20.8.2012 | 09:49
Aðgengi
Átti erindi síðasta föstudag í verslun Símans í Kringlunni. Kom á bílnum á leið úr vinnu og lagði í drungalegu bílastæðahúsinu. Tók mig svo ca. 3-4 mínútur að labba frá bílnum að næsta inngangi, framhjá nokkrum búðum, upp rúllustigann, framhjá fleiri búðum og að búð símans.
Þetta er mjög svipaður tími og tekur venjulega að fara frá bílnum og að búð á Laugavegi. Þá finn ég yfirleitt bílastæði á Hverfisgötu, en frá Hverfisgötu og uppá Laugaveg er svona álíka langt og frá Jack&Jones í Kringlunni og í búð Símans. Með öðrum orðum mjööög stutt.
Skil ekki þetta meinta vandamál.
Þegar Laugavegur hefur verið opinn fyrir bílaumferð hef ég sjaldan keyrt þar niður um miðjan dag þegar verslanir eru opnar. Umferðin gengur of hægt og flest bílastæði eru alltaf full. Auðvelt er hins vegar að finna stæði á Hverfisgötu eða Skúlagötu. A.m.k. þegar ég á erindi á Laugaveg.
Strikið í Kaupmannahöfn var gert að göngugötu 1962, í tilraunaskyni. Sjálfsagt voru einhverjir búðaeigendur mótfallnir því.
Opið fyrir umferð á Laugaveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Sveitarstjórnarkosningar, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.