6.3.2011 | 19:58
Ýkjufrétt af einstæðum atburði
Fréttir greindu frá því að Forseti vor fór á fund páfa í liðinni viku og færði honum styttu af merkiskonunni Guðríði Þorbjarnardóttur. Sagði Ólafur páfa frá því að Guðríður væri víðförlasti Íslendingur síns tíma, hún hafi ferðast til Grænlands, Ameríku og að lokum gengið til Rómar, á fund eins forvera Benedikts sextánda, núverandi páfa. Einstaka menn hafa áhyggjur af því að heimildir um Rómargöngu Guðríðar séu ótraustar, bækur sem séu blanda sögulegra frásagna og skáldskapar. Sagnfræðingar hafa jafnvel talið býsna langsótt að Guðríður hafi komist suður til Rómar. Aðrir segja þetta bara vera öfundarmenn Ólafs Ragnars sem svo tala, sem nú "endurskrifa Íslandssöguna til að koma höggi á hann".
Meira HÉR
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.