4.7.2009 | 20:05
Í þriðja sinn...
kemur Davíð Oddsson sem hin mikla véfrétt með þrumuyfirlýsingar, og rökstyður mál sitt með þeim rökum helstum að til séu gögn sem hann viti um, en almenningur geti ekki fengið að sjá, eða þau séu bundin trúnaði, eða einhver vilji fela þau, en þau sanni að hann hafi rétt fyrir sér og allir hinir hafi rangt fyrir sér.
Væntanlega er samsæriskenningin sú að Geir Haarde, Árni Matthiesen, Ingibjörg Sólrún, Steingrímur Jóhann, Jóhanna Sigurðardóttir, Gylfi Magnússon og fleiri og fleiri og fleiri leyni þessum gögnum vísvitandi vegna þess að þetta vonda fólk vilji frekar að við greiðum nokkur hundruð milljarða heldur en að við gerum það ekki. Að þau vilji veg Íslands sem verstan til að geta áfram kennt honum og Sjálfstæðisflokknum um allt saman og til að neyða okkur inn í Evrópusambandið sem verði að koma og bjarga okkur.
Veit ekki með með ykkur, ég nenni ekki að hlusta - enn einu sinni.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverjum er ekki sama um hvað þessi maður segir? Við skulum frekar einbeita okkur að raunveruleikanum.
AK-72, 4.7.2009 kl. 20:09
Athyglisvert. Týpiskt fyir Davíð. Fela allt fyrir amenningi og uppljóstra síðan lame leyndarmál. Ég sagði og ég varaði við öllu.
JI (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:17
Satt segirðu, AK. Hann er "ghost of the past". Við höfum um nóg annað að hugsa.
Einar Karl, 4.7.2009 kl. 20:30
Eins gott að hinn nýji Eftirlaina-Davíð rekist ekki á Davíð seðlabankastjóra sem skrifaði undir samkomulag við AGS. Hvað þá þennan Davíð:
http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/MeoaltalsDavio.html
Eftirlauna-Davíð myndi örugglega saka hann um landráð líka.
Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:58
Spurning líka hvort verði meira tap, endanlegt tap ríkisins vegna IceSave eða það sem tapaðist vegna útlána Seðlabankans...
Einar Karl, 5.7.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.