Þingmaður vill lækka laun kvenna í Sinfó

Ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill lækka laun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Samkvæmt frétt RÚV lýsti þingmaðurinn furðu sinni á launum kvenna í hljómsveitinni.

Þingmaðurinn telur að konurnar í Sinfó eigi að vera svo ánægðar með að fá tækifæri til að spila með sveitinni og geta sett það á ferilskrá sína, að þær þurfi alls ekki há laun.

Ég held að það væri heiður að spila í einni flottustu sinfóníu heims og það væri dýrmætt fyrir frekari frama í tónlistinni. 

Þingmaðurinn, sem er af karlkyni, talaði ekkert um laun karlmanna í Sinfóníuhljómsveitinni, svo væntanlega vekja þau enga furðu í huga hans. Þingmaðurinn telur sem sé ekki að það þurfi að lækka laun karlmanna í Sinfóníhljómsveitinni, bara laun kvenna.

Sjaldan hefur karlremba opinberast með jafn skýrum hætti úr ræðustól Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki tekur þingmaður það fram hversu mikill heiður það er að vera kjörinn á alþingi og hversu mikinn afslátt hann ætti að gefa á því.

Þessi umræða um heiður sem laun er náttúrulega algjört kjaftæði og þarf að afmá úr umræðunni. Fólk sem starfar í Sinfó hefur nær allt stundað hljóðfæraleik og nám frá 5-8 ára aldri (undantekningin verandi sá sem byrjaði að læra tíu ára ;-) ). Er það ekki eitthvað?

Og er ég ekkert farinn að snerta á starfi lögreglunnar ennþá. Enda ekki hægt að bera þessar stéttir saman. Og fáránlegt að taka bara tvær stéttir og bera þær saman, slitið úr öllu samhengi. Væri ekki ráð bera saman lögfræðinga og grunnskólakennara, baðverði og ritara alþingis (pun intended) .... nú eða bara lögreglumenn og lögreglukonur?

Hilmar Kári Hallbjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 08:42

2 Smámynd: Einar Karl

Já þessi samanburður þingmannsins er villandi á marga vegu. Hann tekur ekkert tillit til menntunar, starfsaldurs, vinnutíma o.fl. Hann lítur bara á "dagvinnulaun" (hjá þessum tveimur stéttum sem báðar eru með óreglulegan, en þó mjög ólíkan vinnutíma) og ber bara saman laun KVENNA - vegna þess að þannig fær hann mestan mun, þar sem konur eru af einhverjum ástæðum með töluvert lægri laun en karlar í lögreglunni, á meðan laun karla og kvenna í Sinfó eru miklu jafnari.

Guðlaug Kristjánsdóttir fer vel yfir málið hér:

http://blog.pressan.is/gudlaug/2013/11/12/heidurslaun-listakvenna/

Einar Karl, 13.11.2013 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband