"See no evil, hear no evil"

 

þrír apar

Hugtakið "lokað bókhald" fær alveg nýja merkingu í þessari umræðu. Kannski bókhald Sj-flokksins sé viljandi lokað helstu frammámönnum flokksins svo þeir geti viðhaldið sakleysi sínu og viti ekki hvaða öfl leggja til fúlgur fjár til að knýja áfram flokksmaskínuna.

Á það skal bent að Guðlaugur Þór raunar neitar því alls ekki að hafa vitað af styrkjunum, hann hringdi bara ekki beint í nein fyrirtæki. [Þetta er víst ekki rétt, það kom ekki fram í skriflegri yfirlýsingu Guðlaugs Þórs hvort hann vissi af styrkjunum á sínum tíma og ekki heldur í viðtali í fréttum kl 18 á skírdag, en í viðtali á visir.is neitar hann að hafa haft vitneskju um þá.]

Og ekkert hefur heyrst til varaformannsins. Ýmsilegt mun eiga eftir að gerast áður en haninn galar næst... 


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætli heimilisbókhaldið hjá Sjálfstæðismönnum sé?
Halda menn kannski að það sé jafn rosalega saklaust og bókhald Sjálfstæðiflokksins?

Ætli mann trúi því að Sjálfstæðismenn sem þiggja milljónir í sjóði flokksins þiggi ekki milljónir í sína eigin sjóði?

Hvernig væri að þjóðin fengi að sjá heimilisbókhald ríkisstjórnarinnar sem einkavæddi bankana og afhenti álrium náttúruauðlindir án þess að þiggja nokkuð fyrir (allavega ekkert sem má segja frá)

Sjálfstæðismenn ljúga að þjóðinni nú sem endranær, merkilegt að fólk skuli fyrst nú hafa verið að átta sig á þessu. Stór hluti þjóðarinnar hefur alltaf vitað að Sjálfstæðisflokkurinn væri rotinn að innan, spilltur upp fyrir eyru. Þetta eru ekki óvæntar fréttir fyrir meðalgreint fólk

Sveinn Örn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband