Áhyggjur af mannréttindum

Margir hafa áhyggjur af mannréttindum sakborninga í helsta dómsmáli hrunsins, og óttast að verið sé að lögsækja hóp fólks á pólitískum forsendum og mörgum þykja ákærur vafasamar. Kært er á grundvelli laga sem ekki hefur áður reynt á og hörð lágmarksrefsing fylgir ef kveðin verður upp sekt. Hér á ég að sjáfsögðu við málssóknina gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærð eru fyrir að hafa ráðist gegn Alþingi.

Nú er nýtt hrun-mál í uppsiglingu, hugsanleg ákæra Alþingis sjálfs á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum, og réttarhöld fyrir Landsdómi, ef ákærur verða samþykktar af Alþingi.

Margir hafa líka af því áhyggjur í þessu máli, að fyllstu mannréttinda sé alls ekki gætt.Athyglisvert samt, að það virðist alls ekki sama fólkið sem hefur áhyggjur af mannréttindum nímenninganna og fjórmenninganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband