Múslimar og trúleysingjar útsendarar Satans?

Því hefur verið haldið fram að Satan hafi búið til íslam og Kóraninn. Því hefur líka verið haldið fram að sá gjörningur verði til þess að villa trúleysingjum sýn á hinum eina sannleika.

Þetta komment kom frá frelsuðum kristnum bloggara í fjörugri umræðu við seinasta pistil: Eygló sýnir fordómum Sveinbjargar umburðarlyndi.

Þetta vekur upp forvitnilegar spurningar. Trúa kristnir á tilvist Satans?  Byggist andstaða við múslima og fyrirhugaða mosku þeirra á trúarlegum forsendum, að þeirra trú sé villutrú?

Í þessu samhengi vekur athygli að Sveinbjörg Birna nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokksins situr í stjórn kristilegs trúfélags. En það kemur fram í greinargóðri samantekt í DV í dag, að Sveinbjörg er gjaldkeri sóknarnefndar Háteigssóknar, einnar af fjölmörgum sóknum Þjóðkirkjunnar.

Trúfélag Sveinbjargar nýtur margs konar forréttinda umfram önnur trúfélög.

Er það ekki sérstakt að stjórnarmaður í trúfélagi beiti sér í pólitík gegn öðru trúfélagi? 

Vill Framsóknarflokkurinn að hér á landi sé jafnræði á milli trúfélaga?

Eða ættum við að taka umræðuna skrefi lengra og koma á jafnræði trúfélaga og annarra félaga? Með núverandi fyrirkomulagi er ríkið að moka undir alla sértrúarsöfnuði, sama hvaða rugl og fordóma þeir boða. Þetta er gert til að reyna aðeins að "jafna" stöðu þeirra gagnvart ríkistrúfélaginu, sem fær 4-5 milljarða úr ríkissjóði á ári hverju.

Engir stjórnmálaflokkar nema þá Píratar hafa viljað hreyfa við slíkum hugmyndum, að afnema sérréttindi trúfélaga og sjálfvirka ríkisstyrki til þeirra. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í þessum pistli afhjúpar þú hversu mikill öfgamaður og rugludallur þú ert...

Jóhann Elíasson, 13.6.2014 kl. 10:55

2 Smámynd: Valur Arnarson

Óskapar þvæla og rugl er í þér Einar Karl. Hver er "frelsaður kristinn bloggari"?

Ég hló upphátt þegar ég las þetta :) Þér að segja, Einar, þá hef ég ekki verið virkur í kirkjustarfi í yfir ár og sé ekki fram á að snúa aftur þangað. Miðað við framkomu mína hér á blogginu þá er nokkuð ljóst að ég er ekki frelsaður.

Ég mun hins vegar berjast gegn hvers konar óréttlæti og mismunun sem kristin trúfélög munu þurfa að þola hér vegna pólitískt rétthugsandi trúðum eins og þér.

Ef Satan er til þá hagið þið ykkur nákvæmlega í samræmi við hans óskir. Ef þú heldur að kristin trúfélög njóti sérréttinda í dag þá hefur þú algjörlega rangt fyrir þér ef undanskilin er þjóðkirkju-óskapnaðurinn.

Í þessu samhengi er rétt að nefna það að kristin trúfélög fá ekki styrk frá Reykjavíkurborg vegna þess að þar er Siðmennt með völdin. Siðmennt ræður ríkjum í mannréttindaráði og borgarráði. Það félag vill veg múslima og trúleysingja sem mestan en vilja nýðast á frjálsum kristnum trúfélögum eins og sást best þegar Íslensku Kristskirkjunni var neitað um styrk.

Framsóknarflokkurinn vill að hér sé jafnræði milli trúfélaga í þeim skilningi að engin af þeim fái styrk frá borginni eða ókeypis lóðaúthlutun.

Samfylkingin, Vinstri Grænir og Björt Framtíð vilja hins vegar að Siðmennt og trúfélög sem eru ekki kristin njóti forréttinda. Það eru þeir seim vilja mismunun.

Hlægilegt að sjá vinstra liðið væla og skæla yfir þessu mosku máli eins og það séu sjálfsögð mannréttindi að múslimar fái að byggja sér mosku.

Hvað með trúfélagið Vegin? Sem er búin að vera á lofti í iðnaðarhúsnæði í áratugi. Hver eru þeirra mannréttindi?

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 11:03

3 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Þeir sem óskapast yfir ummælum Sveinbjargar um moskur og múslima en minnast ekki einu orði á ummæli frambjóðanda Samfylkingar um Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjuna eru Hræsnarar. Þú virðist vera í þeim hópi.

Hvað sagði Kristín Soffía? Að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan væri "skítasöfnuður" sem mætti "fokka sér" og að það væri ömurlegt að þeim skyldi vera úthlutað lóð. Þú minnist ekki einu orði á þetta enda ertu ekkert nema pólitískt rétthugsandi trúður.

Hvernig meðhöndlun heldur þú að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan fái í mannréttindaráði og borgarráði þegar svona fulltrúar ráða þar ríkjum?

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 11:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Eg hef nokkrum sinnum séð álíka haldið fram.

Þetta hafa menn af einhverjum haturssíðum á netinu sem þeir virðast lesa reglulega og fara smám saman að bókstaftrúa.

Alveg ótrúlegt, ótrúlegt, að framsóknarflokkurinn skyldi fara að gæla við þessa rugludalla til að fá nokkur atkvæði - og þó.

