12.5.2009 | 21:42
Lesefni fyrir ráðherra, FME og alla aðra
Ég leyfi mér að vona að viðskipta- og fjármálaráðherrar og nýr forstjóri FME hafi lesið greinargóðar færslu Gunnars Axels Axelssonar um BYR sparisjóð. Hann ritar mjög fína færslu í gær.
Þetta hljómar allt hálf ótrúlegt. Gunnar Axel hefur vakið máls á þessum um alllanga hríð. Menn hljóta að leggja við hlustir,ekki síst samflokksmenn Gunnars, sem setið hafa í stjórn landsins í rúm tvö ár, en Gunnar Axel er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Er þetta mál bara eitt af mörgum á lista yfir alla skrýtna fjármálagjörninga sem yfirvöld þurfa að fara yfir? Var þetta allt löglegt og eðlilegt sem fram fór í BYR? Hafa einhverjir andmælt skrifum Gunnars Axels.
Meginflokkur: Pepsi-deildin | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt 14.5.2009 kl. 21:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.