Ögmundur er nú pínu popúlisti

... því ég tel víst að Ögmundur skilji alveg hvað stjórnlagaráð er að fara.

Ögmundur bendir á að samkvæmt tillögum ráðsins megi ekki greiða atkvæði um málefni sem tengjast skattamálefnum eða þjóðréttarskuldbindingum. „Hvers vegna ekki?Var rangt að greiða atkvæði um Icesave?“

- það var að mörgu leytirangt. Í huga mjög margra snerist Icesave þjóðaratkvæðagreiðslan um það hvort Íslendingar ættu "að borga" eða alls ekki.

En í raun og veru snerist hún um hvort leysa skyldi málið með þeim samningi sem lá fyrir eða láta gagnaðila í þessari deilu um það að knýja á um aðra úrlausn - og hafa málið óleyst í nokkur ár. Við Íslendingar ákveðum ekki EINHLIÐA hvernig túlka skuli EES-samninginn og Evróputilskipanir sem í gildi eru hér á landi.

Það er auðveldara fyrir okkur að umgangast aðrar þjóðir ef þær geta almennttreyst því að okkar kjörnu fulltrúar hafi umboð til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar og leysa úr allrahanda úrlausnarefnum sem tengjast þegar gerðum samningum.

Annað dæmi:

Ef Íslendingar og Norðmenn standa í harðvítugri deilu um makrílkvóta vegna þess að menn greinir á um hvernig túlka beri samninga þjóðanna á milli, er varla gæfulegt að Íslendingar greiði um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvernig túlka eigi samninginn á milli ríkjanna og hversu stóran kvóta Íslandi skuli fá úr sameiginlegum stofni.

Skilur Ögmundur það?


mbl.is Þjóðin hefði ekki fengið að kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur er líka töluverður fábjáni svo að það er ekkert undarlegt að hann skilji ekkert.

Óskar G (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 15:13

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þið eruð nú gamlir vinir og af sama sauðahúsinu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2011 kl. 15:25

3 identicon

Finnst þér það ekki örlítið hrokafullt að segja að atkvæðagreiðslan hafi ekki átt rétt á sér þar sem þú telur að stór hluti kjósenda hafi ekki skilið málið jafn vel og þú?

Annars sé ég ekki hvers vegna Alþingi á að geta kosið um mál sem snúast um milliríkjaskuldbindingar en almenningur ekki. Ef það þarf að útfæra málið á einhvern hátt og velja á milli lausna þá er eitthvað til að kjósa um, ekki satt? Til hvers er annars verið að greiða atkvæði í þinginu?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Einar Karl

Hans:

Alþingi getur almennt ekki kosið sig undan milliríkjaskuldbindingum sem það hefur þegar undirgengist. Um það snýst málið. Það veit Ögmundur mætavel.

Ef við gerum milli okkar samning, t.d. leigusamning, en svo stendur þú ekki í skilum, ég vil fá leigugreiðslur en þú heldur því fram að ég hafi ekki staðið við samninginn þar sem ég gerði ekki við þakleka, væri þá heppileg leið fyrir okkur að ÞÚ myndir bera það undir fjölskyldu þína á fjölskyldufundi hvort þið ættuð að greiða leigu eða ekki?

Telurðu líklegt að ég myndi fallast á þær málalyktir?

Einar Karl, 22.7.2011 kl. 16:02

5 identicon

Ef Alþingi þarf að kjósa um framkvæmd milliríkjasamningi þá er það annað hvort vegna þess að það þarf að ákveða útfærsluatriði eða vegna þess að valdinu til að taka ákvörðun um framkvæmd hefur verið haldið eftir sem neyðarhemli. Ég sé ekki að almenningur geti síður greitt atkvæði um slík mál en önnur.

Ef að við hefðum gert með okkur leigusamning og ég væri þeirrar skoðunar að þú hefðir vanrækt viðhald á húsnæðinu og því ekki staðið við þinn hluta þá væri það sjálfsagt að taka ákvörðun um það með öðru heimilisfólki sem borgaði leigu á móti mér hvort haldið yrði áfram að greiða samkvæmt samningi eða greiðslum haldið eftir þar til málið væri leitt til lykta fyrir dómi. Annað væri raunar mjög óeðlilegt. Ef við hefðum gert samkomulag um lyktir málsins væri það fullkomlega eðlilegt að það væri kynnt öðrum leigugreiðendum á heimilinu og ekki framkvæmt nema þeim þætti það ásættanlegt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 16:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert sami vonlausi Icesave-predikarinn og fyrri daginn, Einar Karl.

Ég hélt þú hefðir nú vit á að hætta þessu, eftir að þjóðin kvað upp sinn úrskurð.

En þér er víst ekki við bjargandi.

Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 19:40

7 Smámynd: Einar Karl

Sæll Jón Valur.

Um hvað kvað þjóðin upp sinn úrskurð? Um það HVORT ætti að borga? Eða HVORT málið skyldi fara fyrir dóm? Eða fer það eftir því hvern ég spyr??

Auðvitað var (og er) Icesave deilan flókin og óvíst hver okkar þjóðréttarlega skuldbinding nákvæmlega er. Því hefur ekki verið svarað og verður ekki svarað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

PS

Er mér enn meinað að setja inn komment við þínar færslur??

Einar Karl, 22.7.2011 kl. 19:53

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ögmundur er ekki neitt "pínu" popúlisti. Hann er hard core.

Gísli Ingvarsson, 22.7.2011 kl. 20:03

9 identicon

Ef þú stendur í lagadeilum og hafnar tilboði um sátt þá þýðir það ekki að málinu ljúki með því. Ég held nú að flest fullorðið fólk geri sér alveg grein fyrir því.

Raunar held ég að almenningur sé yfirleitt u.þ.b jafn vel í stakk búinn til að skilja mál og alþingismenn, jafnveil þótt að í síðarnefnda flokknum séu andleg ofurmenni á borð við Árna Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Ólínu Þorvarðardóttur og Ásbjörn Óttarsson.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband