð hans öðruvísi en svo að dómararnir kunni ekki skil á lögunum sem dæmt var eftir, og að ekki sé lengur óhætt að starfa í banka.

Það sem ekki síður vekur athygli við gagnrýni Brynjars er ekki hversu hrokafull hún er, hann skrifar yfirleitt ekki öðruvísi, heldur að hann rökstyður ekki með einu orði þessa harkalegu gagnrýni sína á Héraðsdóm Reykjavíkur.

Mér finnst að löglærður Alþingismaður sem ræðst með þessum hætti á dómstóla verði að skýra mál sitt. 

 


Blóðugar rifnar Biblíur

Róttækir múslimar á Íslandi mótmæltu kirkjubyggingum á Íslandi með því að dreifa blóðugum kindahausum á kirkjulóð og blóðugum sundurrifnum biblíum.

Nei.

Þetta hefur ekki komið fram í fréttum. Það hefur enginn ásakað múslima um þetta, eða neitt annað heldur. Ég man ekki eftir einni einustu frétt um að múslimar hér á landi hafi neitt abbast uppá önnur trúarbrögð eða aðra Íslendinga yfirleitt.

Hins vegar hafa innfæddir fordómafullir íslenskir aumingjar sýnt fádæma dónaskap og lítisvirðingu gagnvart íslenskum múslimum. Hafi þeir skömm fyrir, Óskar Bjarnason og vitorðsmenn hans. 


Dómharka

Ég er svolítið forviða að sjá hversu margir telja sjálfsagða og eðlilega sjö ára fangelsidóma yfir 19 ára konum sem gerðu tilraun til að smygla dópi. 

Þær hefðu átt að hugsa um þetta áður en brutu af sér - eða eitthvað á þessa leið segja margir.

Jú fólk verður að taka afleiðingum gjörða sinna. En refsing fyrir lögbrot hlýtur að eiga að vera í einhverju samræmi við alvarleika brotsins.  

Á hverjum er dópsmyglari að brjóta??  Dópneytendum?  Vilja dópistar að burðardýr séu dæmd í margra ára fangelsisvist? Er það ekki staðreynd að margir dópsmyglarar eru sjálfir dópistar? (Sbr. ógæfusama manninn sem fyrir skemmstu lést á Litla Hrauni vegna of stórs skammts af dópi.)

Ég er ekki bara að tala um stelpurnar tvær í fangelsi í Prag. Hér á landi eru dópsmyglarar dæmdir mjög þungum dómum, margra ára fangelsi fyrir hörð efni og mikið magn. 

Af hverju á "burðardýr" sem smyglar dópi (en neyðir engan til að taka það) að fá margfalt harðari dóm en einhver sem er sekur um alvarlega líkamsárás? Jafnvel þótt þú limlestir einhvern hrottalega fengirðu vægari dóm en fyrir að smygla nokkrum kílóum af dópi. Sanngjarnt og réttlátt? 

Hér er raunverulegt dæmi um dóm fyrir líkamsárás:

"Sakfellt fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina sérstaklega hættulega. Refsing ákveðin fangelsi í 8 mánuði, þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir til 3 ára. Þá var ákærði dæmdur til að greiða tveimur brotaþolum skaðabætur."

 


Þingmaður vill lækka laun kvenna í Sinfó

Ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill lækka laun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Samkvæmt frétt RÚV lýsti þingmaðurinn furðu sinni á launum kvenna í hljómsveitinni.

Þingmaðurinn telur að konurnar í Sinfó eigi að vera svo ánægðar með að fá tækifæri til að spila með sveitinni og geta sett það á ferilskrá sína, að þær þurfi alls ekki há laun.

Ég held að það væri heiður að spila í einni flottustu sinfóníu heims og það væri dýrmætt fyrir frekari frama í tónlistinni. 

Þingmaðurinn, sem er af karlkyni, talaði ekkert um laun karlmanna í Sinfóníuhljómsveitinni, svo væntanlega vekja þau enga furðu í huga hans. Þingmaðurinn telur sem sé ekki að það þurfi að lækka laun karlmanna í Sinfóníhljómsveitinni, bara laun kvenna.

Sjaldan hefur karlremba opinberast með jafn skýrum hætti úr ræðustól Alþingis.


SMÁÍS og internetið

Samtökin Smáís hafa ekki fylgst með þróun internetsins síðustu 17 ár. Skoðið bara heimasíðu samtakanna. Hún lítur út eins og heimasíður gerðu árið 1996.

 

Þetta er ekki djók. 

