27.8.2010 | 09:50
Hvað eiga kirkjan, KR, Oddfellow og Flugfreyjufélagið sameiginlegt?
Í sjálfu sér ekki neitt. En frá mínum sjónarhóli séð eiga öll þessi félög þó það sameiginlegt að ég er ekki félagi í þeim. Það þýðir ekki að ég sé neitt á móti þeim, síður en svo, ég bara á ekki samleið með þeim af ýmsum ástæðum og þarf auðvitað ekkert að afsaka það, frekar en að ég þurfi að skýra af hverju ég er ekki í ballett eða frímerkjaklúbbi. Ég held meira að segja að þetta séu allt góð og gegn félög sem vinna gott starf. En sem sagt, ég er ekki félagi í þeim og borga þ.a.l. ekki til þeirra félagsgjöld. Nema til kirkjunnar. Ríkið innheimtir af mér safnaðargjald þó svo ég sé ekki í neinum kirkjusöfnuði. Dálítið spes. Safnaðargjaldið mitt rennur beint í ríkissjóð, sem m.a. borgar laun biskups. Ég hefði frekar kosið að þetta félagsgjald gengi til félags sem ég sjálfur kýs að vera félagi í, svo sem til kórsins míns, RKÍ, Amnesty, Ferðafélagsins, eða annars félags, af þeim sem ég er félagi í og greiði gjöld til. En svona er þetta.
Má ekki fara að breyta þessu?
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.