23.4.2009 | 12:50
Kosningar og peningar...
... eru víðar áhyggjuefni en hér. í Líbanon verður kosið í júní. Nýjar reglur hafa verið settar um hámarkskostnað frambjóðenda, en það hámark nær bara til síðustu tveggja mánaðana fyrir kosningar. Svo menn reyna eins og þeir geta að afla fjár og auglýsa og eyða núna, áður en hámarksreglan tekur gildi. Hljómar óneitanlega eins og kapphlaup sumra flokka og þingmanna til að afla fjár á síðust dögum ársins 2007, áður en ný lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi.
Í Líbanon kljást þeir raunar við önnur vandamál líka, svo sem að kjósendur hreinlega selji atkvæðin sín til hæstbjóðanda! Já, lýðræði er ekki sjálfgefið, förum vel með það.
Meira á vef New York Times.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.