 

vefur_i_vinnslu 


Álit lögmanns

Lögmaður er ekki véfrétt. Þú sendir ekki spurningu til lögmanns eins og til Vísindavefsins.

Oftar en ekki er álit lögmanns fengið til að rökstyðja tiltekin sjónarmið. Lögfræði snýst ekki fyrst og fremst um að finna hið eina rétta svar við spurningu heldur miklu frekar um að rökstyðja svarið sem best.

Lögfræðiálit sem segir bara 'Já, þú gera svona', án frekari rökstuðnings er einskis virði.

Þegar hagsmunaaðili í miðri varnarbaráttu fyrir peningalegum hagsmunum kallar eftir lögfræðiáliti þá er það til að hjálpa sér í sinni baráttu, til að rökstyðja sín sjónarmið. Hagsmunaaðilinn er ekki að leita eftir hlutlausu áliti. 

Lögmaðurinn talar máli umbjóðanda síns og rökstyður það lögfræðilega sem best hann getur. 

Þess vegna er það ekki fréttnæmt að útgerðarfyrirtæki fær lögmann til að setja á blað álit sem hentar fjárhagslega hagsmunum þess. Ekki fréttnæmara en þegar einhver lögmaður úti í bæ talar máli skjólstæðings í hagsmuna- eða ágreiningsmáli.

Alveg sama hvað lögmaðurinn gerði í fyrra starfi. 

jsg 

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður. 


HALLÓ Moggi !!!

Þegar lögmaður er sækjandi í hvorki fleiri né færri en þremur ærumeiðingarmálum fyrir hönd mjög frægrar og umdeildrar "celeb" fjölmiðlafígúru (skv. 8. mest lesnu frétt mbl.is) þá er sá lögmaður ekki hlutlaus og heppilegur til að tjá sig á sama tíma almennt um slík mál.

 "lögin eru alveg skýr" segir fjölmiðlavæni lögfræðingurinn. Já auðvitað segir hann það. Það hentar hans málflutningi fyrir sinn skjólstæðing að presentera málin sem svo að allt sé þetta kýrskýrt, skýr lög og skýr brot.

Ekki veit ég hvort þessi lög sé góð eða slæm en ef lögin eru í lagi þá er eitthvað meira en lítið í ólagi hjá dómurum og dómstólum landsins, því meiðyrðadómar sem fallið hafa undanfarin misseri eru beinlínis ógnvekjandi og varpa skugga á málfrelsi í landinu.

Mogginn mætti gjarnan ræða það vil HLUTLAUSAN lögfræðing. 


mbl.is „Vettvangurinn skiptir engu máli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt niðurstaða

Þeir fjölmiðlar sem stýrt er af Sjálfstæðismönnum halda nú áfram þar sem frá var horfið í málflutningi verjanda fyrir Landsdómi, og halda áfram uppi vörnum fyrir félaga sinn Geir H. Haarde.

Fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson sem skrifar á hverjum laugardegi hátíðlega ritstjórnarpistla í Fréttablaðið (við hlið hátíðlegra leiðara Sjálfstæðismannsins Ólafs Stephensen) ver öllum pistli sínum í morgunn í Landsdómsmálið. Þorsteinn talar um stjórnarskrána 1918, lögskýringargögn, stjórnskipuleg hugtök, og svona þurr lagatæknileg hugtök sem eru frekar óspennandi fyrir ólöglærða. En niðurstaða Þorsteins er sú sama og Sjálfstæðisflokkkurinn og KOM Auglýsingastofan og Geir hafa hamrað á:

Sama hvað á dynur, ef til dæmis væri hér yfirvofandi innrás erlends ríkis eða hvað annað grafalvarlegt ástand sem gæti orsakaða neyð og upplausn, þá sé engin ástæða fyrir Forsætisráherra að taka málið upp á ríkisstjórnarfundi.

Forsætisráðherra geti þess í stað til dæmis rætt málið óformlega við þá sem hann telur að málið komi við, nágranna sinn og samflokksmanninn bankastjórann, útvalda ráðherra inni á kaffistofu Stjórnarráðsins, eða samflokksmenn og gamla vini í embættismannaliði ríkisins, sem flokkurinn hefur komið þar fyrir. Flokkurinn skuli ráða eins miklu og hann mögulega getur.

Eina rökrétta niðurstaðan af þessum málflutningi Þorsteins og annarra Sjálfstæðismanna er þessi:

Það er ótækt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda. Flokkurinn hefur ekkert lært og neitar allri ábyrgð á því sem úrskeiðis fór undir hans stjórn.

 

 classa_1149295.jpg

Eitt sinn stuttbuxi, ávallt stuttbuxi. 

 


mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband