Lagalegu rökin eru alls ekki öll okkar megin!

"Okkur ber engin lagaskylda til að borga"

segja Advice.

Þetta er óskhyggja. Það eru alls ekki öll lögfræðileg rök í þessu máli okkar megin. Fullyrðing Advice manna byggir á lögfræðilegri túlkun, túlkun þar sem horft er fram hjá ýmsum mikilvægum atriðum.

Allt eins má segja:

Okkur ber lagaleg skyld til að borga

Sú fullyrðing er alveg jafn "rétt".

Svokölluð dómstólaleið er feigðarflan og margra ára ganga í kviksyndi. Innistæðueigendum var mismunað við stofnun Nýja Landsbankans. Það vita Advice menn, þó þeir láti eins og það skipti ekki máli. Íslenskar innstæður í Landsbankanum voru ekki tryggðar með skattpeningum, eins og Frosti Sigurjónsson ranglega sagði í Sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur voru eignir færðar (með ríflegum afslætti) úr gamla bankanum í þann nýja til að dekka okkar innistæður.

Af þessum ástæðum er mín bjargfasta trú að um þetta mál skuli semja.

Sá samningur sem nú liggur fyrir er vel ásættanlegur og dreifir ábyrgð og kostnaði vegna innistæðna þeirra bresku og hollensku sparifjáreigenda, sem trúðu íslenskum banka fyrir peningum sínum.

Segjum .

 

ja_logo_1071983.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Einar

Hvernig sem þetta fer svo á morgun þá langar mig að þakka fyrir spjallið okkar. Þú hefur bæði verið rökfastur og kurteis. Þó við komumst ekki að sömu niðurstöðu þá hef ég samt orðið miklu fróðari.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 20:36

2 Smámynd: Einar Karl

Takk sömuleiðis Friðrik!

Ég óttast að þjóðin sitji eftir í sárum, klofin og reið. En við verðum að þrauka! :-)

Einar Karl, 9.4.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband