11.4.2009 | 17:26
Um styrki til stjórnmálaflokka - ólík sjónarmið
Eftirfarandi er tilvitnun í umsögn SUS frá 2006 um frumvarpið sem þá var til meðferðar fyrir Alþingi:
Með takmörkun á framlagi einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka er reist hindrun við því að nýjar hugmyndir og nýtt fólk hljóti hljómgrunn. Réttur almennings til þess að tjá skoðun sína og styðja í opinberri umræðu er fótum troðin [sic] með slíkum hindrunum enda er það mikilvægur réttur borgara að geta stutt hugsjón sína og lífsskoðun, hvort sem er með fjárframlögum, sjálfboðastarfi eða hverjum öðrum þeim hætti sem hver og einn kýs.
Ljóst er að á þessum tíma voru a.m.k margir hinna yngri flokksfélaga á þeirri skoðun að það ætti alls ekki að takmarka hámarksupphæð styrkja til stjórnmálaflokka. Þeir hinir sömu hefðu vafalaust ekkert séð aðfinnsluvert við styrkina rausnarlegu frá FL og LÍ, heldur þvert á móti dæmi um frábæran árangur í fjáröflun. Eru einhverjir þessara ungu manna og kvenna í framboði nú?
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Athugasemdir
Góð spurning!
Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:43
Og ætli þetta hafi ekki verið sjónarmið annara en SUS-ara í FLokknum ?
Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:57
Þeir vilja óheft frelsi sér til handa. Einnig leyndarhjúp svo almenningur sjái ekki hvað þeir gera alfrjálsir.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:00
Nei....flokkurinn er ein peningamaskína. Allt er rotid í flokknum. 95% flokksmanna eda meira eru platadir af götustrákum sem hafa völdin í flokknum. Götustrákarnir eru búnir ad gera thjódina gjaldthrota. Audlindir sjávar voru afhentar útvöldum. Bankarnir voru afhentir útvöldum. Dómarastödur voru afhentar útvöldum. Sedlabankastjórastada var afhent útvöldum. Allt í theim tilgangi ad ödlast eins mikil völd og peninga og kostur var.
Thjódin er gjaldthrota og thessi flokkur er svo sannarlega gegnumrotinn. Ad halda ad rotid stoppi einhversstadar í stjórn eda í valdastödum thessa flokks er hreinn barnaskapur.
Röndótt (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:04
Þetta er góð umræða fyrir þá sem vilja fela getulausa ríkisstjórn,sannkölluð himnasending.Og passa líka að tala ekki um styrki til eigin flokka.
Ragnar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 20:57
Já Já allt þetta fólk er í framboði t.d. Þórlindur Kjartansson og Erla Ósk eða ICE SAVE
Parið eins og þau kalla sig. Bæði á D lista í Reykjavík og hættulega ofarlega. Fóstursonur Geirs Haarde var þarna líka ( Borgar Þór )og Andri Óttarsson FL Styrkþegi. Þeir eru þá væntanlega FLÍXD parið en Borgar var og er styrkþegi ( fyrirgefiði starfsmaður ) Landsbanka Íslands.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:21
Borgarahreyfingin var hins vegar örugglega ekki í þessum félagsskap.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.