Vextir - fræðsla fyrir Framsókn 2

Vextir (áður fyrr renta) er það gjald sem greitt er fyrir lán á fjármagni, m.ö.o. leiga sem greidd er fyrir fjármagn

(héðan)

Orðið vextir er fleirtala af vöxtur, það að eitthvað vex, stækkar.

Verðbætur eru ein tegund vaxta.  Þegar verðbólga er 4.2% eins og núna, og verðtryggt lán t.d. frá ÍLS ber  4.2% vexti ofan á verðbætur, þá eru heildarvextir 8.4%. Þetta er sú tala sem þarf að hafa í huga ef bera á saman við óverðtryggð lán, sem bera bara nafnvexti, enga "verðbóta"-vexti.

Þessi tala, 8.4% vextir, er mjög há. Auðvitað þarf að taka tillit til verðbólgu, en raunvextirnir, vextirnir að frádreginni verðbólgu (þ.e. uppgefnu "nafn"-vextirnir á verðtryggða láninu) uppá 4.2% eru líka mjög háir, tvö- til þrefalt hærri en raunvextir í löndum í kringum okkur um þessar mundir.

Minn viðskiptabanki býður í dag óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum uppá 6.75% eða 7.40% þeir eru fastir til næstu þriggja ára.

Eins og staðan er akkúrat í dag eru því óverðtryggðu lánin umtalsvert ódýrari, eða sem nemur annað hvort 1%, eða 1.65%. Á 20 milljón króna láni jafngildir sá mismunur 200.000 kr. eða 330.000 kr., á einu ári.

Nefnd forsætisráðherra um "afnám" verðtryggingar ræðir í skýrslu sinni að breyta mætti vaxtabótum, til að búa til frekari "hvata" fyrir fólk til að taka óvertryggð lán, á þá leið að greiða bara vaxtabætur fyrir þá vexti sem kallast nafnvextir, en ekki á þá vexti sem kallast verðbætur.

Sá sem tekur óvertryggt lán og greiðir 6.75% vexti myndi þannig eiga rétt á hærri vaxtabótum en sá sem tekur verðtryggt lán með 8.4% heildarvöxtum. 

Mikið rosalega er það eitthvað Framsóknarleg hugmynd. 

mortgages-for-dummies

Svona rit þyrfti að vera til á íslensku, fyrir Framsóknarmenn sem og aðra. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband