Áfram kvótaleiguliða!

Er það það sem mennirnir vilja? Óbreytt kerfi? Að menn og fyrirtæki geti "átt" kvóta - óveiddan fisk í sjónum - án þess að nýta sjálfir og leigt öðrum árum og áratugum saman?

Meira hér: Er kvótaleiga eðileg?


mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

veistu eitthvað um kvótakerfið eða ertu bara að bulla eitthvað um einhver slagorð sem þú heyrðir hjá Gróu á leiti? á að refsa öllum þeim sem vinna við útgerð og þeim sem starfa hjá þeim fyrir gjörðir þeirra sem hafa selt sig út úr greininni? eða vissir þú kannski ekki að stærstu leigjendur á aflaheimildur (þ.e.a.s. þeir sem leigja til sín) eru stærstu útgerðarfyrirtækin. t.d. HB Grandi leigi Karfa frá Samherja og Samherji leigi Þorsk frá HB Granda.

Eða ertu á því að það verði að lækka laun sjómanna umtals vert og skerða kjör þeirra með því að fylla hafið af bátum þar sem hver og einn fær að veiða nokkur tonn og allir eru leiguliðar hjá ríkinu? fjárfesting í sjávarútvegi er dauð í dag. ekki nokkur maður eða fyrirtæki tekur það til umræða um að byggja upp í sjávarútvegi í dag. óvissan er of mikil. 

Eða heldurðu kannski að fyrir töfra þá sé hægt að veiða fisk og hann hverfi og peningar birtist í staðinn? þetta er matvælaiðnaður og það þarf kaupendur. trausta kaupendur sem borga vel versla ekki við fyrirtæki sem geta ekki tryggt framboð á vöru. ekki nema með miklum afslætti. semsagt minni gjaldeyristekju inn í þjóðarbúið.

þú ættir kannski að kynna þér málið áður en þú blaðrar eitthvað um það sem þú veist ekki.

og eitt. það á engin óveiddan fisk í sjónum. fyrirtækin eiga hinsvegar nýtingarréttinn á því að koma með fisk að landi og selja. 90% af öllum kvóta í dag er keyptur. 90% af þeim sem voru í útgerð eru farnir. hættir. hugmyndir um fyrirningu er að hleypa þeim sem seldu sig út aftur inn í greinina án þess að þeir þurfi að kaupa aftur aflaheimildarnar af þeim sem þeir seldu þær til. 

reynd þú og aðrir sem lesa þetta að svara þessu án þess að fara í persónulegar árásir og skítkast. ef litla trú á því. 

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Fannar, nú ert þú að verja eigin hagsmuni umfram allt annað. Við hin viljum ekki að þú fáir að erfa kvótann.

Ég var svo sem búinn að gera athugasemdir við lýðskrumið sem þið sannleikspostularnir í FUFS (einhver stakk uppá að þetta yrði endurnefnt Félag Ungra Kvótaefringa) birtuð á amx.is. Sjá: Lýðskrum á amx.is

Þá er fín umræða í gangi á Lúgunni sem þú vilt kannski blanda þér í: Innköllun kvótans

Er ekkert að gera annars í kosningabaráttunni?

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt þú getur ekki svarað efnislega og ræðst því persónulega á mig?

segðu mér Sigurður. hvað verður um skuldir útgerðanna þegar þær fara á hausinn?

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Efnislega segir þú Fannar.

Þú talar um hér að ofan að breyting á kvótakerfinu jafngildir því að refsa öllum sem vinna við útgerð. Það er ekki efnislegt.

Staðreyndin er sú að útgerðir með aflaheimildir hafa veriða duglegastar við að refsa fólki í sjávarútvegi. Útgerðir hafa sameinast, futt aflaheimildir á milli landshluta og lokað vinnslustöðvum. Hagrætt heitir þetta hjá LÍÚ.

Skuldir útgerðarinnar var 325 milljarðar umfram eignir í síðasta mánuði. Varla hefur staðan batnað síðan þá. Það er búin að vera samfelld skuldasöfnun umfram eignir í mörg ár. Fjöldi útgerða mun fara á hausinn þótt ekki væri innkallaður kvótinn. 

Varðandi laun sjómanna, þá hafa útgerðir verið duglegar við að lækka þeirra laun. Látið sjómenn borga hluta af kvótaleigu og olíuverði þannig að ekki er við innköllun að sakast við það. Það eru jafnvel dæmi um útgerðir sem "leigja" kvóta sín í milli á pappír til að geta hlunnfarið mannskapinn.

Svo fullyrðir þú að 90% kvótans sé keyptur. Það er vel í lagt. Ég efast ekki um að 90% kvótans hafi skipt um kennitölu, en það þýðir ekki að hann sé keyptur. Mikið af þessum viðskiptum eru tegundaskipti og þessháttar.

Þá er ég þeirrar skoðunar að það sé miklu betra fyrir Íslenska þjóð að gera út flota af smærri bátum í dagróðrum en þessa milljarðadreka sem stórútgerðir hafa "hagrætt" sér yfir í. Mitt fyrsta verk sem sjávarútvegsráðherra væri að banna dregin botnlæg veiðarfæri á grunnslóð.

En, ég er ekki á því að þú hafir áhuga eða skilning á þessum málflutningi mínum því þið frjálshyggju- og kvótapostularnir viljið spila leikinn á allt annan máta en mér þykir til hæfis.

Nú mátt þú útskýra fyrir mér hvað vakti fyrir ykkur strákunum þegar þið stofnuðuð FUFS? 

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Skuldir útgerðarinnar var 325 milljarðar umfram eignir í síðasta mánuði"

hvar færðu þetta út? nú mjög einfalt ef þetta er satt þá fara þær á hausinn og þú borgar. 

"á hafa útgerðir verið duglegar við að lækka þeirra laun." 

Semsagt þú setur alla undir sama hatt. með þessum rökum þá er hægt að segja að ef einn læknir er óhæfur og gerir mistök þá eru allir læknar á landinu óhæfir í sínu starfi.

"Svo fullyrðir þú að 90% kvótans sé keyptur. Það er vel í lagt. Ég efast ekki um að 90% kvótans hafi skipt um kennitölu, en það þýðir ekki að hann sé keyptur."

Nei. 90% kvótans er í höndum nýrra og óskildra aðila heldur en þeirra sem fengu hann úthlutað fyrir 23 árum. Sameiningar, kennitölu skipit og erfðir eru taldar með í þessari tölu sem samið aðilinn.  þannig að þessi tala stenst fyllilega skoðun og eftirgrenslan. þú ættir kannski að kynna þér hvernig og hverjir áttu kvóta 1986 og hverjir eiga hann í dag. 

Við viljum verja sjávarútvegin og sjávarbyggðir.

helsti vandinn sem hefur verið og þú nefnir að menn selji kvótann úr byggðarlögum. nú fyrst þá hefur verið aflasamdráttur. ríkisaparatið Hafró hefur lagst gegn veiðum og menn hafa fylgt þeirra ráðleggingu illu heilli. 

þegar veiði dregst saman þá er ekki pláss fyrir jafn marga og áður í greininni nema að menn skerði kjör sín og laun all verulega. 

Þú ert augljóslega mjög ófróður um útgerð á Íslandi og hefur ekki fylgst með veiðum hér við land. afhverju segi ég þetta? nú veiðar á miðum við Ísland er árstíðarbundið. á haustinn eru flestir á veiðum fyrir norðan og austan land meðan varla tittur fæst fyrir vestan og sunnan (hérna á ég við um Þorsk). eftir áramót snýst þetta síðan við og mok fiskerí er t.d. í Breiðarfirði. 

á minnibátum sem ekki geta flutt sig á milli þá ertu að búa til atvinnuleysi í sumum byggðarlögum í hálft ár og síðan nær stanslausa og kvíldarlausa vinnu hinn helmingin. 

Persónulega er ég hrifinn af minni útgerðum þar sem +200 tonna bátar eru gerðir út. ég er ekki hrifinn af togurum en þeir eru þeir einu sem geta veitt á sumum miðum. 

Enda er það þannig að þær byggðir sem fengu ekki úthlutað togara frá velviljuðum stjórnmálamanna hafa komið mun betur út heldur en aðrar byggðir. 

 svona að lokum

"Fjöldi útgerða mun fara á hausinn þótt ekki væri innkallaður kvótinn. "

veistu hvað gerist við þetta í kvótakerfinu? nýr aðili eða annar sem er fyrir, (jafnvel nokkrir) kaupa útgerðina og borga þar með skuldina. en fyrningarleiðinn hún veltir öllum skuldunum yfir á almenning. 

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hvað skuldirnar varðar þá eru þær opinberar tölur staðfestar of Seðlabanka Íslands og LÍÚ.

Þú segir "Við viljum verja sjávarútvegin og sjávarbyggðir."

Hverjir eru "við"?

Kvóti er fluttur á milli landshluta, verkun í landi er aflögð um allt land og eignir standa verðlausar eftir, iðnaðarhúsnæði, heimili, skólar.

Fólk flytur þangað sem vinnu er að fá, þá þarf að fjárfesta í nýju heimili, skólum, heilsugæslu. Fullt af sóun í samfélaginu vegna "hagræðingar" í útgerð.

Þetta er ekki Hafró að kenna.

Þá segir þú í sambandi við gjaldþrot útgerðarfélaga "veistu hvað gerist við þetta í kvótakerfinu? nýr aðili eða annar sem er fyrir, (jafnvel nokkrir) kaupa útgerðina og borga þar með skuldina." Þetta er alrangt. Fari einhver á hausinn þá lendir skuldin á kröfuhöfum, bönkum og byrgjum. Skuldin er því ekki greidd.