Kannski er það ekkert svo ótrúlegt. Því maður tekur vissulega eftir að talsvert virðist vera um rugludalla af stórri stærðargráðu meðal framsóknarmanna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2014 kl. 11:34

5 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta moskumál gaf þér tækifæri til að nýðast á Framsóknarmönnum, gaf þér tækifæri til að gefa fordómum þínum í þeirra garð farveg.

Þú ert einn af Hræsnurunum sem þegja svo yfir því sem Kristín Soffía, fulltrúi Samfylkingarinnar sagði um Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjuna.

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 11:50

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enginn níðst á framsóknarmönnum - nema þeir sjálfir.

Framsóknarmenn verða að geta tekið gagnrýni eins og aðrir.

Varðandi hinn flotta pólitíkus Kristínu Soffíu, þá var hennar komment þarna um árið mjög kúl.

Það að setja fram slíka auglýsingu eða upplegg ákveðins safnaðar var kjánalegt og hún Krisín sagði réttilega að slíkir gætu barasta fokkað sér.

Ég sammála kommenti hennar í meginatriðum. Slíkir söfnuðir, framsóknarmenn sem aðrir, geta barasta fokkað sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2014 kl. 11:58

7 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar Bjarki Kristjánsson

Athugasemd þín frá  13.6.2014 kl. 11:58, sýnir að þú ert:

Pólitískt rétthugsandi trúður og Hræsnari!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 12:11

8 identicon

Það er afar forvitnilegt að athugasemd Jóhanns Elíassonar hér að ofan því ég get ekki með nokkru móti séð hvernig skrif Einars karls séu öfgafull, hann er einfaldlega að skrifa málefnalegan pistill og án nokkra öfga og allt satt og rétt.´

Hér kemur bara enn eitt dæmið um hvernig Jóhann hjólar í manninn en ekki málefnið....sorglegt.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 12:12

9 Smámynd: Einar Karl

Valur:

biðst afsökunar ef þér finnst tlvísunin ("frelsaður kristinn bloggari") óviðeigandi. Ég meinti hana ekki í niðrandi merkingu, heldur var ég að benda á að maður sem hefur amast útí tiltekin trúarbrögð og trúarkenningar virðist taka aðrar trúarkenningar mjög alvarlega.

Það voru þessi ummæli þín sem fengu mig til að halda að hún ætti við:

Það er ekkert í Biblíunni sem bendir til þess að fólk verði gott í sjálfu sér við það að frelsast til trúar. Það er aðeins Jesús sem gerir það að verkum að aðeins það góða starfi innra með okkur. Ég held að það séu fáir ef nokkrir kristnir sem ná því að vera góðir í öllum kringumstæðum. En Jesús gefur okkur ástæðu til þess. Inngangan í himnaríki er hins vegar ekki háð okkar góðu verkum, heldur aðeins trúnni á hann.

Jesús er vegurinn! Það er sannleikurinn! Snúið yður að honum, játið syndir yðar, iðrist og öðlist fyrirgefningu!

Þú getur haldið áfram að predika lýgina og þjónusta höfund lýginnar ef það veldur þér hamingju og lífsfyllingu. En einhvernvegin grunar mig að svo sé ekki. Þú ættir í leiðinni að huga að þeim sem eru þér kærir og þér þykir vænt um.

Segðu mér Einar Karl, hvaða huggunarorð ætlar þú að gefa þeim áður en þú sendir þá í dóminn? Þar sem engisprettur Abbadons rífa þá á hol áður en Djöfullinn brennir þá í eilífðareldinum? Þar verður grátur og gnístan tanna.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 12:18

10 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Tilvísunin er auðvita ekki niðrandi, hún er bara röng.

Hugmyndafræði íslam og harðlínu trúleysinga er bara hreinlega heimskuleg. Mér finnst hins vegar hugmyndafræði kristninnar ganga best upp.

Ég gæti rökstutt það í löngu máli en þá værum við komnir útfyrir efnið.

Þú átt hins vegar eftir að svara athugasemd minni frá  13.6.2014 kl. 11:00, ef þú ert maður til þess!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 12:22

11 Smámynd: Einar Karl

Framsóknarflokkurinn vill að hér sé jafnræði milli trúfélaga í þeim skilningi að engin af þeim fái styrk frá borginni eða ókeypis lóðaúthlutun.

Nei. Þetta var ekki það sem oddvitinn sagði, heldur talaði hún fyrst og fremst um mosku múslima, bætti svo reyndar við rétttrúnaðarkirkjunni, og sagði að slík félög ættu ekki að fá úthlutað lóðum á meðan hér væri Þjóðkirkja. Þau orð voru aldrei dregin tilbaka eða leiðrétt.

Samfylkingin, Vinstri Grænir og Björt Framtíð vilja hins vegar að Siðmennt og trúfélög sem eru ekki kristin njóti forréttinda. Það eru þeir seim vilja mismunun.

Þetta er bara bull í þér. Þú verður í öllu falli að útskýra hvað þú átt við, því ekki kannast ég við þetta.

Hvað með trúfélagið Vegin? Sem er búin að vera á lofti í iðnaðarhúsnæði í áratugi. Hver eru þeirra mannréttindi?

Hefur félagið sótt um lóð til að byggja sér húsnæði? Hvað eru margir í þessu trúfélagi?

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 12:53

12 Smámynd: Einar Karl

Ég hef margoft tjáð mig um orð Kristínar Soffíu. Mér fannst þau mjög skiljanleg og á margan hátt viðeigandi andsvar við þeim boðskap rétttrúnaðarkirkjunnar sem fram kom í blaðaauglýsingunni sem beint var gegn samkynhneigðum, á hátíðisdegi þeirra.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 12:56

13 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Þú ert einstaklega óheiðarlegur og ómerkilegur, klippir út það sem þér henntar og lætur svo eins og útskýringar mínar hafi ekki komið fram. Reyndu bara að svara því sem fyrir þig er lagt auminginn þinn!

Sveinbjörg sagði að það skýrt að lóðaúthlutanir til trúfélaga, sama hvaða nafni þau nefnast, ættu ekki rétt á sér!

Mannréttindaráð og borgarráð undir forystu Samfylkingar, Vinstri Grænna og Besta Flokksins hafa unnið markvisst gegn frjálsum kristnum söfnuðum. Það sást best þegar Íslensku Kristskirkjunni var hafnað þegar hún sótti um styrk!

Það eru mun feiri meðlimir í trúfélaginu Veginum (685) en Félagi Múslima (371)!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 13:22

14 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Getur þú sannað að það hafi verið Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan sem trúfélag sem lét birta umtala auglýsingu  á hátíðardegi samkynhneigðra en ekki bara einhver innan safnaðarins?

Burtséð frá því. Hvað var það í auglýsingu þeirra sem kallaði á þetta "viðeigandi andsvar" frá Kristínu Soffíu?

Reyndu svo að svara á heiðarlegan hátt og ekki vera með þessa úrklippu útúrsnúninga. Reyndu einu sinni að standa fyrir máli þínu eins og maður!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 13:26

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Boðorðin 10 voru ekki skráð af öfga-trúarbragða-foringjum/flokkum.

Manneskjur á jörðinni geta aldrei tekið sér vald almættisins algóða, né sett sjálfa sig í valdasæti þess alvitra almættiskrafts.

Það er ekki rafmagnsvirkjunarorkan sem er valdamesta og mikilvægasta orkan.

Það þarf að stjórna samfélögum, án aðkomu hatursfullra, hefnigjarnra, gráðugra og sundrandi trúarbragða/trúleysis-embætta. Höfuðfrímúrara-Páfinn í Róm ræður of miklu í heiminum, án þess að beita sínu ofurvaldi af heilindum, til að koma á friði.

Hvað fær heimssamfélagið til að dásama djöfladýrkandi og rænandi páfaveldið í Róm?

Það er mér alveg óskiljanlegt, eins og svo margt annað í heiminum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.6.2014 kl. 13:27

16 identicon

En Guddi skapaði Satan samkvæmt dogma.. vitandi það að satan gerði óskunda.. og því er Guddi algerlega sekur og ábyrgur fyrir öllu, rite

:)

Vondani fer fólk að þroskast út úr þessu trúarrugli öllu saman

DoctorE (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 13:53

17 Smámynd: Einar Karl

Valur segir:

Sveinbjörg sagði að það skýrt að lóðaúthlutanir til trúfélaga, sama hvaða nafni þau nefnast, ættu ekki rétt á sér!

Ha? Hvenær sagði hún það? Var það EFTIR að hún sagði skýrt og greinilega að ekki ætti að úthluta lóð til múslima og rétttrúnaðarkirkjunnar á meðan við höfum hér Þjóðkirkju?

Endilega vísaðu mér á þessi meintu orð hennar OG hvar hún dró fyrri orð sín tilbaka, ég hef þá misst af því.

Ég veit ekki til hvaða styrkumsóknar Íslensku Kristskirkjunnar þú ert að vísa. Ég hef sjálfur unnið og sent styrkumsóknir til Reykjavíkur fyrir félagsstarf sem oftar en einu sinni hefur verið hafnað. Ég ásaka samt ekki borgina fyrir mannréttindabrot í tengslum við slíka höfnun á styrkumsókn.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 13:54

18 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Hún kom þessum sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri í kosningaþætti á RÚV. Það hefur hins vegar engin haft áhuga á því að hafa þetta eftir henni á prenti enda flestir fjölmiðlar hér litaðir af elsku sinni á Samfylkingunni og hatri sínu á Framsóknarflokknum! Þú ert litaður sömu litum Einar Karl!

Trúleysingja ættu einmitt að fagna slíkum sjónarmiðum þar sem lóðaúthlutanir og styrkir til trúfélaga eru náttúrulega ekki sanngjarnir hvað þá snertir. En þá á auðvitað það sama yfir alla að ganga, líka lífsskoðunarfélög.

"Þetta gildir um allar lóðir sem úthlutaðar hafa verið og eru ekki komnar í byggingu" - Sveinbjörg Birna í þætti á RÚV um Sveitastjórnarkosningarnar 2014

http://ruv.is/sarpurinn/sveitarstjornarkosningar-2014-leidtogaumraedur/30052014

Hættu svo að leika sakleysing sem ekkert þykist vita Einar Karl Friðriksson!

Getur þú komið með dæmu um það þegar þú hefur sótt um styrk til Reykjavíkurborgar og honum hefur verið hafnað. Á hvaða forsendum var honum hafnað? Var honum hafnað vegna þinnar lífsskoðunnar?

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 14:13

19 Smámynd: Valur Arnarson

Þú átt eftir að svara athugasemd minni frá 13.6.2014 kl. 13:26, ég skora á þig að gera það án þess að klippa út það sem henntar þér ekki!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 14:17

20 Smámynd: Einar Karl

Valur, þér er frjálst að tjá þig hér en þú ert ekki fundarstjóri.

Í þessum sama umræðuþætti sem þú vitnar til var Sveinbjörg spurð um ummæli sín um mosku og múslima og hún sagðist í tvígang ekki vilja ræða það! Hvernig átti að túlka það?!

