Færsluflokkur: Spaugilegt
14.5.2009 | 21:54
100% heimska - gervivísindi og peningaplokk
Veit ekki með ykkur, ég gat ekki annað en brosað að viðtali við knattspyrnukappa úr KR í Fréttablaðinu sem nota sk. "Lifewave" plástra. Þar má lesa eftirfarandi:
Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans. Með því að setja plástrana á ákveðna punkta er verið að örva rafsegulsvið líkamans. Þetta er ný tækni og plástrarnir koma í staðinn fyrir nálarnar.
Þetta er lokað kerfi. Það eru engin efni, krem eða lyf sem fara inn í líkamann sjálfan heldur eingöngu tíðni. Þessi tíðni verður til við sambland sykurs, súrefnis og blöndu af amínósýrum sem eru inni í plástrinum. Það er í raun og veru bara hómópata-remedíur. Þetta eru náttúruleg efni.
Þessi speki vellur upp úr fyrirliða KR og kynningarfulltrúa Lifewave-plástrana. Af tillitsemi við þá nafngreini ég þá ekki hér. Á vefnum má enn fremur lesa að plástrarnir byggja að auki á nanótækni.
Ef það reynist arða af vitglóru í þessu skal ég borða borðstofuborðið mitt.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 22:05
Biðlaunabloggarar
19.4.2009 | 09:23
Góð hugmynd í boði xB - 20% afsláttur til allra
Framsóknarflokkurinn veit að það skiptir þjóðina miklu næstu misserin að halda andlegri heilsu og viðhalda orku og jákvæðu hugarfari. Flokkurinn lofar því fyrir þessar kosningar að allir landsmenn fái 20% AFSLÁTT af öllum sólarlandaferðum* næstu árin.
Þetta loforð mun ekki kosta skattgreiðendur neitt, því kostnaðurinn lendir allur á ferðaskrifstofum landsins. Þær munu hvort eð er þurfa að horfa uppá mikinn samdrátt í sölu og verulega rýrnun tekna, og því mjög líklegt að þær samþykki þessa snjöllu hugmynd. Með því að gefa öllum 20% afslátt munu fleiri en ella kaupa sér sólarlandaferðir og því er hugsanlegt að þetta muni, þegar upp er staðið, ekki kosta ferðaskrifstofurnar neitt.
x-B Flokkur sem lofar ekki upp í ermina á sér -
heldur upp í ermina á öðrum.
*Þessi færsla er ádeila á eitt helsta "kosningaloforð" Framsóknarflokksins og sett fram í háðskum stíl. Flokkurinn lofar ekki í alvörunni 20% afslætti á sólarlandaferðum, en hins vegar lofar hann 20% afslætti á öllum húsnæðisskuldum Íslendinga og raunar öllum bankaskuldum íslenskra fyrirtækja. Þessi afskrift muni ekki kosta skattgreiðendur neitt, því afföllin lendi alfarið á erlendum kröfuhöfum.
Það er alls ekki búið að ganga frá 50% afskriftum af heildarlánasafni gömlu bankanna, enda geta auðvitað ekki skilanefndir gömlu bankanna ákveðið það upp á sitt eindæmi, það hafa Framsóknarmenn viðurkennt. En Framsóknarflokkurinn telur líklegt að kröfuhafar fallist á þetta, því þeir þurfi hvort eð er að sætta sig við afskriftir af kröfum sínum, sbr. skýringar þeirra:
Eru einhverjar líkur á að erlendir kröfuhafar samþykki þessa niðurfærslu?
Fjármagnseigendur, þar með taldir kröfuhafa íslensku bankanna, hafa þurft að sætta sig við það á síðustu misserum að eignir þeirra hafa rýrnað mjög í verði og svo er komið að sumar eignir hafa hreinlega ekkert verð þar sem það eru engir kaupendur. Kröfuhafar verða því að sætta sig við einhverjar afskriftir af sínum kröfum.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)