11.3.2014 | 10:56
Hlustað á raddir 49 þúsund manns - eða ritstjórann?
Nú hefur spyrst út að ritstjórinn í Hádegismóum, fyrrverandi forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og borgarstjórinn, heldur prívatfundi með báðum leiðtogum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíd og Bjarna Ben, sitt í hvoru lagi. Í sjálfu sér ekkert hægt að amast við því hverjum þeir snæða með hádegismat eða sitja með á síðkvöldum við arineld í sumarbústað. Menn kjósa sér sína vini og ráðgjafa.
En maður spyr sig, hvort hlusta leiðtogarnir meira á raddir 49.000 manns - eða ritstjórann önuglynda?
Vonandi gleyma ekki kjörnir leiðtogar þjóðarinnar því fyrir hvern þeir starfa.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:10 | Facebook
Athugasemdir
Og hvað vill Þetta fólk kjósa um?
Að leyfa umsókninni að likkja í salti ótímabundið eftir að sýnt er að hún er strönduð á óleysanlegum ágreiningi.
Að senda Gunnar Braga í "samningaviðræður" þvert á vilja kjósenda ríkistjórnarinnar? Þ.e. Krefjast kosningasvika.
Um hvað á að kjósa Einar? Hvað er það í núverandi stöðu sem er ríflega 200 milljóna virði að skera úr um og hvernig viltu að það verði gert?
Hver á að klára viðræðurnar? Sá sem sigldi þeim í strand eða sá sem var kosinn út á andstöðu sína við inngöngu.
Ég held að þér sé ekki alveg sjálfrátt í öllu þessu yfirþyrmandi hlutleysi þínu.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2014 kl. 11:44
Jón Steinar, þetta er ósköp einfalt. Það þarf bara að spyrja þessarar einföldu spurningar. "Viltu halda áfram viðræðum við ESB". Svarmöguleikarnir eru já eða nei.
Ef svo ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framfylgja vilja þjóðarinnar þá segir hún einfaldlega af sér.
Ef hún er hins vegar er til í slaginn þá skildi maður ætla að það væri vandfundin harðari samninganefnd en sú sem þessi ríkisstjórn myndi senda og því meiri líkur en minni að út úr því komi hagstæður samningur (nema náttúrulega að farið væri í skipulegar skemmdaraðgerðir og allt látið eftir ESB en þá mætti dusta rykið af orði sem Heims(k)sýn hefur ansi oft notað, nefninlega landráð).
Neddi (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 12:55
Jón Steinar Ragnarsson, það þjónar ekki hagsmunum Íslands að draga umsóknina til baka og orð skulu standa, svo afskaplega einfalt er það. Helst á að kjósa um áframhald viðræðna, en ég persónulega væri til í sætta mig við að kjósa um hvort ætti að draga umsóknina til baka. Þetta er nú ekki flókið.
* Atkvæðagreiðslan kostar ekki að kosta krónu ef hún er samhliða sveitastjórnarkosningunum.
* Gunnar Bragi þarf ekki að standa persónulega í neinum samningaviðræðum, til þess eru samninganefndir skipaðar. Ef snefill af lýðræðishyggju væri í ríkisstjórninni yrði hún skipuð þverpólitískt.
* ESB var varla kosningamál einu sinni fyrir síðustu kosningar, almenn sátt virðist ríkja um þjóðaratkvæðagreiðslur og fullt af fólki fylgjandi aðildarumsókn kusu ríkisstjórnarflokkana. Þetta er bara staðreynd kallinn minn þó svo að þú getur auðvitað reynt að snúa út úr að villd.
Ég held að þér sé ekki sjálfrátt í að verja vonlausan ólýðræðislegan málstað og að draga umsóknina til baka.
Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 13:09
Jón Steinar,
kemur þessi "óleysanlegi ágreiningur" fram í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ? Geturðu bent á og útskýrt nánar. Takk.
Ég er viss um að Stefán Haukur Jóhannesson sé til í að starfa áfram í forsvari fyrir íslensku samninganefndina. Við eigum marga aðra duglega samningamenn og konur. Gunnar Bragi getur setið rólegur á hliðarlínunni.
Einar Karl, 11.3.2014 kl. 13:12
Einar Karl.
Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra síðustu ríkisstjírnar, Jón Bjarnason, er búinn að segja frá því í skrifum sínum að hann setti fram samningsmarkmið um sjávarútvegsstefnuna sem við vildum fá fram. ESB neitaði að opna kaflann nema við samþykktum fyrirfram að gefa eftir og samþykkja að við undirgengjust fyrirfram fiskveiðistefnu ESB og yfirvald þeirra í þeim efnum og aðgengi allra ríkja.
Það er eins og búið er að segja ykkur að „pakkinn” er búinn að liggja fyrir síðan 2006 fyrir ykkur að kíkja í og er á heimasíðu ESB. Þeir leyfa einungis einhverra mánaða, eða einhverra fárra ára aðlögun og svo gildir laga- og regluverki ESB óskipt.
VAKNIÐ UPP AF ÞESSUM SVIKADRAUMI !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2014 kl. 23:06
Predikari,
ég myndi vilja fá orð Jóns Bjarnasonar staðfest frá hlutlausari aðila, t.d. Stefáni Hauki Jóhannessyni forsvarsmanni íslensku samninganefndarinnar.
Ég furða mig raunar á því að að akkúrat þessum málum sem þú minnist á sé ekki gerð góð skil í skýrslunni sem unnin var fyrir Alþingi og átti að leggja mat á "stöðu viðræðna".
Ég er ekki í stöðu til að rengja Jón Bjarnason, mér finnst bara skrýtið að hann komi með þessar upplýsingar núna, en ekki fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki traustvekjandi.
Einar Karl, 12.3.2014 kl. 09:45
Hann hefur sennilega verið bundinn trúnaði við flokk sinn á meðan ríkisstjórnin sat enn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.3.2014 kl. 13:23
Ertu búinn að lesa greinagerð Alþingis frá 2009 um aðildarumsóknina. Þetta eru einungis 60 bls. svo þú gætir snarað því af á rúmum 2 klst.
Eggert Guðmundsson, 17.3.2014 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.