31.3.2009 | 20:51
193% gjaldskrárhækkun hjá Kreditkort hf. - á 8 mánuðum!
Var að fá í pósti greiðslukortayfirlit frá Kreditkort hf. Tók eftir því að liðurinn "skuldfærslugjald" var kominn upp í 396 kr. Eitthvað minnti mig að þessi tala hefði verið mun lægri fyrir ekki svo löngu síðan. Ég fletti í heimilisbókhaldinu og mikið rétt, þetta gjald hefur margfaldast á stuttum tíma.
Í júní 2008 var gjaldið 135 kr, en hækkaði um haustið í 180 kr, eða um 33%. Þetta 180 kr gjald entist fyrirtækinu hins vegar ekki lengi, því nú í mars er gjaldið hækkað í 396 kr, eða um 120%, til viðbótar við 33% hækkunina nokkrum mánuðum áður.
Samtals er hækkunin því frá júní '08 og þar til nú í mars 193%. Rétt tæp þreföldun, geri aðrir betur. Ég ætla að hafa samband við fyrirtækið í fyrramálið og leita skýringa og hvet aðra viðskiptavini til að gera hið sama.
Eigendur Kreditkort hf. eru bankar og sparisjóðir, fremstir á lista á heimasíðu félagsins eru ríkisbankarnir "Nýji Glitnir banki hf." [sic] og NBI hf.
Kannski ég ætti að beina spurningu minni líka til fjármálaráðherra?
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Kjaramál, Pepsi-deildin, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Athugasemdir
Já, endilega fáðu svör við þessu. Mér fannst líka árgjaldið á kortinu mínu mun hærra en síðast þegar ég greiddi það.
Páll Geir Bjarnason, 31.3.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.