Yfir 10.000 undirskriftir á fyrsta degi!

Frábær árangur! Greinilegt að mjög mörgum finnst alltof mikill asi í stjórnvöldum og vilja alls ekki draga umsóknina endanlega tilbaka með formlegum hætti.

Ég vona að utanríkisráðherra, ríkisstjórnin og allir Alþingismenn hugsi sig vandlega um, áður en afdrífarík ákvörðun eru tekin sem við vitum ekki hvað þýðir en gæti bundið hendur þjóðarinnar um ókomna tíð.

Báðir stjórnarflokkar höfðu á orði fyrir og eftir kosningar að um þetta mál skyldi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort aðildarviðræðum skyldi haldið áfram. Með boðuðu skrefi nú, formlegri afturköllun umsóknarinnar, virðist það loforð í uppnámi, enda væri þá ekki í höndum íslenskra stjórnvalda lengur hvort og hvenær sé hægt að taka upp þráðinn að nýju.

Ég tel sjálfur að réttara væri, í ljósi stefnu núverandi ríkisstjórnar, að boða formlegt viðræðuhlé gagnvart sambandinu, en ég sé alls ekki hvað er unnið með formlegri afturköllun umsóknarinnar. Mér finnst það svolítið eins og að gefa frá sér forkaupsrétt að húsi, af því bara, til að gefa eitthvert 'statement'.

Ég tek fram að ég er ekki talsmaður allra þeirra sem kvitta undir eða túlka skoðanir þeirra. En við sem skrifum undir erum sammála um þessa skýru og einföldu áskorun og viljum koma þeim skilaboðum til stjórnvalda.

Ég vona að sem flestir leggi nafn sitt við áskorunina. Þetta er söfnun af einföldustu gerð, enda er ég ekki tölvusérfræðingur, heldur bara venjulegur maður og vil leggja mitt af mörkum í umræðu og ákvarðanatöku sem snertir framtíð þjóðarinnar um ókomin ár. Ég er ekki flokksbundinn og hvorki heitur stuðningsmaður né andstæðingur ESB-aðildar

Ég vona að þetta verði skýr og ákveðin skilaboð til stjórnvalda um að taka ekki ákvarðanir sem binda hendur þjóðarinnar um ókomna tíð, að óþörfu. 

Hér er slóðin:

http://www.petitions24.com/signatures/ekki_draga_umsoknina_tilbaka/ 

= = = = = = = = = =  = = = = = =

Ég vil benda á að í gærkvöld fór af stað ÖNNUR undirskriftasöfnun, með mjög svipaðri áskorun, sem hafði verið í undirbúningi nú um helgina. Ég vil eindregið hvetja ykkur öll til að fara á þá slóð og setja nafn ykkar LÍKA þar, ef þið eruð sammála þeirri áskorun.Slóðin er: http://thjod.is/

Sú söfnun er samkeyrð með þjóðskrá, þannig að kvittað er undir með því að slá inn kennitölu.

Aðstandendur þeirrar söfnunar hafa fleira fólk og fé til að kynna sína söfnun og fylgja henni á eftir og umgjörðin um söfnunina er enn traustari en ég get staðið fyrir. Þar er orðuð spurning sem lagt er til að greitt sé atkvæði um.

Söfnun mín er óháð öllum samtökum og ég er ekki "talsmaður" þeirra sem skrifað hafa undir. Ég sjálfur styð síðara framtakið á thjod.is, en ég mun áfram halda upphafssöfnuninni opinni, halda utan um undirskriftir og koma áskorun okkar til skila til stjórnvalda. 


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert semsagt hlutlaus í málinu Einar Karl, eða ertu bara svona óheiðarlegur kafbátur? Kannski fólk ætti að blaða í skrifum þínum undanfarin ár og finna út úr því sjálft. Þ.e.a.s. ef þú hefur ekki sópað upp sporin.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 22:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar varstu annars þegar Alþingi hafnaði þjóðaratkvæðum um það hvort sótt yrði um? Þá vildu 76% þjóðarinnar kjósa.  Hvar varstu þegar lögð var fram ályktun fyrir ldið yrði þjóðaratkvæðum um hvort haldið yrði áfam eftir að allt fór í hnút. Því var hafnað líka.

Er lýðræðisástin eitthvað valkvætt í þínum huga og háð prívatsannfæringu þinni hverju sinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 22:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skýrðu svo fyrir okkur hvernig þessi ákvörðun "bindur hendur okkar um ókomna tíð að óþörfu" ?

Það er lágmark að fólk fái að skilja hvað þú ert að fara, fyrst þú einhendir þér í þessa skoðanakönnun.

Þú gengur þá væntanlega út frá því að við séum eða verðum með óbundnar hendur ef við göngum í ESB?  Er þetta Freudean slip? Double speak?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2014 kl. 23:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, og eitt enn. Það hefur þegar verið gert formlegt hlé á viðræðum um óákveðinn tíma, fyrst það hefur farið fram hjá þér.  Það var gert í tíð fyrrverandi ríkistjórnar og að þeirra frumkvæði.  Það er semsagt búið að patentera lausnina sem þú leggur til. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 00:00

5 Smámynd: Einar Karl

Já það er líkast til rétt hjá þér að fyrri ríkisstjórn boðaði "formlegt viðræðuhlé".

En hvað var það þá sem utanríkisráðherra flaug út til að tilkynna í Brussel strax í maí í fyrra, eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum? ESB virtist ekki átta sig á því, og ráðherrann vissi það ekki fyrir víst sjálfur, virðist vera...

En stóra spurningin er, hvað er UNNIÐ með því að draga umsóknina formlega tilbaka??

Einar Karl, 24.2.2014 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband