Jónas og malbikið

Jónas Kristjánsson telur afleitt að í nýju skipulagi við Mýrargötu sé bara gert ráð fyrir 0.8 bílastæði á hverja íbúð. Jónas telur það vera ofsóknir að borgin geri ekki ráð fyrir 2 bílastæðum á sérhverja íbúð.

Með illu er reynt að pína fólk til að fylgja sérviturri hugmyndafræði. En ekki á að vera í verkahring borgar að ofsækja borgarana. 

segir Jónas í pistli sínum Borgarar ofsóttir

Þetta er furðulegur pistill, sér í lagi frá heimsborgara eins og Jónasi. Hvort finnst Jónasi meira gaman að rölta um miðbæinn í Flórens, eða úthverfi í Mílanó? 'Gamla stan' í Stokkhólmi eða Solna? 

Nei, svona í alvöru talað, veit Jónas hvílíkt gígantískt landflæmi fer undir bílastæði og umferðarmannvirki í borginni? Og hann vill endilega malbika meira, í hjarta borgarinnar, við gömlu höfnina??

Hvernig sjá Jónas og aðrir bílaelskendur fyrir sér að Reykjavík eigi að þróast?

Borgin mun vonandi stækka áfram, annars dafnar hún ekki. Við getum reynt að skapa umhverfi þar sem mannlíf dafnar á götunum. Eða við getum byggt hverfi þar sem fólk er inni í húsum, fer niður í bílakjallara og ekur svo út og horfir á umhverfið út um bílrúðu. Það er ekki mannlíf, það er bílalíf

Þessar tvær myndir eru úr nýlegu hverfi, við Sóltún/Mánatún (bakvið Borgartún). Myndirnar eru teknar á sunnudagsmorgni að vori, þegar flestir íbúar og bílar eru heima. En skipulagið er í anda Jónasar Kristjánssonar, með malbiksflæmi, yfirdrifið mörgum bílastæðum, bæði ofan og neðan jarðar.

Fólk sem finnst það vera ofsótt í miðbænum gæti kannski flutt sig hingað. 

 

tun

tun2 

Miðbæjarhverfi, sem skipuleggjendur hafa lagt sig fram við að láta líta út eins og úthverfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband