16.3.2014 | 11:28
Íslensk orðræða
Hverskonar drög að geðbilunarruglandi er það sem hrjáir þetta ESB fársjúka kratastóð, sem þessa dagana safnast saman á Austurvelli til að opinbera andlega fátækt sína, ofstæki og illkvittni? Þetta einkennilega fólk minnir einna helst á holdsveikisjúklinga fortíðarinnar, sem sagðir voru gjarnir á að ota fram kaunum sínum að vegfarendum á fjölförnum stöðum.
Svo mælti tæplega sextug íslensk húsmóðir, Anna Valvesdóttir, í kommenti við frétt DV af mótmælafundi á Austurvelli og ræðu Evu Maríu Jónsdóttur. Anna er sjálfsagt vænsta kona, en ekki er beint hægt að segja að hún reyni að skilja sjónarmið þeirra sem eru ósammála henni, þótt í þeim hópi séu eflaust ættingjar og vinir og samferðafólk.
Anna fékk fimm læk fyrir kommentið.
Er þetta leið til að tala saman?
- - - o - o o o - o - - -
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Evrópumál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.