27.8.2011 | 11:40
HVAÐ var að umsögn ASÍ ?
Eitt af stóru málunum á komandi þingi verður væntanlega umræða um kvótakerfið. Málið snertir stóra hagsmuni og vissulega eru margir fyrirfram skeptískir á málflutning útgerðarmanna og þeirra miðla. Að sjálfsögðu vilja þeir ekki missa spón úr aski sínum.
En er öll gagnrýni á tillögur ríkisstjórnarinnar eins og þær líta út nú runnin undan rifjum "hins liðsins"? Er þetta slagur, fólkið í landinu á móti útgerðarmafíunni?ASÍ sendi í vikunni frá sér umsögn um kvótafrumvarpið. Sambandið leggst gegn samþykt frumvarpsins í núverandi mynd, þó tekið sé undir mörg helstu meginmarkmið málsins. Ágætt er að lesa umsögnina í heild sinni, ef menn vilja á annað borð ræða hana.
Í fréttinni kemur fram að á flokksráðsfundi VG hafi komið fram "mikil óánægja með umsagnir Landsbankans og nokkurra hagsmunaaðila" um frumvarpið, "og var óánægjan með umsögn Alþýðusambandsins mest".HVAÐ voru VG-liðar svona óánægðir með? Voru flokksmenn óánægðir með niðurstöðu umsagnarinnar? Að ASÍ væru að styðja hitt liðið? Gáfu þau sér tíma til að ræða málefnanlega efnisatriði umsagnarinnar?
Ég kíkti sjálfur fyrir nokkru á frumvarpstextann sjálfann. Hann er rosalega tyrfinn og mjög erfitt að skilja frumvarpið.Mér finnst það vekja athygli að ekki ein einasta jákvæð umsögn hefur borist um frumvarpið. Eru þingmenn VG óánægðir með það?
Ég vona að VG-liðar gefi sér tíma og útskýri í fjölmiðlum af hverju þau voru svona "óánægð" með umsögn ASÍ. Ég vona að þau, og aðrir þingmenn, skilji frumvarpið, en styðji það ekki bara, af því það er lagt fram af þeirra liði.En ég óttast að umræða á Alþingi og í fjölmiðlum verði ekki svo upplýsandi, og að málið fari í hefðbundið íslenskt þjark, þar sem menn skipist í fylkingar sem svo ráðast hvor á aðra með gífuryrðum. Ég treysti því miður ekki Alþingi til að fjalla af viti um flókin mál.
Ætla að tryggja þjóðareign auðlinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.