Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ólafur Ragnar telur þrásetu í forsetaembætti ekki réttlætanlega

Í mjög mörgum ríkjum sem kjósa sér þjóðhöfðingja eru reglur um hámarkstíma sem sami einstaklingur getur gegnt embættinu. Þetta er almennt talið í anda lýðræðis og á að koma í veg fyrir að þjóðhöfðingjaembætti verði of nátengt einum tilteknum einstaklingi heldur skuli það vera í eðli slíks embættis að menn gegni því tímabundið. Tveggja kjörtímabila hámark Bandaríkjanna þekkja flestir, en líka í ríkjum nær okkur þar sem forsetaembætti eru líkari okkar eru slíkar reglur í gildi.  Þannig má sami maður sitja að hámarki tvö sex ára kjörtímabil í embætti Forseta Finnlands, alls 12 ár, og á Írlandi situr sami forseti að hámarki í tvö sjö ára kjörtímabil, eða 14 ár.

Þeir sem vilja skilja betur ástæður og sjónarmið að baki svona reglum geta lesið sig til í fræðibókum eða spurt þá sem þekkja vel til, eins og t.d. fræðimenn á sviði stjórnmálafræða.

Forseti Íslands sem jafnframt er virtur fræðimaður í stjórnmálafræði og var prófessor við Háskóla Íslands um tíma, var spurður árið 2011 í sjónvarpsþætti Egils Helgasonar, þegar hann átti rúmt ár eftir af sínu fjórða kjörtímabili, hvort hann myndi telja það í lagi eða eðlilegt að forseti sæti í fimm kjörtímabil.

Svar hans var eftirfarandi:

„Ja, ef að ég … þú spyrð mig svona akademískt þá myndi ég nú kannski segja að það væri ekki réttlætanlegt nema kannski við einhverjar mjög sérstakar aðstæður ...“

 

Þannig liggur það fyrir að stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson telur það ekki réttlætanlegt að sami einstaklingur sitji 20 ár í embætti forseta, nema kannski við einhverjar mjög sérstakar aðstæður. Fræðimaðurinn telur væntanlega enn síður réttlætanlegt að sami maðurinn sitji 24 eða 28 ár í embætti forseta, sem gæti hæglega gerst hér á landi.

Svo má velta því fyrir sér hvort hér ríki slíkar mjög sérstakar aðstæður akkúrat nú - og fyrir fjórum árum síðan - að víkja þurfi þeim sjónarmiðum til hliðar, sem Ólafur Ragnar Grímsson almennt aðhyllist. Ég tel fráleitt að svo sé.

 

 


Biblían boðar handahöggningar kvenna

Þegar tveir menn lenda í áflogum og kona annars þeirra kemur til þeirra til að bjarga manni sínum úr greipum andstæðingsins og hún réttir út höndina og grípur um hreðjar honum, skaltu höggva af henni höndina og ekki sýna henni neina miskunn.

(Fimmta Mósebók, 25:11) 

Þetta er skýrt og skorinort boðorð, heilagt Guðs orð, samkvæmt kristnum kenningum og fjölmörg viðurkennd trúfélög ("sértrúarsafnaðir") sem styrkt eru af ríkissjóði trúa því að bæði gamla og nýja testamentið sé raunverulega boðskapur sem sé kominn frá æðri máttarvöldum, orðrétt, þar sé allt satt og rétt.

Sem betur fer gengur fylgismönnum slíkra trúarsafnaða þokkalega að samræma trú á bókstafinn og almennt nútíma siðgæði og almenn mannréttindi. Þeir viðurkenna að reglur mannlegs samfélags eru í praxis mikilvægari en Guðs orð, og engir vilja í alvöru fylgja þessari reglu Guðs um að höggva skuli hönd af konu sem grípur í pung andstæðings manns síns. En spyrjir þú þá, trúir þú að allt sem stendur í Biblíunni sé satt og rétt og frá Guði komið, þá væntanlega munu þeir játa því. 


Allt í plati hjá Sveinbjörgu!

Þeir sem kusu framsóknarflokkinn í borgarstjórnarkosningum af andstöðu við múslima á Íslandi veðjuðu á rangan hest. Þetta sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag.

Sveinbjörg sagði að ummæli sín í aðdraganda kosninganna um lóðaaúthlutun til byggingar mosku væru ekki í samræmi við stefnu flokksins, og að þau hafi verið óábyrg og sögð í hálfkæringi. Hún hafi ekki verið að sækjast eftir atkvæðu hatrammra andstæðinga Íslam, og þeir sem kunni að hafa kosið flokkinn á þeim forsendum hafi veðjað á rangan hest.

Þá liggur það fyrir. Mosku- og íslamandstæðingar sem farið hafa hamförum á moggabloggi voru plataðir.  En alla vega fékk Framsókn tvo fulltrúa í borgarstjórn.

(Tekið af vef RÚV.) 


Sigmundur ósammála Sveinbjörgu?

Í þætt­in­um Eyj­unni á Stöð 2 sagði Sig­mund­ur að það að gera upp á milli trú­ar­bragða væri ekki í anda stefnu flokks­ins. 

En oddviti Framsóknarflokksins sagði 22. maí að hún teldi að það ætti ekki að úthluta lóð undir mosku á meðan hér væri Þjóðkirkja.

Oddvitinn sagði sem sagt mjög skýrt og greinilega að það skuli gera upp á milli kristinnar Þjóðkirkju og múslimasöfnuði Félags múslima.

Formaðurinn segist nú - 9 dögum síðar - vera þessu ósammála, en hann segir ekki hvað honum finnist um þessa skoðun oddvitans, sem var mjög afdráttarlaus. 

Hér er OPIÐ BRÉF til Sigmundar Davíðs. Með von um svar. 


mbl.is Sigmundi Davíð misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagafrelsi og trúfrelsi

Ég er ekkert endilega hrifinn af íslam þannig séð. Ég er ekkert sérstaklega upprifinn af skipulögðum trúarbrögðum yfirleitt.

Mér finnst þessi náskyldu abrahamísku trúarbrögð (kristni, íslam, gyðingdómur) vera alltof mikið í því að draga fólk í dilka og dæma aðra. Saga Evrópu síðustu þúsund ár einkennist öðru fremur af deilum milli kaþólikka og mótmælenda, alla vega var trúin notuð til dilkadráttar og sem skálkaskjól fyrir ofbeldi og stríð, þó undir niðri snerust deilurnar sjálfsagt fyrst og fremst um völd og peninga.

Siðaskiptin íslensku þarf ekki að rifja upp, þar voru menn hálshöggnir og í kjölfarið varð Ísland eitt allra leiðinlegasta land Evrópu, þar sem íslenska lúterska kirkjan, fyrirrennari Þjóðkirkjunnar, hafði það sem meginmarkmið að drepa fólk úr leiðindum. Ekki mátt syngja og dansa, og helst ekki skemmta sér yfir höfuð, í hátt í 400 ár. Þetta hafði það í för með sér að þjóðdansaarfi landsins var hér um bil útrýmt og stórum hluta af tónlistararfi þjóðarinnar.

En þetta var nú bara smá formáli.

Hér á landi ríkir trúfrelsi. Margir virðast alls ekki skilja þetta hugtak, svo sem ekki skrýtið, þetta er til að gera nýtt í Íslandssögunni. Trúfrelsi þýðir að hver og einn getur kosið að aðhyllast þá trú sem hann kýs, eða að aðhyllast enga trú. Ríkisvaldið á ekkert að skipta sér af því.*

*(Það gerir það auðvitað í dag að vissu leyti, með því að ríkið rekur eitt trúfélag og styrkir sérstaklega.)

Hér ríkir líka félagafrelsi. Félagafrelsi þýðir að fólki er frjálst að stofna félög um sín áhuga- og/eða hagsmunamál.

Ríkið á ekki að setja frjálsum félögum neinar skorður, aðrar en þær að félag má ekki stofna beinlínis utanum eitthvað ólöglegt.

Ef félag vill byggja hús undir sína starfsemi þá að sjálfsögðu á sú almenna regla að gilda að öll félög skulu hafa til þess jafnan rétt og fá að gera það, í samræmi við skipulag og reglur og í samvinnu við skipulagsyfirvöld á hverjum stað. Rétt eins og einstaklingar og fyrirtæki mega byggja sér hús.

Ef Jón Jónsson fær til umráða lóð til að byggja á hús, þá höldum við EKKI atkvæðagreiðslu um það hvort HANN megi byggja á lóðinni. Fólk getur haft á því skoðun hvort lóð Jóns sé hentug undir hús sem hann hyggst byggja, en við förum ekki að greiða atkvæði um það hvort HANN eða EINHVER ANNAR megi byggja á lóðinni!

Hið sama gildir í aðalatriðum um FÉLÖG. Fjölmörg félög hafa byggt hús undir sína starfsemi, svo sem hjálparsveitir, frímúrarar, Kiwanis, Lions, íþróttafélög, verkalýðsfélög, o.fl. o.fl.

Ef trúfélög, líkt og hver önnur félög, vilja byggja sér hús, og fara löglega leið við það, þá er það EKKI OKKAR að segja hvort þau mega það eða ekki! Það skiptir ekki máli hvort ÞÉR EÐA MÉR finnst að Lions, Frímúrarar, Kiwanis, nú eða Framsóknarflokkurinn, eigi að byggja sér hús eða ekki. 

Mér finnst t.d. Vottar Jehóva óttalega vitlaust félag. Þau eiga þetta fína hús kyrfilega merkt, sem einmitt blasir við öllum vegfarendum sem keyra í borgina niður Ártúnsbrekku. Það er ekki mitt að mótmæla því að þeir eigi sitt hús, þó ég megi auðvitað hafa mína skoðun á félaginu. En þetta er LÖGLEGT FÉLAG og þau eiga að mega gera það sem þau vilja, innan ramma laga og reglna, svo fremi sem það truflar ekki aðra. 

Í sumum tilvikum styðja yfirvöld byggingar félaga, miklir peningar fara úr sjóðum sveitarfélaga til bygginga íþróttafélaga og vafalítið styrkja sveitarfélög ýmis önnur félög, svo sem hjálparsveitir, t.d. með því að leggja þeim til lóðir undir starfsemi sína.

Um trúfélög gilda svo sérreglur, samkvæmt lögum settum af Alþingi, að sveitarfélög skulu láta þeim í té lóðir undir kirkjur og bænahús endurgjaldslaust. EF á annað borð á að vera trúfrelsi í landinu, þá geta ekki sveitarfélög gert upp á milli löglegra viðurkenndra trúfélaga þegar að þessu kemur. Þetta hljóta allir að skilja, sem á annað borð hugsa málið. 

Vissulega orka þessi lög tvímælis, að trúfélög skuli njóta þessara sérréttinda umfram önnur félög, en þá skulum við ræða það á almennum nótum, um ÖLL trúfélög, líka Þjóðkirkjuna, og taka fyrir öll sérréttindi trúfélaga, til dæmis að þau fái "félagsgjöld" beint úr ríkissjóði í formi sóknargjalda.

Ef trúfélög, líkt og önnur félög, vilja byggja sér hús, og fara löglega leið við það, þá er það EKKI OKKAR eða tiltekinna pólitíkusa að segja hvort þau megi það eða ekki! Það skiptir ekki máli hvort ÞÉR EÐA MÉR finnst að Lions, Frímúrarar, Kiwanis, nú eða Framsóknarflokkurinn, eigi að  byggja sér hús eða ekki. 

Hér á að ríkja trúfrelsi og félagafrelsi, og þá hlýtur almenna reglan að vera sú að félög mega byggja sér hús yfir sína starfsemi, og að ríki og sveitarfélög geri ekki upp á milli viðurkenndra trúarbragða og trúfélaga.

Eru virkilega einhverjir ósammála þessu?

Á ég að trúa því að næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, flokkur forsætisráðherra, sem nú fer með stjórn landsins í tveggja flokka stjórn, sé ekki með algjört svona grundvallaratriði frjáls samfélags á hreinu?  


Til hvers er biskupinn að vísa??

„Átök um trúarbrögð eru í fréttum og allskyns bókstafstrú og trúarofstæki sækja á að maður tali nú ekki um ofstækisfullt guðleysi. ...þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er iðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiskonar ofstæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum formerkjum,“

 Hvað nákvæmlega er biskupinn að meina??

Ég kannast við fréttir héðan og þaðan utan úr heimi um blóðug átök milli ólíkra trúarhópa, um ofstækisfulla múslima sem hótuðu skopmyndateiknurum og um klikkaða fúndamentalista í Flórida sem brenndu Kóraninn. En ég bara man ekki eftir neinum fréttum um „ofstækisfullt guðleysi“.

Og hvað á Karl við, þegar hann talar um að verið sé að „þvinga hið trúarlega undir yfirborðið“ á Vesturlöndum? Er einhvers staðar á Vesturlöndum ekki fullt trúfrelsi?? Má fólk ekki byggja og sækja kirkjur, moskur og önnur bænahús eins og það lystir?

Ég skil ekkert hvað Karl er að fara. Getur einhver útskýrt það??

== o == o == o == 

unholy_trinity3

Myndin fengin að láni héðan

 

 


mbl.is Guðleysið líka ofstækisfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustað á raddir 49 þúsund manns - eða ritstjórann?

