14.4.2009 | 20:06
Nöfn hústökumanna
Það er gott að þetta brýna mál komist aftur á dagskrá. Töluvert var rætt fyrir tæpu ári um auð hús í miðborginni, en í skýrslu slökkviliðsstjóra frá mars 2008 kom fram að 57 hús stóðu auð að öllu leyti eða að hluta. Í apríl í fyrra var lögð fram samantekt á fundi skipulagsráðs borgarinnar þar sem kom fram að 37 hús voru auð í miðborginni. Þar stóð að fyrirhugað væri að rífa 18 þessara húsa og að gera ætti upp tíu. Níu hús voru sögð standa auð vegna eigendabreytinga. 17 húsanna sem tilgreind voru í samantektinni voru í eigu þriggja félaga: Samson Properties (5 hús), ÁF-húsa ehf. (5 hús) og Festa ehf. (7 hús).
Fleiri fyrirtæki mætti nefna, svo sem Stafna á milli ehf. sem töluvert var í fréttum 2006-07. Áhugasamir geta gúglað.
Eru þetta ekki hústökumennirnir sem þarf að varast?
Hvernig eru ástand og horfur húsanna 57 nú?
Götuvirki hústökufólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega! - Flott færsla :)
Daníel (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:23
Hver er eigandi í dag að,,Stafna á Milli ehf..?ÁF hús?hvað og hver er nú það.?
Númi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:45
Að svipta einstakling eignarrétti hans er að svipta hann hluta af lífi hans þar sem eignir hans kristalla afrakstur vinnu einstaklinga og hæfileika þeirra.
Blahh (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:24
Það var enginn að svipta einstakling eignarrétti. Og hústökufólkið er mér vitanlega alls ekki að eigna sér húsið, heldur einfaldlega að nýta það, en eigandinn (sem er fyrirtæki) hefur látið húsið standa autt og yfirgefið í a.m.k. tæpt ár.
Einar Karl, 14.4.2009 kl. 23:33
Einstaklingar eiga fyrirtækin, ef fyrirtæki eru svipt eignum sínum eða ráðstöfunarrétti þeirra er verið að rýra eignir þeirra einstaklinga sem eiga fyrirtækin. Orsakasamhengið er augljóst, þarft ekkert að snúa svona út úr.
Blahh (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:10
Blahh: Hvað með þann sem sviptir vinnandi einstaklinga afrakstri vinnu sinnar í gegn um arðrán?
Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 00:51
Ykkur finndist nú ekki í lagi ef einhver af ykkar eignum yrði tekin svona rétt á meðan þið lituð undan, bara vegna þess að þið voruð ekki að nota hana þá stundina.
Það hefði nú verið kurteisara að biðja um leifi, ef það er bara verið að fá að láni.
Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 01:37
Til Vésteins: Ef viðkomandi einstaklingur hefur sjálfur lagt út fyrir vinnutækjum, tekið ábyrgð á lánum þeim sem borguðu vinnutækin eða smíðað þau sjálfur, ef viðkomandi einstaklingur hefur sjálfur lagt út fyrir aðföngum sem notuð eru í framleiðsluna, tekið ábyrgð á þeim lánum sem borguðu þau eða ræktað/útvegað þau sjálfur á sinni eigin landareign og loks notað sinn eigin tíma til að nýta vinnutækin of aðföngin til að skapa umræddan afrakstur vinnunnar sem síðan er tekinn af honum þá er það ekkert nema rán.
Ef umræddur einstaklingur er hins vegar í vinnu hjá þeim manni sem er í þeirri stöðu sem lýst er hér að ofan þá er ekkert óeðlilegt við það að vinnumaðurinn njóti ekki alls virðisauka framleiðslunnar enda hefur hann ekki fjárhagslega áhættu af framleiðslunni (aðra en þá að missa tekjustraum sinn).
Vésteinn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:13
Úps, ég skrifaði óvart vésteinn.
Blahh (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:14
Ég er ekki að tala um það. Ég er að tala um prinsippið. Er arðrán í lagi eða er arðrán ekki í lagi?
Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 17:21
Ég held þú þurfir bara að byrja á að skilgreina skilning þinn á arðráni áður en ég get svarað þér.
Blahh (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:54
Arðrán er það þegar Jón fátæki vinnur hjá Jóni ríka við að framleiða vörur sem Jón ríki selur síðan og kemur út í hagnaði þegar allt hefur verið dregið frá: Hráefniskostnaður, slit á tækjum, laun til Jóns fátæka o.s.frv. Með öðrum orðum: Jón fátæki framleiðir meiri verðmæti heldur en hann fær í laun.
Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 22:40
Whatever.. hann fær það sem hann á skilið. Annars getur hann bara farið að vinna fyrir einhvern annan.
Blahh (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:53
Skrítið, en þú skrifaðir hér að ofan, réttilega, "Að svipta einstakling eignarrétti hans er að svipta hann hluta af lífi hans þar sem eignir hans kristalla afrakstur vinnu einstaklinga og hæfileika þeirra."Er þetta semsé bara óréttlátt ef það er Jón ríki sem verður fyrir því, en réttlátt ef Jón fátæki verður fyrir því? Skiptir hans eignarréttur minna máli vegna þess að hann á minni eignir?
Vésteinn Valgarðsson, 16.4.2009 kl. 15:33
Einar Karl, langaði nú bara að benda þér á eitt, þó er það nú ekki varðandi þessa grein. hef tekið eftir því í kommentum þínum héðan og þaðan að hústökufólkið sem þú mærir gjarnan hafi einungis beitt fyrir sér jógúrt gegn lögreglunni og því ekki átt skilið að fá yfir sig piparúða og annað. Vill bara benda þér á að áður en lögreglan beittu nokkrum meðulum hafði hún jú fengið yfir sig jógúrt og annan skemmdan mat, en jafnframt hafði verið hent yfir hana olíumálningu, þungu grjóti, húsamunum, þvagi og saur og það eins og ég segi ÁÐUR en lögreglan gerði nokkuð. OG talandi um mat.... er t.d. ananas kastað af afli af annarri hæð ennþá "bara" skemmdur matur eða er ekki jafnvel hægt að fara að flokka hann sem ,jah , vopn ??
Þó þú kjósir að vera samþykkur hugmyndafræði anarkista, sem er klárlega þinn réttur, þá bið ég þig um endurskoða þitt samþykki fyrir framkvæmd þess.
Annars verð ég að gefa þessum einstaklingum mikið hrós fyrir leikræna tilburði og einstakt lag á að leika sig saklaus af ÖLLU og píslarvotta mikla
margrét (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:15
Sæl Margrét, ekki ætla ég að verja allar gerðir hústökuhópsins, ég var ekki á staðnum þegar lögreglan rýmdi húsið né heldur þekki ég neinn úr þessum hópi persónulega. En þú hlýtur að hafa öruggar heimildir fyrir því sem þú lýsir, ekki hef ég séð neinar fréttir af þvag og saurkasti. Meðan ég sé ekki öruggar heimildir fyrir slíku leyfi ég mér að draga slíkt í efa, því eins og þú réttilega bendir á var þetta að vissu leyti "leikþáttur" - pólitískur gjörningur - til að vekja fólk til umhugsunar (sem tókst frábærlega!) og það myndi klárlega skemma fyrir málstaðnum að beita slíkum sóðalegum "vopnum".
Hér má lesa frétt af húsrýmingunni, þar sem aðallega er talað um að alls konar munum hafi verið hent niður þröngan stiga, til að varna lögreglumönnum uppgöngu.
Ég vona að þessi umræða haldi áfram - á uppbyggilegum nótum - um það hvernig við viljum að miðborgin okkar líti út og þróist.
Einar Karl, 18.4.2009 kl. 16:08
Já, það vill svo skemmtilega til að ég sá þetta með eigin augum og líkaði hreint út sagt ekki.....
Sammála er ég því að miðborgin má og á að líta betur út. En ekki dettur mér í hug að samþykkja aðgerðir hústökufólksins sem er spenntari fyrir því að heyja enn eitt persónulega stríðið við lögregluna en að gera góðum málstað góð skil....
Myndi allavega hugsa mig tvisvar um áður en ég mæri aðgerðir þeirra- i þetta sem og önnur skipti. Það hljóta að vera til aðrar leiðir !!
margrét (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.