4.7.2014 | 07:51
Dauðastríð hvala þolir ekki dagsljósið
Sjávarútvegsráðherra og fiskistofustjóri vilja ekki opinbera niðurstöðu rannsókna á dauðatíma hvala sem veiddir eru, en þetta hefur verið rannsakað á yfirstandandi hvalavertíð. Ráherrann svaraði fyrirspurn um þetta á Alþingi. Hér er frétt um málið á visir.is.
Margir andstæðingar hvalveiða beita meðal annars þeirri röksemd fyrir afstöðu sinni að erfitt sé að taka af lífi hval á skjótan og mannúðlegan hátt. Leynd ráðherrans styrkir þeirra málsstað, því ef rannsóknirnar myndu sýna að hvalirnir væru aflífaðir hratt og vel myndi þeim upplýsingum varla verið haldið leyndum.
Stæði fólki á sama ef nautgripir væru drepnir þannig í sláturhúsum að það tæki frá nokkrum mínútum og upp í hálftíma* að drepast? Þetta er hvoru tveggja stór spendýr, með nokkuð álíka taugaþroska og tilfinningar.
Langreyður
Naut
*Þetta er ágiskun, þar sem tölum um raunverulegan dauðatíma er haldið leyndum.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:54 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein, en ég held flestum sé alveg sama hvað það tekur dýr langan tíman að drepast eða hvernig þau deyja. Annars myndi fólk ekki borða dýr eins og íslenska kjúklinga og íslensk svín, sem lifa kvalin alla æfi. Siðferðilega séð væri réttlætanlegra að borða dýr sem lifði góðu lífi en dó kvalafullum dauðdaga eins og hvalir, og vera þannig alla vega ekki að styðja pyntingaiðnað, heldur en að borða dýr sem var deyft og sofnaði inn í eilífðina en lifði kvalið og hefði alveg eins getað sleppt því að færast því það fór alveg á mis við lífið. Ef ekki væri fyrir það að hvalir eru í alvörunni í útrýmingarhættu það er að segja.
G (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 11:23
Að samfélag líði dýraníð kemur inn vanvirðingu fyrir líðan og tilfinningum annarra hjá börnum, deyfir og minkkar hæfileika þeirra fyrir samlíðan og stuðlar að grimmúðlegra þjóðfélagi þar sem miskunnarleysi er liðið svo lengi sem það stuðlar að eigin gróða.
G (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.