Nú hefur spyrst út að ritstjórinn í Hádegismóum, fyrrverandi forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og borgarstjórinn, heldur prívatfundi með báðum leiðtogum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíd og Bjarna Ben, sitt í hvoru lagi. Í sjálfu sér ekkert hægt að amast við því hverjum þeir snæða með hádegismat eða sitja með á síðkvöldum við arineld í sumarbústað. Menn kjósa sér sína vini og ráðgjafa.

En maður spyr sig, hvort hlusta leiðtogarnir meira á raddir 49.000 manns - eða ritstjórann önuglynda?

Vonandi gleyma ekki kjörnir leiðtogar þjóðarinnar því fyrir hvern þeir starfa. 

 

tveir 


Sigmundur Davíð lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu á fundi með Barroso í júlí 2013

Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fór út á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso 16. júlí í fyrra. Þar kom fram að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um áframhaldandi ESB-aðildarviðræður á kjörtímabilinu.

Íslenska ríkisstjórnin var þá þegar búin að koma meldingum um það til umheimsins að hún væri skeptísk út í Evrópusambandsaðild,  en utanríkisráðherra hafði flogið út til Brussel mánuði fyrr (13. júní 2013) til að hitta stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle og tilkynna honum að hlé yrði gert á aðildarviðræðum ESB og Íslands og að þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í ljósi umræðu síðustu daga vekur athygli að Sigmundur Davíð sagði ekki við Barroso að Ísland hyggðist slíta viðræðum við ESB eftir að málamyndaskýrslu um stöðu umsóknarinnar væri lokið.

Þetta er sagt í fréttinni af fundinum:

Gunnlaugsson said he had used the opportunity to ask Barroso about “developments in the EU” and founds his answers “very informative”. After a debate in Iceland's Parliament in the autumn, he said it would be possible to assess “how things progress” with regard to his country’s EU bid. But he said a decision on when to hold the referendum had not yet been made.

eða í lauslegri þýðingu:

Sigmundur Davíð sagði að hann hefði notað tækifærið til að spyrja Barroso um þróun mála í ESB og taldi svör hans mjög upplýsandi. Hann sagði að eftir umræður á Alþingi síðar um haustið [2013] væri mögulegt að meta hvernig framhaldið yrði í sambandi við ESB-umsókn Íslands. En hann sagði að ákvörðun um hvenær skyldi halda þjóðaratkvæðagreiðslu hefði enn ekki verið tekin.

Með öðrum orðum:

Sigmundur Davíð sagði á fundi í Brüssel í júlí 2013 að það skyldi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla

barroso 

Á sama fréttamannafundi sagði Barroso eftirfarandi:

Barroso said the Commission respected the decision of the government regarding the accession process. In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue. 

Það væri nú skrýtið ef Barroso færi að úttala sig um það hvenær Íslendingar myndu halda boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu, nema vegna þess að Sigmundur hafi einmitt verið búinn að segja honum það! Enda mótmælti forsætisráðherra ekki þessum orðum Barroso.


Bréf til kjósenda

Forsætisráðherra: Þetta bréf [sent ungum kjósendum fyrir kosningar 2009 undirritað af SDG] ... sett fram af hópi sem hefur síðan yfirgefið flokkinn og var ekki afstaða mín ...

Spyrill: Þú skrifaðir undir þetta bréf til kjósenda. Skrifaðir þú ekki bréfið sjálfur?

Forsætisráðherra: Nei. Ég skrifaði ekki þetta bréf.

Spyrill: Þannig að þetta var aldrei þín afstaða?

Forsætisráðherra:  Þetta hefur aldrei verið mín afstaða.

 

Capture2 


Pólitískur ómöguleiki

Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur það "pólitískan ómöguleika" að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stórmál, ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu myndi ganga í berhögg við stefnu sitjandi ríkisstjórnar. (Jafnvel þó stjórnarflokkar hafi lofað einmitt slíkri arkvæðagreiðslu fyrir kosningar.)

Þjóðaratkvæðagreiðslur skulu ekki haldnar nema tryggt sé að útkoma þeirra sé í samræmi við vilja og stefnu ráðandi stjórnvalda.

Með öðrum orðum:

Ef þjóðin og ríkisstjórnin eru ekki sammála, þá verður ríkisstjórnin að fá að ráða.

Það er pólitískur ómöguleiki ráðherrans að ríkisstjórn þurfi að beygja sig undir vald fólksins.  

Það má ekki taka valdið af stjórnvöldum.

Þjóðin fær bara "vald" til að kjósa á fjögurra ára fresti, en þá er líka allt í lagi að ljúga að kjósendum. Til að tryggja völd



mbl.is Sakaði Bjarna um pólitísk umboðssvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband