16.8.2013 | 10:23
Brynjar Níelsson fer með rangt mál
Þingmaðurinn Brynjar Níelsson skrifar pistil á bloggi sínu um ríkisrekstur og almannaþjónustu, sem kemur inn á Þjóðkirkjuna og tengsl hennar við ríkið: Formaður Vantrúar og frjálshyggjan.
Margt er að athuga við grein Brynjars. Ég vil sérstaklega staldra við þessi orð Brynjars:
Til að koma í veg fyrir allan misskilning innheimtir ríkið sóknargjöld fyrir þjóðkirkjuna eins og önnur trúfélög.
Þetta er rangt.
Það vita þeir sem kynnt hafa sér málið. Ég skrifaði grein um þetta sem birtist fyrir rúmri viku í Fréttablaðinu og visir.is: Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld.
Það kemur ekki á óvart að Brynjar haldi þessu fram, líkast til gegn betri vitund. Það hafa fleiri gert á undan honum og margir munu halda því áfram.
Upplýstur þingmaður á að vita hvernig þessum málum er háttað.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.