Að selja nafn sitt til stuðnings vondu málefni

Forvitnilegt að sjá lönd eins og Kólumbíu og Serbíu á þessum lista. En stundum veit maður ekki hvað býr að baki stuðningi ríkja við málsstað annarra ríkja. Stundum eru ríki hreinlega að kaupa sér greiða og velvild, eða vonast eftir slíku. Við þekkjum það.

Það hefur komið fram í þeim skjölum sem lekið hefur verið um samskipti Íslands og USA að stuðningur Íslands við innrás í Írak var beintengdur þrýstingi íslenskra stjórnvalda til að fá að halda hér áfram bandarískum herþotum.

Kannski einhver ríkjanna í þessari frétt séu að selja nafn sitt með sama hætti.


mbl.is Nítján þjóðir hunsa Nóbelsathöfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst miklu athyglisverðari þessi afgerandi stuðningur "skæðra" múslimaríkja, við alræðisvaldið í austri.

Kúba er þarna taglhnýtingur að venju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 13:07

2 identicon

Munurinn á þessu hyski sem er til sölu fyrir peninga eða borgarstjóranum okkar sem afhendi embættismönnum frá Kína sem komu að heimsækja hann sérstakt bréf til stuðnings ljóðskáldi þessu sem er mikill listamaður og mannréttindafrömuður, er sláandi. Niður með fjórflokkinn! Niður með Kínasnobb! Áfram Jón Gnarr!

xÆ (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband