10.4.2011 | 18:49
Ólafur hagræðir sannleikanum
Það er alveg óþarfi fyrir okkur hér heima að tala þannig eins og við séum eitthvað samviskulaust sem ætlar ekki að borga neitt. Það er verið að borga út úr þrotabúi Landsbankans á næstu mánuðum líklega um 300 milljarða. sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis.
Ólafur sagðist einnig undraðist það mjög að staðreyndinni um að Ísland myndi borga þessa upphæð hafi ekki verið haldið á lofti í umræðunni í aðdraganda kosninganna.
Af hverju talar Ólafur þannig, eins og við - íslenska þjóðin - séum að borga, þegar kröfuhafar eru að fá tilbaka uppí kröfur sínar, úr þrotabúi bankans sem lagðist á hlið fyrir tveimur og hálfu ári? Eru þetta okkar peningar, sem "við" erum nú að fara að borga??
Er ekki réttara að segja, að fólk sé nú loks að fá tilbaka sína peninga?
Eða vill Ólafur endanlega þjófkenna alla þjóðina, og tala þannig eins og allir peningar fólks, sem soguðust inn í Landsbankann, séu "okkar" peningar, bara af því að meirihluti þjóðarinnar telur að við séum einráð um það hvernig megi ráðstafa þeim peningum?
Risavaxnar upphæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.