Hálfsannleikur eða bara ekki sannleikur?

Úr yfirlýsingu Guðlaugs Þórs frá skírdegi:

Í Morgunblaðinu í dag er því ranglega haldið fram í svonefndri „fréttaskýringu“ Agnesar Bragadóttur, að undirritaður hafi haft samband við tiltekin fyrirtæki og óskað fjárframlaga til Sjálfstæðisflokksins. Hið rétta er að ég fékk nokkra einstaklinga í flokknum til að aðstoða skrifstofu hans við fjársöfnun sem fram fór síðari hluta árs 2006. Ég óskaði ekki eftir styrk frá neinu ákveðnu fyrirtæki eða einstaklingi til Sjálfstæðisflokksins enda hafði ég hvorki umboð til þess né áhuga.

[...] Ég vil hins vegar ítreka að ég bað hvorki einstök fyrirtæki eða fyrirtækjahópa um styrk. Ég einungis hvatti þessa einstaklinga til að aðstoða við söfnunina

Sem sagt, "einstaklingarnir nokkru" voru annars vegar háttsettur stjórnandi hjá Landsbankanum (og gjaldkeri SUS á sama tíma og Guðlaugur var formaður sambandsins) og Þorsteinn M. Jónsson, varaformaður stjórnar FL Group. Í kjölfarið veittu svo fyrirtækin tvö styrkina umtöluðu.

Hélt Gulli að þetta myndi ekki koma fram í dagsljósið??

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Refurinn Kjartan Gunnarsson, stýrir niðurstöðu mútumálsins. Hann sagði frá því í gær að hann vissi hverjir þetta hefðu verið, og þeir ættu að gefa sig fram sjálfir.

Þetta gaf málinu þá spennu að fjölmiðlar, sem á Íslandi kunna bara æsifréttastílinn sem spennan gefur, einbeittu sér að því sem Kjartan vildi og nú á að heita að komin sé niðurstaða í málið.

Erna (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:26

2 identicon

Afsakið, setti inn ranga vefslóð.

Erna (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband