Ósatt hjá SDG

Það eru ýmis rök með og á móti ESB. Men nættu því að geta haldið sig við rök sem eru sannleikanum samkvæm.

Þetta tal forsætisráðherra er ekki sannleikanum samkvæmt. Það er mjög imður og til þess gert að rugla umræðuna enn frekar og ekki er á það bætandi.

Ég veit ekki af hverju Sigmundur Davíð stundar svona orðræðu. Kannski þekkir hann ekki staðreyndir málsins nægilega vel.

Evrópuþingið hefur þvert á það sem ráðherrann segir ítrekað að enginn þrýstingur verði settur á Ísland um svör og stækkunarstjórinn segir það sama:

"With the decision of the new Government of Iceland to put accession negotiations on hold, the accession process has come to a standstill. Let me be crystal clear: Iceland remains an important partner for the European Union and we stand ready to reinforce our relations at any moment. We on our side have not disengaged. Whenever, and if ever, Iceland wishes to do so, the Commission would be ready to resume work on negotiations which have reached an advanced stage. And I remain confident that we could come to an outcome beneficial and positive for all sides. (16/10/2013)"

Evrópuþingið sagði 16. janúar sl.: 

"5. Stresses that the European Union remains fully committed to continuing and completing the accession negotiation process;

6. Notes that recent public opinion polls show that a majority of Icelanders wish to finalise the accession negotiations;

7. Notes that Iceland continues to be classified as an applicant country;

8. Takes note of the decision of the Icelandic Government not to wait for the end of the accession negotiations before holding a referendum; looks forward to the parliamentary debate on, and review by the Althingi of, the assessment of the accession negotiations and the developments within the European Union; offers assistance in preparing such an evaluation; hopes that the relevant assessment can be finalised in due time and awaits further decisions on the way ahead, including a decision on whether or not to hold a referendum on the continuation of accession negotiations; 9. Hopes that the referendum will be organised in a foreseeable time frame;"

 

Meira um þetta HÉR


mbl.is Evrópusambandið vildi skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 22:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Formleg slit viðræðna urðu raunar þegar aðlögunarstyrkir voru afturkallaðir að frumkvæði sambandsins. Skýrara getur það ekki verið. Þessu var raunar mótmælt af núverandi ríkistjórn og þá hlóguð þið aðildarsinnar mikið.

Nú viljið þið að ríkistjórn sem er á móti inngöngu haldi áfram ferlinu. Er hægt að biðja um lágmarks samkvæmni?

Og eitt enn Einar: vissir þú ekki að forsenda þess að ekki voru þjóðaratkvæði um umsóknina voru þær að þar væri um þingsályktunartillögú að ræða en ekki lög? (Raunar á fölskum forsendum þess að þetta væru könnunarviðræður sem fælu enga aðlögun í sér)

Undirskriftasöfnun þín snerist um samskonar hluti. Þingsályktun en ekki lög. Þetta kæmi aldrei til kasta forseta að vísa málinu til þjóðarinnar af þessum sökum.

Ertu ekki betur að þér en þetta, eða var þetta allt meðvituð skemmdarstarfsemi og spuni?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem ekki var stofnað til með lögum þarf ekki að afturkalla með lögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 06:18

4 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar,

Ég hef aldrei sagt að sú þjóðaratkvæðagreiðsla sem ég og 45.000 aðrir Íslendingar erum að kalla eftir snúist um lög, eða að málið snúi að forsetanum.

Auðvitað er hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 08:36

5 Smámynd: Einar Karl

Hans,

þú ert að vísa í frétt frá síðasta sumri þar sem Stefan Fühle er fyrst og fremst að bera til baka eitthvert spunabull í Forseta Íslands.

Það er meira vit í að skoða það sem þing ESB sagði 4. janúar, fyrir 2 mánuðum.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 08:38

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það hefði nú eitthvað heyrst í Sigmundi, ef Jóhanna hefði sagt að ekki væri hægt að halda þjóðaratkvæði um Icesave, af því að stjórnin þá væri hlynnt Icesave samningnum og gæti ekki framfylgt niðurstöðu sem fælist í að hafna samningnum, því hún vildi sjálf samþykkja samninginn. Er nokkuð viss um að SDG hefði ekki skilgreint það sem "pólitískan ómöguleika."

Theódór Norðkvist, 5.3.2014 kl. 14:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér hefurðu þetta ur hestsins túlla Einar:

http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332

"Barrosso insisted that the union INSISTED that Iceland would make up its mind FAST."

Hér er nú ekki einhver embættisblók á borð við Fule, sem talar.

Það er annars gaman að sjá þetta afþvíbara, liggaliggalá svar þitt við þeim staðreyndum sem ég set fram um nauðsynlegan grunn þjóðaratkvæða, sem undirstrikaður var í tíð síðustu ríkisstjórnar og kom þeim hjá að leyfa þjóðinni að svara því hvort í umsókn yrði farið.

Vona að þú farir að átta þig hvar í mýrinni þú ert staddur, svo þú ratir nú heim og hættir að valda frekari skaða í samfélaginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 20:48

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Barrosso INSISTED that the Union EXPECTED Iceland to make up it's mind FAST.

Er víst réttar eftir haft.

Þú skilur þetta væntanlega á hvorn veginn sem er. Vona ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 20:53

9 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar,

takk fyrir að benda mér á þessa frétt.

í sömu frétt staðfestir Barroso að Ísland muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu!. ** Á KJÖRTÍMABILINU **

Ég geng út frá að forsætisráðherra hafi tilkynnt honum þetta á fundI þeirra þarna í júlí 2013, kannski var Sigmundur Davíð ekki þá búinn að ákveða að svíkja þetta kosningaloforð.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 21:37

10 Smámynd: Einar Karl

Jón Steinar,

ég skil mætavel að Barroso hafi á þessum tímapunkti ekki viljað að viðræður við Íslendinga festust í löngu hléi og því ekkert skrýtið að hann hafi ekki sérstaklega verið að bjóða uppá það. En það var ekki í hans valdi að stjórna því. Og þetta er samt sem áður 8 mánaða gömul frétt og því réttara að skoða NÚNA hvað ESB hefur sagt og gert vegna viðræðuhlés við Íslendinga.

ESB kemur ekki til með að slíta þessum viðræðum, það er alveg ljóst.

Einar Karl, 5.3.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband