Hvað ef dólgurinn Catalina hefði heitið Vitas Navrabutis ?

Skil ekki alveg hvað blaðamenn eru að hugsa sem birtu nú undanfarna daga klígjugjarnar sögur af hjartagæsku glæpakvendisins Catalinu Ncoco. Þessar fréttir DV og visir.is segja frá því hversu miklir vinir hennar vændiskaupendur voru, sem hún kallaði elskhuga í einhverri fréttinni. Einhver þeirra kom með unglingsson sinn með sér, svo sá gæti “kynnst” konum. Oj barasta.

Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja

 

hafa blaðamennirnir og rithöfundarnir tveir eftir henni, sem skrifa jólaviðtalsbókina við konuna. Eru mennirnir með réttu ráði?? Hverja var hún að gleðja? Stelpurnar sem hún blekkti hingað, hótaði og seldi í vændi?

 

MEIRA HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband