Magma Energy Ltd.

... hljómar svona eins og frontur fyrir vonda kallinn í James Bond mynd, lítt þekkt fyrirtæki sem kaupir upp auðlindir smáríkis og breytir svo með leynibruggi neðanjarðastraumum heita vatnsins svo allt vatn renni inn á svæði fyrirtækisins og okrar svo á íbúum sem fatta ekkert hvað hefur gerst. Myndin gæti heitið "Under High Pressure" eða eitthvað álíka.

Dominic Greene

Segi bara svona...

Þetta er örugglega bara heiðvirt venjulegt fyrirtæki sem sér góðan fjárfestingarkost og vill bara græða pening. Orkuauðlindir eiga bara eftir að verða verðmætari. Í raunveruleikanum er heldur ekki til neinn James Bond sem flettir ofan af svona ráðabruggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er fyrirtækið Magma energy L.t.d ekki eitt af þeim fyrirtækjum sem koma í kjölfar AGS og kaupa þjóðareigur á brunaútsölu?   Svo er farið að okra á landanum, þeir stjórna orkuverðinu hérna fljótlega???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Einar Karl

Maður veltir óneitanlega fyrir sér af hverju ströng lög gilda um að útlendingar megi ekki eignast íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og íslenskan kvóta en öðru máli gegni um jarðvarmaauðlindir?

Það gæti svo spilað inn í áhuga Reykjanesbæjar að sveitarfélagið er eiginlega á hausnum.

Einar Karl, 17.8.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband