Hvað þýðir þetta fyrir okkur?

Vonandi rýna blaðamenn sjálfir í þá skýrslu sem Sunday Times vitnar í og reyna að skýra hvað þetta þýði fyrir íslenska ríkið. Þarna er sagt að

sparifjáreigendur geti átt von á að minnsta kosti 70% af innistæðum sínum

Er verið að tala um alla sparifjáreigendur, eða bara stofnanir, fyrirtæki og félög, sem standa utan við skuldbindingu tryggingasjóðsins og íslenska ríkisins?

Þýðir þetta að það sé áætlað að 30% standi eftir ógreitt þegar allar eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp? Hvað mikið vantar þá uppá til að allir einstaklingar fái upp í 21.000 EUR skuldbindinguna sem íslenska ríkið þarf að standa skil á? Var ekki heildarupphæð ICESAVE innistæðnanna í Bretlandi eitthvað á bilinu 600-700 milljarðar? Í fréttum fyrir fáeinum vikum gerði Skilanefndin ráð fyrir að ríflega 70 milljarðar myndu falla í íslenska ríkið, eða um 10% af heildarupphæðinni. Breyta þessar nýju fréttir því mati eitthvað? Um það er ómögulegt að dæma, út frá frétt mbl eða fréttinni í Sunday Times.


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hér bloggara sem spyr, fremur en að missa sig í lítt rökstuddum upphrópunum.

Heritable, líkt og KS&F, var undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins en Icesave var rekið á vegabréfsákvæði undir eftirliti FME.

Að því ég best veit eru því ábyrgðir varðandi Heritable, líkt og innistæður á KS&F, alfarið á ábyrgð Breta.  Þar hefur aldrei staðið til að rukka Íslendinga.  Ég sé því ekki nákvæmlega hverju þetta breytir fyrir þjóðina; nema að mannorð (þjóðorð?) þeirra verður eitthvað betra á eftir.

Sem er auðvitað mjög gott.

Í fréttinni er þessu þó öllu blandað saman (Icesave, KS&F, Heritable, Glitnir) svo maður skilur hvorki upp né niður.

Úr nýlegri skýrslu breskrar þingnefndar:
Landsbanki Islands hf UK retail banking operations were conducted under the trading name “Icesave”. Landsbanki Islands hf operations in the UK were branches and therefore their organization was regulated by the FME, rather than the UK’s Financial Services Authority.
Landsbanki Islands hf also operated a subsidiary in the UK, Heritable Bank, which was regulated by the FSA (þ.e. breska fjármálaeftirlitið).

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband