10.4.2011 | 19:30
Icesave umræðan með rósrauðum gleraugum
Bý ég í sama landi og þessi maður??
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði að sér hefði þótt þjóðfélagsumræðan í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin efnisríkari, málefnalegri og víðtækari en hann hefði séð áður.
Auðvitað féllu stór orð og mönnum var heitt í hamsi. En aldrei fyrr hefur jafnmikill fjöldi venjulegs fólks (...) komið fram á völlinn og skrifað alveg frábærar greinar," sagði Ólafur Ragnar.
Hann sagði að hingað til hefði slík umræða einskorðast við þá sem væru í pólitískri forustu í landinu. En umræðan nú sýndi gríðarlegt þroskamerki meðan þjóðarinnar og hún hefði dregið fram á völlinn stóran hóp af fólki, sem hefði haft mikil áhrif á umræðuna og skapað ný viðmið ...
Gríðarlegt þroskamerki í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Er nema von að þú spyrjir? Égt get ekki þó ég ætti líf mitt að launa að útskýra þessa fullyrðingu. Forsetaembættið, forsetinn er nú komið á botninn. Hefur svo sannarlega tekist a'ð sundra þjóðinni.
Ragna Jóns (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 21:08
Til hvers var forsetinn að halda blaðamannafund í dag? Mín skýring er þessi:
Hann dauðsér eftir að hafa komið í veg fyrir lausn málsins, en sem mesti lýðskrumari Íslands, kaus hann þessa leið til að upphefja sjálfan sig og sinn málstað. Hann skaut föstum skotum á flesta málsmetandi menn landsins, sem þurfa að kljást við raunveruleikann, á sama tíma og hann er í einhverjum kóngaleik og þarf ekki að bera ábyrgð á neinu sem hann segir.
Hann er ekkert annað en lýðræðislegur hryðjuverkamaður. Veit það best sjálfur og því var yfirbreiðslufundurinn haldinn í dag. Hann ætti að fara frá á morgun, fyrir hádegið.
Bara hans vegna væri óskandi að þjóðin drullutapaði öllum þessum málum fyrir dómstólum.
Hann veit það og er orðinn skíthræddur.
Þá er sniðugt að halda yfirbreiðslufund.
Að hætti lýðskrumara.
Björn Birgisson, 10.4.2011 kl. 21:26
Skrifaði lengri hugleiðingu hér:
Firring
Einar Karl, 10.4.2011 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.