Færsluflokkur: Vefurinn
31.7.2014 | 23:16
Yfirgef Moggabloggið
Moggabloggið er því miður orðinn hræðilega leiðinlegur og dapur vettvangur. Ég ætla því að hvíla þessa síðu og taka mér hlé frá bloggskrifum. Kannski finn ég mér síðar annan vettvang ef áhuginn vaknar á ný. Ég vil aðeins útskýra af hverju ég er búinn að gefast upp á akkúrat þessum vettvangi.
1) Mjög einhliða skoðanir
Alltof margir af þeim sem hér eru eftir eru forpokaðir íhaldspúkar. Mikill meirihluti sem hér skrifar styður ríkisstjórnarflokkana, eru harðir andstæðingar ESB og með svona leiðinda þjóðrembutuð og útlendingaótta og fordóma. Flestir sem hér skrifa og kommentera virðast miðaldra eða eldri og áberandi skortur er á konum. Þær eru varla nema 5-10% hér á blogginu
2) Alltof mikill rasismi
Alltof margir eru hér að básúna ljótum og leiðinlegum rasistaskoðunum, og of fáir virðast kippa sér upp við það. Þessu tengt er furðulega hátt hlutfall heitra stuðningsmanna Ísraels í stríði því sem nú stendur yfir og þar sem Ísraelsmenn hafa murrkað lífið úr vel yfir þúsund óbreyttum borgurum og þar af yfir 200 börnum. Margir Moggabloggara telja þetta sjálfsagða "sjálfsvörn". Ég nenni ekki að rífast lengur við ykkur, þið gerið mig dapran og ég vil ekki eyða orku í ykkar ljótu og neikvæðu skrif. (Reynar voru þó nokkrir bloggarar sem yfirgáfu þessa skútu í rasismabylgjunni sem reið hér yfir í moskuumræðunni í borgarstjórnarkosningunum.)
3) Fátíðar gefandi umræður
Kommentasvæðin eru ekki notuð til rökræðna og heilbrigðra skoðanaskipta, heldur sitja sömu mennirnir og rausa og rausa, margir "peista" inn sömu langlokunum aftur og aftur við marga pistla, leiðinlegur tröllaskapur er áberandi og virðist vera að þeir helstu sem kommentera er fólk sem enginn myndi nenna að tala við augliti til auglitis.
4) Fáir lesendur
Moggabloggið er minna lesið nú en áður, a.m.k. eru miklu færri sem lesa það sem ég skrifa hér en var fyrir 5-6 árum síðan. Raunar hampar forsíða moggabloggsins miklu frekar ropgösprurum og rasistum en þessu kvabbi mínu.
Auðvitað eru undantekningar frá þessu. Einstaka menn er hægt að lesa til gamans og fróðleiks, Ómar Ragnarsson og Jens Guð koma upp í hugann. En hinir eru of margir, sem taka bara frá manni tíma við lesturinn, maður æsir sig upp, rífst kannski aðeins og skammast, en það er vita tilgangslaust því þverhausarnir sem hér skrifa skipta aldrei um skoðun.
Eigið góða helgi. Verið þið sæl!
Ljós í myrkri
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2013 | 21:03
Páll vill ekki Rás 1
Nú rúmri viku eftir fjöldauppsagnir á Ríkisútvarpinu þar sem m.a. helmingur af dagskrárgerðarfólki á Rás 1 var látinn fara, langflestir samstundis, hefur útvarpsstjóri Páll Magnússon loksins gefið einhverjar skýringar á þessu, af hverju Rás 1 var reitt þetta bylmingshögg þegar rásin - fyrir þessa helmingun hennar - kostaði aðeins til sín 7% af tekjum stofnunarinnar.
Páli finnst Rás 1 ekki höfða til nógu margra. Dagskráin er of "þröng" og sérviskuleg segir útvarpsstjórinn.
Það má ekki hafa skírskotunina of þrönga, þetta heitir almannaþjónustuútvarp, þetta er ekki fámannaþjónustuútvarp og út á það gengur skilgreiningin á þessari starfsemi alls staðar í kringum okkur, ... það verður að vera almenn skírskotun í dagskrárgerð, en það má ekki breyta þessu í einhverja sérviskulega, þrönga dagskrá sem hefur ekki almenna skírskotun
Þetta er nú ekki mjög skýrt hjá útvarpsstjóranum, frekar loðið satt að segja, en altént einhverskonar hálfgildings skýring* á því af hverju hann (og, samkvæmt honum, einhverjir enn ónafngreindir og ósýnilegir "sviðsstjórar") ákváðu að henda út helmingnum af Rás 1. Við getum spurt okkur af hverju hann kemur með þessa skýringu fyrst núna, 10 dögum eftir uppsagnirnar.
*[viðbót, í viðtalinu sagði hann víst líka "Það er ákveðin týpa af dagskrárgerð sem við erum að hverfa frá".]
En bíðum nú hæg. Er þetta hlutverk Páls Magnússonar? Að ákveða hvernig dagskrá Rásar 1 skuli vera? Og reka fólk ef dagskráin er ekki nógu alþýðleg að hans mati? Ég heyrði sjálfur ekki ummæli Páls, en mér skilst að hann hafi ekki komið með nein dæmi um það sem honum fannst of "þröngt og sérviskulegt" á Rás 1.
Stjórnarformaður stjórnar RÚV virðist hins vegar ekki sammála því að það þurfi að gera meirháttar uppstokkun á efni og efnistökum RÚV, hann segir það vera "skýra stefnu stjórnar að engar meiriháttar breytingar verði gerðar á áherslum Rásar 1".
Hvað á stjórnin að gera við útvarpstjóra sem gengur í berhögg við stefnu stjórnarinnar??
Hvað fannst Páli vera of sérviskulegt á Rás 1? Beinar útsendingar af Sinfóníutónleikum? Verðlaunaðir vísinda- og fræðsluþættir Péturs Halldórssonar, tónlistarumfjöllun Lönu Kolbrúnar Eddudóttur, Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur og fleira fólks, sem látið var fara?
Eða á dagskráin að vera minna "sérviskuleg" og höfða meira til fjöldans? Kannski bara spila vinsældalista hverju sinni og segja hvað klukkan sé á milli laga?
Þetta er ekki í lagi.
Þetta er mitt ríkisútvarp, jafn mikið og Páls Magnússonar. Hann má ekki sitja og skemma menningarstarf ríkisútvarpsins, bara af því að honum finnist það ekki samræmist hans hugmyndum hvernig skuli reka "fyrirtæki". RÚV á að vera miklu meira en það.
Björgum Rás 1.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2013 | 09:19
SMÁÍS og internetið
Samtökin Smáís hafa ekki fylgst með þróun internetsins síðustu 17 ár. Skoðið bara heimasíðu samtakanna. Hún lítur út eins og heimasíður gerðu árið 1996.
Þetta er ekki djók.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2010 | 00:22
Betra loft
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)