Ef Framsóknarflokkurinn vill breyta lögum um skyldur sveitarfélaga til að úthluta trúfélögum lóðir þá ætti flokkurinn endilega að leggja fram frumvarp um það á Alþingi.

Samtímis mæti afnema greiðslu á félagsgjöldum trúfélaga (sóknargjöldum) beint úr ríkissjóði.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 14:37

21 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Er ég ekki fundastjóri? Þetta er að verða einn alsherjar brandari, er umræðan orðin óþægileg fyrir þig herra fundastjóri? Er þá ekki best að þú slítir fundinum og farir grenjandi heim?

Eins og ég benti þér á margsinnis í síðasta bloggþræði að þá hefur Sveinbjörg Birna og aðrir fullan rétt á því að hafa sína skoðun á múslimum og íslam án þess að fá fordóma- eða rasista stimpilinn frá þér og þínu pólitískt rétthugsandi liði!

Þú gast ekki svarað því heldur gerðir þig hlægilegan með því að þekkja ekki munin á orðunum LÖG og LÖGMÁL!

Ef þú vilt hafa áhrif innan Framsóknarflokksins, þá er fyrsta skrefið að skrá sig í hann. Það er örugglega fullt af fólki þar sem vill taka undir sjónarmið þín með sóknargjöldin. Þú ættir kannski að byrja á félögum þínum í Siðmennt sem njóta einmitt góðs núna af þessum sóknargjöldum.

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 14:48

22 Smámynd: Einar Karl

Kristilegu kærleiksblómin blómstra hér sem aldrei fyrr!

Þarf að kára ýmislegt í vinnu, frekari svör verða að bíða! Njótið helgarinnar.

Einar Karl, 13.6.2014 kl. 15:04

23 Smámynd: Valur Arnarson

Einar Karl

Ég tilheyri ekki neinum kristnum söfnuði núna og því getur þú ekki notað ykkar ógeðfellda bragð sem þið notið alltaf gegn trúuðu fólki þegar það ætlar að rísa upp gegn lygum ykkar - sko sjáið þið hann er kristinn!

Ég held að það sé tími til kominn að þú viðurkennir að þessi herferð þín er vegna elsku þinnar á Samfylkingunni og vegna haturs þíns á frjálsum kristnum söfnuðum og Framsóknarflokknum. Þessi herferð þín er hins vegar á sandi byggð og heldur ekki vatni gagnvart neinum rökum, enda hefur þú farið undan í flæmingi í öllu þessu máli!

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 15:17

24 Smámynd: Valur Arnarson

Sjálfur er ég á leiðinni í sumarbústað, verð þar í viku svo að ég býst ekki við því að verða til taks að svara fleiri lygum hér frá herra fundastjóra (Einari Karli). Hann getur því diktað þessa umræðu á þann hátt sem honum fer best, með rangfærslum og bulli.

Valur Arnarson, 13.6.2014 kl. 15:20

25 identicon

Nú er Valur Arnarson,  sá sóðakjaftur, að gotta sér uppá að tilheyra ekki lengur kristnum söfnuði.

Er þér sjálfrátt, maður?

Jóhann (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 20:52

26 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

DoctorE. Trúir þú að einhver einn Guddi hafi skapað gott og vont í heiminum?

Ekki trúi ég því bókstafstrúarbragða-Gudda-ævintýri heims-hagfræðinganna. En ég trúi að boðorðin 10 séu djúpvisku-vegvísir siðmenntaðs samfélags. Heimsspekingar fyrri tíma hljóta að viðurkenna það.

Ég trúi að það sé til góð og slæm orkuáhrif í alheimsheimskerfinu, sem hefur áhrif á mannanna verk. Hugur manna er skapandi orka, sem hefur meiri mátt en fólki hefur verið sagt frá og kennt að nota til góðs. Náungakærleikshugsanir og náungahaturs/hefndar/öfundar-hugsanir hvers og eins skapa það sem fær að vera til og ráða. (Stríðið milli góðs og ills er í hugarfarslegu vald hvers og eins).

Enginn er trúlaus. Sumir trúa ekki þessu eða hinu, og eru þeir því eðlilega ekki trúlausir. Það er í raun enginn trúlaus. Það eru bókstafstrúarbrögðin sem eru hættuleg og lærð blekkingartrúarbrögð. Enginn skepna sem er borin frjáls í þetta jarðlíf, er skyldug til að trúa bókstafstrúarbrögðum. Frelsi er meðfæddur réttur frjálst borinna á jörðinni. Það frelsi hefur enginn leyfi til að taka frá neinum.

Því miður er frjálst borinna réttur ekki virtur af valdasjúkum bókstafstrúarbrögðum. Afleiðingarnar eru endalaus stríð, heilaþvottur og hörmuleg frelsisbrot, sem eru framkvæmd af valdamafíu heimsins.

Listafólkið er tengdara góðu orkunni heldur en hagfræðifólkið. Hægra og vinstra heilahvelið hefur mjög ólík hlutverk, sem almennt hefur ekki verið sagt frá né kennt um.

Menntamálayfirvöld hafa mikil svik og blekkingar á samviskunni.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.6.2014 kl. 21:00

27 identicon

Múslimar trúa á satan í meira mæli en kristnir og fengu þann átrúnað frá sama stað eða frá Persíu Zoroasters, gyðingar hafa aldrei almennilega tekið upp átrúnað á satan í kristilega/islamska skilningnum, (hann er einungis minniháttar táknræn fígúra í þeirra átrúnaði, með afartakmarkað vald og heldur ekki alillur) þó þeir hafi tekið þaðan önnur tvíhyggju element sem áður voru ekki þar til staðar. Þessi Persnesku element bárust til Evrópu fyrir daga Kristindóms gegnum Rómverska hermenn sem fluttu þangað sértrúar/leynireglur sem tilbáðu Mithras, og múslimar fengu þau síðan í gegnum Kristindóm. Þaðan kemur bæði hugmyndin um satan og eilíft helvíti, en hvorug þessara hugmynda er ættuð frá Ísrael til forna. Þessi hugmynd varð sterkari í Islam en nokkru öðru trúarbragði, og á meðan hún hefur veikst í kristni er hún að eflast enn frekar í Islam. Svo það er dálítið skrýtið að gagnrýna andstöðu við Moskuna (sem er samt fáránlegur málstaður) vegna þess að andstæðingarnir trúi á satan. Enginn trúir meir eða sterkar á Satan í dag en múslimar, og Satan og Helvíti og allt þetta "illa" voru frá upphafi sterkari partur af Islam en Kristindómi sem skilur þessar hugmyndir ennþá svart/hvítari skilningi en kristnir. Hvort Sveinbjörg trúi á Satan, það skiptir engu máli. Ekki frekar heldur en hvort Salmann Tamini trúi á helvíti. Það kemur málinu einfaldlega ekkert við og er ekki mjög málefnalegt að minnast á.

Natan (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 22:24

28 identicon

Og hvaða máli skiptir það þó hún sé í kirkju? Ef mér líkar einhver stjórnmálaflokkur illa, þá ég þá ekki sem flokksbundinn vinstrimaður gagnrýna hann eða að ríkið styrki hann á einhvern hátt, ef mér líkar hann ekki eða trúi að hann sé andfélagslegt afl? Jú, að sjálfsögðu rýrir það varla rétt minn að gagnrýna stjórnmál að ég sjálfur sé ekki "apolitical" maður, eða svona stjórnmálalegur "atheist" sem hef enga trú á neinum flokk og mæti aldrei að kjósa. Mér finnst þessi moskuumræða fáránleg og styð múslima 100% í að byggja sína mosku. En ég trúi því ekki að ómálefnaleg umræða styðji þeirra málstað. Það er til alls konar trúað fólk og við verðum bara að umbera það. Við getum heldur ekki valið úr einhverjar ákveðnar trúarskoðanir eins og "satan" og ákveðið að þær varpi meiri rýrð á þetta fólk en ef það trúir á skoðanir sem okkur hugnast betur eins og náungakærleika eða fyrirgefningu. Veljum við að fara þá leið lendum við flest í miklum vandræðum með múslimana, sem er einmitt gildran sem Sveinbjörg og félagar hafa lent í. Því alvöru umburðarlyndi kostar mann ævinlega eitthvað, en er aldrei þægilegt og notalegt. Ef það er allt í annarra fari og skoðunum þægilegt og notalegt, og að því er okkur virðist rökrétt og jákvætt, þá þarf ekkert umburðarlyndi til og umburðarlyndi getur aldrei vaxið eða eflst í fari manni í slíku umhverfi.

Natan (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 22:42

29 identicon

Ég legg til að múslimum verði bannað að reisa hér moskur. Og legg líka til að kristnum verði bannað að reisa kirkjur. Við höfum ekkert við það að gera að reisa hús til þess að árétta og tilbiðja hreinar lygasögur aftan úr fornöld. Að þetta skuli yfirleitt vera til umræðu sýnir í besta falli fáfræðina.

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 02:25

30 Smámynd: Mofi

http://www.youtube.com/watch?v=8E1u9lQeAsY

Mofi, 15.6.2014 kl. 11:54

31 identicon

Mofi póstar videoi með Sam Harris sem er trúleysingi.. Sam Harris hefur margt að segja um það sem Mofi trúir á.. Mofi hlustar ekki, en hann hlustar þegar Sam talar um helsta "keppinaut" kristnir og tekur það alveg beint í æð.

Gott dæmi um hversu miklir hræsnarar trúaðir eru, hræsni er miðpunkturinn í lífi trúaðra

DoctorE (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 13:58

32 identicon

Sæll.

Veit Einar um trúarrit þar sem fylgjendum er beinlínis sagt að beita ofbeldi gegn þeim sem gerast fráhverfir trúarbrögðunum eða aðhyllast þau ekki? Það má þó sjá í súru 4:89, 9:123 og 8:39 svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi vers skýra vel afstöðu múslima gagnvart gyðingum og Vesturlöndum. Í súru 5:51 er múslimum meinað að vingast við gyðinga og kristna. Í súru 4:89 er múslimum sagt að berjast við og drepa þá sem gerast fráhverfir íslam, þ.e. gerast trúleysingjar eða taki aðra trú. Í hadith lesum við um að Múhameð segi það sama (Bukhari 9:83:17). Hver er skoðun Einars á þessu? Treystir hann sér til að fordæma þetta? Er það kannski rasismi að biðja hann og fleiri að taka afstöðu til þessa? Veit Einar um einhverja sem hafa verið drepnir vegna þess að þeir gengu af trúnni, þ.e. afneituðu íslam og gerðust annarrar trúar? Veit Einar um einhverja sem þurfa að lifa í stöðugum ótta um líf sitt því þeir gerðust fráhverfir íslam? Þekkir Einar einhver dæmi þess að menn hafi verið drepnir fyrir að ganga úr íslensku þjóðkirkjunni?

Múhameð sjálfur bað fylgismenn sína um að drepa nokkra einstaklinga sem voru gagnrýnir á íslam og Múhameð í ljóðum sínum (t.d Ka´b bin Ashraf og Asama Bint Marwan). Þessir einstaklingar voru ljóðskáld og Asama var kona. Annars þarf maður ekki að líta lengi í kringum sig til að sjá að það getur verið stórhættulegt að gagnrýna íslam. Einar getur prófað að spyrja kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Æ nei, það er ekki hægt því hann var drepinn fyrir að gera kvikmynd um stöðu kvenna innan íslam. Kannski hann geti þá talað við rithöfundinn Salman Rushdie?

Hvað finnst Einari um stöðu kvenna innan íslam?

Í súru 4:3 er gefið grænt ljós á fjölkvæni (allt að 4 konur). Í hadith má líka sjá að Múhameð sló konu sína og lét sér fátt um finnast þegar aðrir beittu konur sínar ofbeldi. Múhameð sjálfur samrekkjaði 9 ára barni (t.d. Bukhari 5:234). Í súru 65:4 gerir kóraninn beinlínis ráð fyrir því hægt sé að skilja við stúlkubarn (stúlku sem ekki er farinn að hafa á klæðum). Þetta er ein ástæða þess að giftingar barna eru útbreiddar í hinum íslamska heimi (þær voru það í Arabíu á tímum Múhameðs en í stað þess að spyrna við fæti og stöðva þær viðhélt Múhameð þeim og gaf þeim trúarlega réttlætingu). Hver er afstaða Andra gagnvart fjölkvæni og barnagiftingum? Þeir sem reyna að benda á kristin lönd í þessu samhengi misskilja algerlega málið - ekki eru slíkar giftingar réttlættar eða leyfðar í biblíunni öfugt við kóraninn.

Í súru 2:282 kemur fram að vitnisburður tveggja kvenna er jafngildur vitnisburði eins karlmanns. Í súru 4:176 má sjá að systur geti bara erft helming á við bræður sína úr búi foreldra. Í súru 2:229 má sjá að bara karlar geta farið fram á skilnað - ekki konur. Í súru 33:59 er konum sagt að hylja sig þegar þær fara úr húsi. Í hadith (Abu Dawud 11: 2142) segir Múhameð að ekki beri að spyrja karlmenn hvers vegna þeir berji konur sínar. Í hadith segir Aisha (uppáhaldskona Múhameðs) sem svo að hún hafi ekki séð vantrúaðar konur þjást eins mikið og trúaðar (múslimskar) konur (Bukhari 7:77:5825). Telur Einar þetta vera til fyrirmyndar?

Hver er skoðun Einars á samkynhneigð? Á að lífláta samkynhneigða vegna kynhneigðar sinnar?

Hér er texti úr bók um íslömsk fræði frá menntamálaráðuneyti S-Arabíu frá skólaárinu 2007-2008 (í þýðingu google translate):

"Samkynhneigð er ein af mest ógeðslegur syndir og mesta glæpi .... Það er viðurstyggilega svívirðing sem gengur gegn hljóð náttúrunnar, og er eitt af mest siðspilltur og hideous syndir .... Hegning samkynhneigð er dauði. Bæði kyrrstæð þátttakendur eru að vera drepinn hvort sem þeir hafa áður haft samfarir í samhengi löglegt hjónaband .... sumir af félögum spámannsins fram að [gerandinn] er að verða brennd í eldi. Það hefur einnig verið sagt að hann ætti að vera grýttur eða kastað frá háum stað."

Samtök samkynhneigðra í Íran áætla að um 4000 manns hafi verið líflátin fyrir samkynhneigð í Íran frá byltingunni þar. Árið 2009 var samkynhneigð og samkynhneigð hegðun bönnuð í um 36 íslömskum ríkjum og við broti á þessu banni lá allt frá sekt upp í dauðadóm (10 þessara ríkja). Treystir Einar sér til að fordæma þetta viðhorf? Er það kannski rasismi að benda á þetta?


Vandinn er ekki múslimar heldur íslam, ég geri mikinn greinarmun þar á. Múslimar eiga skilið vorkunn og samúð enda eru þeir fórnarlamb íslam. Upplýsa þarf fólk um íslam. Vinstri menn verða einfaldlega að una því að á hið augljósa sé bent.

Helgi (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 07:20

33 identicon

Trúarbrögð Abrahams eru viðbjóður, biblían og kóran innihalda algera steypu sem þolir ekki dagsljós nútímans; Okkar frelsi byggist á því hversu langt við erum komin frá þessu trúarrugli.

Mér finnst alveg stórfurðulegt að fólk trúi ruglinu í þessum bókum.. get skilið óupplýsta fornmenn en fólk í dag hefur enga afsökun.. nema kannski þeir sem er heilaþvegnir frá barnsæsku, útbrunnir fíklar og svo einhverjir treggáfaðir.

Ég vill samt ekki banna þetta, mannkynið mun þroskast upp úr þessu með tíð og tíma.. ekki Mofi samt, hann er að deyja úr sjálfselsku, þess vegna segist hann trúa :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 11:42

34 identicon

Sorglegt að sjá síðuhaldara pakkað svona snyrtilega saman.  Vonandi hefur hann notað helgina vel til að sleikja sárin.

Annars eru þessir rétthugsunartrúðar hlægilegir (það er kannski meiningin). 

Hér eru tekin drottningarviðtöl við menn sem taka ekki í hönd á konu vegna trúar sinnar og það er tekið gott og gilt. 

Fjölmiðlamenn fara á skeljarnar með mönnum sem hafa sagt samkynhneigð leiða til barnsrána. 

Frambjóðendur og talsmenn íslenskra múslima sem telja sig mikla mannréttindapáfa telja rétt að handhöggva þjófa og lýsa yfir stuðningi við hræðileg morðingjagengi í Sýrlandi og hryðjuverkasamtök í Palestínu. 

Samt er það í augum trúðanna það versta sem nokkur getur gert að efast um að það sé sérstakt mannréttindamál að 370 manna hópur fái gefins lóð undir áhugamál sitt.

Vinstrihreyfingin er á algjörum villigötum og þekkir ekki sinn rétta óvin.

Hér er snilldarpistill um einmitt þetta.   https://www.youtube.com/watch?v=TA3OzSCdCUk

immalimm (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 12:02

35 identicon

Þessi gagnrýni á að taka ekki í hendina á einhverjum er óréttlát með öllu. Kurteisissiðir eru mismunandi og múslimum þykir einfaldlega ókurteisi að taka í hendina á fullorðinni konu, eins og þér finnst ókurteisi að klípa í rassinn á henni. Fólk hefur mismunandi landhelgi yfir líkama sínum, í samfélögum múslima er hún mjög stór og breið. Hún er líka mun stærri en hér á landi í flestum Asíulöndum, þar sem mörgum finnst mesti ósiður að taka í hendi fólks, og menn halda frekar fjarlægð og hneigja sig að sið búddhista og hindúa. Í þessum löndum er þetta líka oft spurning um heilbrigði, þú sýkist auðveldlega af alls konar sjúkdómum ef þú tekur í hendina á öllum á Indlandi, svo það þykir ekki bara ókurteisi að rétta fram hendina (þó þeir umberi furðulega siði þína sem Vestræns manns), heldur vanvirðing fyrir heilsu og velferð annarra. Það er smáborgararaháttur og heimska að blanda kurteisissiðum inn í alvarlega umræðu. Mismunandi kurteisissiðir skaða engan frekar en mismunandi matarvenjur. Mannréttindaumræða er allt annað mál og öll þöggun um mannréttindaumræðu í nafni pólítísks réttrúnaðar er viðurstyggð. En það eru sveitalubba vitleysingarnir sem taka andköf afþví kona vill sýna manni virðingu með því að taka ekki í hendi hans eða vill ekki þyggja svínakjötssamloku sem styrkja þá þöggun mikið meira en rétttrúnaðarvitleysingarnir.

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:18

36 identicon

Þetta er nú meira bullið í þér. 

Þessi maður tekur í höndina á karlmönnum ekki satt? 

Það er mjög til siðs í ýmsum múslimalöndum að karlmenn leiðist hönd í hönd svo þetta hefur ekkert með sjúkdómahræðslu að gera.

Þetta hefur allt að gera með að konur séu verur sem fá karla til að drýgja synd. 

Þetta er af sama meiði og búrkurnar og sterk birtingarmynd kvenfyrirlitningar og kvennakúgunar sem íslam er svo löðrandi í.

Þetta er með öllu óásættanlegt í vestrænum samfélögum og á ekki að líðast.

immalimm (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:31

37 identicon

Ég er algjörlega ósammála því að það sé óréttlætanlegt að taka ekki í hendi einhvers. Margar múslima konur sérstaklega upplifa það sem eitthvað óhreint og ógeðfellt ef einhver af öðru kyni tekur í hendi þeirra, einhvers konar vanvirðingu fyrir mannhelgi þeirra, sem það væri í heimalandi þeirra. Nú er það svo að manneskja á að ráða yfir landhelgi eigin líkama. Þér liði ekkert vel á ferðalagi um Afríku að kynnast ættbálki sem færi fram á að strjúka læri þín, afþví það þætti sjálfsögð og eðlileg kurteisi. En þrátt fyrir að svo væri að þetta væri dónaskapur, sem það er ekki, og þannnig hægt að afgreiða málið að þröngsýnna sveitalubba sið með að segja að Salmann væri dóni, þýðir það þá samt að það sé eðlilegt að taka þá umræðu inn í gagnrýni á ummæli hans um þjófa? Ef Jón væri dóni í huga einhvers sem biði aldrei góðan daginn, heldur segði bara "hæ" þegar hann mætti á skrifstofuna, ellegar þegði, og þetta færi fyrir brjóstið á einhverjum góðborgaranum, væri eðlilegt að koma þessu sérstaklega að þegar rætt væri um að Jón hefði sagt það í beinni útsendingu í útvarpinu að það væri besta mál að drepa múslima eða senda í þrælavinnubúðir fyrir eða að húðstrýkja konur og menn sem hafa selt sig fyrir peninga eða eiturlyf á Lækjartorgi? Eða taka upp aftökur í beinni útsendingu á eiturlyfjaneytendum? Nei, það held ég varla. Það myndi ekki "styrkja" augljósan málstað gegn löskuðum mannréttindaskilningi Jóns, heldur láta þann sem færi að blanda því inn í umræðuna að hann biði aldrei góðan daginn líta út fyrir að vera vangefinn, sem hann gæti sem best verið.

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:39

38 identicon

Þetta kemur umræðunni ekkert við en víða í Asíu, til dæmis Japan, sem er háþróað mannréttindaríki á margan hátt, leiðast hjón ekki á almannafæri eða sýna neina líkamlega snertingu, því snerting handa þykir þar kynferðislegt og ekki við hæfi að vera með "klám" á almanna færi. Í Afríku víða þykir aftur á móti besta mál að ganga um berbrjósta og það vekur engar kynferðislegar kenndir. Það er kynferðislega skírskotunin í hugum austræns fólks sem veldur því að því finnst óvirðing að taka í hendur aðila af öðru kyni. Hendur eru kannski mikilvægasta tækið í kynlífi og tákna mikla nánd sem ekki þykir við hæfi að sýna ókunnugum.

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:47

39 identicon

Ætli það sé ekki best að við sammælumst um að vera ósammála um þetta atriði.

Ég stend þó við fyrri fullyrðingu um að hér sé ekki um kurteisi að ræða heldur sé þetta ljót birtingarmynd kvennakúgunar íslams sem að fjölmenningarsirkusinn neitar að viðurkenna.

immalimm (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 14:48

40 identicon

Þetta er bara engan veginn rétt hjá þér væni/væna og ég ráðlegg þér eindregið að kynna þér fjölbreytni kurteisissiða mannkynsins. Þér líður sjálfri pínu óþægilega í vissum Suðurlöndum þar sem enginn veigrar sér við að slá á læri þín og hné, anda ofan í hálsmálið á þér og ókunnugir kyssa þig í bak og fyrir, ef þú ert neitt lík flestum Íslendingum. Og arabakonur og menn hafa sama rétt og þú á að aðrir virði landhelgi líkama þeirra. Það kemur trúarbrögðum lítið við, þó þau geti endurspeglað það með einhverju móti, þetta heitir menning, og þeir sem virða ekki menningu annarra kallast menningarsnauðir eða lágmenningarfólk, öðru nafni sveitalubbar. Þeir eru mikið hættulegra fólk, bæði sínu "eigin fólki" og kúguðu fólki af öðrum uppruna, því með heimskulegum ummælumm sínum styrkja þeir málstað þöggunarsinna rétttrúnaðarins og heimsku þeirra meira en nokkurn annan, og styrkja málstað þöggunarsinna í augum meðalgreinds almennnings. Heimska drepur. Ekki gleyma því.

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 16:26

41 identicon

Kannski þetta opni augu þín? -> http://www.youtube.com/watch?v=TkMP0il-VsQÍ sumum ættbálkum Afríku þykir eðlilegasta mál að karlmenn hjálpist að í bróðerni að mála tippið á hver öðrum, en tippamálun og önnur líkamsmálun er þar jafn eðlilegur hluti daglegs lífs og hjá okkur að klæða okkur, og maður sem er ekki málaður þykir ósæmilegur og ómálað typpi til marks um barbarisma, en ónauðsynlegt með öllu að hylja það og bara eitthvað undarlegt. Þýðir þetta að íslenskum karlmanni þætti sjálfsagt og eðlilegt að aðrir karlmenn handfjötluðu hann með þessum hætti? Varla? En ef það móðgaði nú þessa menn og þeim þætti þetta gróf móðgun að maðurinn tæki ekki góðu boði um vinsamlega aðstoð við tippamálun dagsins? Ætti hann þá bara að láta það ganga yfir sig. Það fer eftir því hvort þú aðhyllist fasisma eða einstaklingshyggju og mannréttindi. Hvort þú virðir meira norm samfélagsins eða frelsi einstaklingsins. Ef þú ert í fyrrnefnda hópnum ráðlegg ég þér eindregið að flytja frá Vesturlöndum, því þér myndi líða svo mikið betur og falla betur í kramið annars staðar. Hér neyðum við ekki snertingu upp á fólk og það þykir ekki boðlegt að kona neyði einhvern til að taka í hendina á sér, sama þó um sé að ræða mann sem er ekki merkilegri en svo að mæla mannréttindabrotum bót fyrir alþjóð (sem er málstaður sem þú ert að styrkja og normalisera með því að bera saman við eðlilegan mismun í kurteisissiðum) http://www.youtube.com/watch?v=TkMP0il-VsQ

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 16:36

42 identicon

Hraðspólaðu að 5:18 til að sjá tippamálunaraðstoð, sem er jafn sjálfsögð og eðlileg kurteisi hjá þessum ættbálki eins og þér finnst að taka í hendina á manni, og jafn mikill dónaskapur að neita því. En þýðir það að þú hafir einhverja heimtingu á yfirráðum yfir hendi fremur en kynfærum annars fólks? Ef þér finnst það, þá endilega fluttu eitthvert þar sem menn eru sammála þér að menn ráði ekki eigin limum og lífi. Hjarta Vesturlanda slær fyrir allt annan málstað. Og ekki styrkja óvini Vesturlanda, þá sem styðja mannréttindabrot og ófögnuð og að fara með valdi að yfirráðum annars manns yfir líkama sínum (svo sem með því að höggva af honum hendina) með því að rugla saman siðvenjum og kurteisi og mannréttindabrotum. Án heimskra sveitalubba geta óvinir okkar aldrei unnið sigur, og aðstoð. menntunarlausra og treggáfaðra heigla sem aðhyllast pólítískt korrekt skoðanir til að vera samþykktir af öðru fólki hafa engin áhrif. Það er þitt framlag, immalimm, og heimskuleg innlegg, og þinna líka, sem hafa úrslitavaldið. Ég ráðlegg að þið lærið að hugsa og hættið að trufla vinnandi fólk í að stýra þjóðfélaginu frá hættu án þess að stofna grunngildum vestrænnar menningu, sem eru sameign mannkyns og það allt á jafna heitmingu á, um einstaklingsfrelsi og mannhelgi í hættu um leið, sem myndi bara þýða að það væri ekkert lengur til að berjast fyrir.

Natan (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband