24.2.2014 | 23:39
Pólitískur ómöguleiki
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur það "pólitískan ómöguleika" að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stórmál, ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu myndi ganga í berhögg við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. (Jafnvel þó stjórnarflokkar hafi lofað einmitt slíkri arkvæðagreiðslu fyrir kosningar.)
Þjóðaratkvæðagreiðslur skulu ekki haldnar nema tryggt sé að útkoma þeirra sé í samræmi við vilja og stefnu ráðandi stjórnvalda.
Með öðrum orðum:
Ef þjóðin og ríkisstjórnin eru ekki sammála, þá verður ríkisstjórnin að fá að ráða.
Það er pólitískur ómöguleiki ráðherrans að ríkisstjórn þurfi að beygja sig undir vald fólksins.
Það má ekki taka valdið af stjórnvöldum.
Þjóðin fær bara "vald" til að kjósa á fjögurra ára fresti, en þá er líka allt í lagi að ljúga að kjósendum. Til að tryggja völd.
Sakaði Bjarna um pólitísk umboðssvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Athugasemdir
Svipuð var af afstaða einræðisherrans fyrrverandi í Úkraníu sem nú hefur verið eftirlýstur sem hver annar ótýndur þrjótur. Fyrirmyndir að óhæfumönnum eru því of margar og ættu að vera íslenskum ráðamönnum hvatning að fara varlega.
Pólitískt ástand í samfélaginu er orðið mjög rafmagnað. Þessi ríkisstjórn var mynduð með einhverskonar brask í fyrirrúmi fremur en að stjórna eftir væntingum kjósenda.
Því miður voru of margir kjánar að kjósa of marga bjána á þing í vor sem leið.
Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2014 kl. 06:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.