Útskýrðu nú fyrir mér hvernig þú sérð fyrir þér nýliðun í sjávarútvegi undir núverandi kerfi, þannig að raunverulegt FUFS gæti orðið til.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fannar.

Nú duga engin rök lengur.

Kvótakerfið er búið að vera !

Níels A. Ársælsson., 23.4.2009 kl. 16:28

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Kvóti er fluttur á milli landshluta, verkun í landi er aflögð um allt land og eignir standa verðlausar eftir, iðnaðarhúsnæði, heimili, skólar."

veistu hvað er helsta orsökinn fyrir þessu? óvissan í því að stunda útgerð. óvissan um framtíð greinarinnar og fyrirtækjanna. fyrir síðustu kosningar seldi stór hluti sig út úr greininni því þeir óttuðust að skoðana bræður ykkar Nilla myndu komast að. Þegar litið er til þess sem er að gerast í dag þá höfðu þeir nokkuð til síns máls. 

"Fari einhver á hausinn þá lendir skuldin á kröfuhöfum, bönkum og byrgjum. Skuldin er því ekki greidd." Bankinn tapar þá útláni sínu og eigandi bankanst (ríkið og þar með skattgreiðendur) verða að endurfjármagna þetta tap bankans ef hann á að halda áfram í rekstri.

Nýliðun í sjávarútvegi. mjög einfalt. hún er alveg eins og í öllu öðrum atvinnugreinum. þú tekur lán og fjárfestir í atvinnutækjunum. skip, veiðarfæri og kvóti. eða eiga vera einhverjar sérreglur í sjávarútvegi sem ekki eru í öðrum atvinnugreinum? 

Nilli. ef kvótakerfið er búið að vera þá borgar þú skuldir Samherja. hvernig leggst það í þig?

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Einar Karl

Sæll Fannar. Komdu nú upp úr skotgröfinni og talaðu við mig eins og maður. Ekki er kvótakerfi á umræðunni líka um kvótakerfið? Nýliðum ekki hleypt að, sem hafa ekki bloggað um kvótamál í mörg ár?

Þú segir

það á engin óveiddan fisk í sjónum. fyrirtækin eiga hinsvegar nýtingarréttinn á því að koma með fisk að landi og selja. 

Mergurinn málsins, sem ég er að gagnrýna, er hvernig fyrirtæki getur "átt" nýtingarrétt - og fengið hann endurúthlutaðan ár eftir ár - ef fyrirtækið nýtir ekki réttinn sjálft?

Einar Karl, 23.4.2009 kl. 18:17

10 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Fannar mun ekki skilja okkur í meirihluta þjóðarinnar. Á þeim bænum þykir sjálfsagt að auðlindum landsins sé ráðstafað til örfárra útvalinna um aldur og ævi, sbr. gjörning oddvita lista Fannars, þar sem Ásbjörn, einnig frá Rifi, skrifaði upp á 95 ára einkarétt á vatni til útlensks fjárglæframanns.

Orsök þess að fiskvinnsla var lögð niður á mörgum stöðum á landinu hefur ekkert með óvissu að gera. Hún hefur með óréttlæti að gera.

Þá veit ég ekki betur en að skuldir sjávarútvegsins séu hjá gömlu bönkunum þar sem nýju bankarnir geta ekki tekið þetta á sig. Nilli mun því að líkindum ekki þurfa að borga skuldir Samherja þó þeir fari á hausinn.

Nýliðun í kvótakerfi er ekkert einfalt. Það er búið að skrúfa kvótaverð upp í eitthvert bull til að geta tekið sem mest lán. Nú er staðan sú að enginn fær lán fyrir kvóta. Þeir sem eru með aflaheimildir eru svo skuldsettir að þeir geta ekki selt frá sér kvóta nema að fá bullverð fyrir. Það er því í raun aðeins ein leið inn, það er að erfa kvótann, en þú vissir það fyrir.

Ég er hræddur um að við munum aldrei ná sameiginlegum skilningi á þessum málum.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: Einar Karl

Banka-fjármála-ofveðsetningarveiran sýkti því miður sjávarútveginn illilega. Ef heildarskuldir eru 600 milljarðar ISK, hvað þarf framlegð að vera mikil til að greiða vexti og afborganir?

Hvert er heildaraflaverðmæti flotans, 80-100 milljarðar ISK fyrir árið? Og framlegðin, hvað 10-20% (Þigg gjarnan nákvæmari tölur er einhver getað vísað á þær! ég uppreikna aflaverðmæti út frá þessari frétt.) Manni sýnist því að framlegð standi ekki undir vaxtagreiðslum, hvað þá afborgunum eða arði til frekari fjárfestinga.

Það þarf því enga fyrningaleið til að útvegurinn fari allur á hausinn.

Einar Karl, 23.4.2009 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband