7.3.2014 | 12:09
46 þúsund manns!!
Nú hafa yfir fjörtíu og sex þúsund manns undirritað áskorun til Alþingis um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna á þjóð.is.
Þetta eru 19% kosningabærra manna á Íslandi!
Þetta myndi jafngilda undirskriftum 800.000 Dana, eða 1.36 milljón Svía, eða 11.4 milljón Þjóðverja.
Myndu ríkisstjórnir og þjóðþing þessara landa hunsa slíka lýðræðislega kröfu frá þegnum sínum, um að uppfylla gefin kosningaloforð?
Hvað gerir Alþingi Íslendinga?
Óttast Alþingi lýðræði og þjóðarvilja??
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.