30.8.2009 | 09:23
Ekki rétta tækifærið til þjóðaratkvæðagreiðslu
Finnland var eitt þeirra ríkja sem var dæmt til að greiða stríðsskaðabætur eftir seinni heimsstyrjöld. Þeir voru dæmdir "í liði" þeirra sem töpuðu. Held reyndar að Finnar hafi verið eina þjóðin sem greiddi upp sína dæmdu skuld. Meira um þetta hér.
Auðvitað finnst flestum nú sem þá að þetta hafi nú ekki verið réttlátt, miðað við forsöguna og það hvernig Finnland dróst inn í stríðið, en svona fór nú samt.
Ég held hins vegar ekki að neinum hafi dottið í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Finnlandi um það hvort greiða skyldi bæturnar. Það var ekki í höndum Finna að segja já eða nei.
Finnskir hermenn í seinni heimsstyrjöld
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er s.s. eitt ranglæti réttlæting fyrir öðru ranglæti?
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.8.2009 kl. 09:57
Hjörtur, Það sem ég er að segja með færslunni er að ef finnska þjóðin hefði verið spurð af því hvort hún vildi greiða stríðsskaðabætur eða ekki, hefði auðvitað mikill meirihluti sagt nei.
Með sama hætti og það þýðir lítið fyrir gjaldþrota heimilisföður að kalla saman fjölskyldufund viku fyrir nauðungaruppboð, og spyrja konuna og börnin hvort þau vilja flytja út.
Einar Karl, 30.8.2009 kl. 11:12
Sammála Einar, og afstaða þeirra þúsunda sem eru á móti Icesave samningunum byggir á tilfinningarökum en ekki skynsemisrökum. Við getum haft samúð með þeim en við viljum ekki byggja framtíð Íslands á dómgreind þeirra
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 12:19
Einar minn, þetta er sorgleg röksemdafærsla hjá þér; en líklega er enginn eins blindur og sá sem ekki vill sjá!
jóhannes,"afstaða þeirra þúsunda sem eru á móti Icesave samningunum byggir á tilfinningarökum en ekki skynsemisrökum" þetta kallar maður að vera með hausinn uppí rassgatinu á sér; að skilgreina skoðanir annara eftir eigin hentisemi með misbeytingu hugtaka er varla hægt að kalla skynsemi..............frekar hroka!
ps. vertu samkvæmur sjálfum þér og kallaðu þá bara heimsa, fávita, asna o.s.frv. þetta er tilfinning hjá þér, annars værirðu ekki að blogga!
Kalikles"hrokagikkur";)
Kalikles, 30.8.2009 kl. 14:33
VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA, vil höfum lagalega réttinn með okkur í því máli. Málstaður okkar var og er ennþá ósigrandi góður, ef við nennum og þorum að berjast fyrir honum. Fyrsta skrefið þarf að vera synjun forseta Íslands á þessum lagasetningar-afglöpum.
Jón Valur Jensson, 30.8.2009 kl. 15:40
Samála Jón, þetta má ekki fara svona í gegn undir neinum kringumstæðum.
Kalikles.
Kalikles, 30.8.2009 kl. 16:20
Finnar eru hardir naglar sem hofdu rettinn sin megin, Islendingar eru vanir tvi ad fa ad nota gervipeninga a kostnad annarra og halda ad tad eigi bara ad vera svona.
Baldvin Kristjánsson, 30.8.2009 kl. 21:39
Ég get alveg ímyndað mér að einhver einmanna Finni hafi staðið úti á torgi og æpt yfir landa sína 'VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA', en hinir bitu á jaxlinn og bölvuðu í hljóði, sameinuðust um að byggja upp sitt stríðshrjáða land og greiddu upp himinháar stríðsskaðabæturnar tveimur árum fyrr en þeim bar skylda til.
Lesið fína færslu hjá Agga, ak72, þessi orrusta tapaðist seint á síðasta ári. Það þýðir ekkert að standa á vígvellinum og rífast.
Einar Karl, 30.8.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.