30.12.2010 | 20:51
Hvar eru "efnislegu svörin", Lilja?
Ég las yfirlýsingu Lilju Mósesd, Atla og Ásmundar Einars, sem þáu gáfu sér vegna hjásetunnar við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Fátt konkret kemur fram í henni sem snertir fjárlagagerðina, nema að þau telja að hugmyndir sínar hafi ekki fengist ræddar, um tekjuöflun og róttæka endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins (minni niðurskurð). Einu raunverulegu hugmyndirnar um breytta tekjuöflun snúa að tillögum Lilju um samtíma skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar. Þessar hugmyndir komu þó fram fyrr eins og flestir muna, Sjálfstæðismenn lögðu þær til fyrir meira en ári. Ég vænti þess að stjórnvöld hafi skoðað þær þá. (Sakna þess þó að hafa aldrei séð greinargóða úttekt og útskýringu frá stjórnvöldum af hverju leiðin henti ekki. Það bara hlýtur að hafa verið gert fyrir ári. Eða hvað? Sjálfur er ég á því að breyting í þessa veru sé líkast til alls ekki sniðug.)
Samflokksmaður þrenningarinnar, Árni Þór Sigurðsson, lagði fram ansi ítarlegt andsvar við yfirlýsingunni, þar sem hann gerir heiðarlega tilraun til að svara gagnrýni þremenningana málefnanlega. Lilja svaraði í fyrradag að orð hans kæmu sér á óvart en sagði jafnframt að þau myndu svara efnislega á morgun, þ.e. í gær, miðvikudag. Ég hef ekki séð þessi efnislegu svör enn.
Fjölmiðlar mættu ganga á eftir þeim.
Meira HÉR
Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.