Jónína Ben kemur flokkssystur sinni til varnar og segir í Pressunni:
Guðrún var frambærilegasti einstaklingurinn á listanum. Það er ekki synd að vera gift manni í viðskiptum. Það er ekki verið að ásaka þau um neitt ólöglegt. Ef fólkið í Framsókn getur ekki sett sig inn í þessi viðskipti sem Icebank bauð fjárfestum uppá, hvert er þá þessi þjóð komin?
Er fólkið í Framsókn svona vitlaust? Var maður Guðrúnar bara að stunda sárasaklausar fjárfestingar? Hefð Guðrún kannski átt að sleppa því að "útskýra" þessi viðskipti og láta þau hljóma sakleysislega? Er Jónína búin að setja sig inn í um hvað málið snýst, eða gerir hún eins og flestir, að skrifa fyrst og hugsa svo?
Þegar eitthvað virðist voða flókið
Margt lærðist af hruninu. Eitt er það að þegar maður sá fréttir af einhverjum ógurlega fínum og flóknum fjármálagjörningum og skildi ekki neitt í neinu, þá var það líkast til ekki af því hann var vitlaus, heldur af því flækjurnar voru einmitt til þess gerðar að fela hvað lá að baki oftar en ekki froðu.
Út um allan heim voru snillingar að búa til nýjar fjármálaafurðir og fjármálaverkfræði var voða smart fag. En afurðirnar voru oftar en ekkiumbúðir utan um loft. Fjármálaverkfræðin skildi ekki eftir sig mannvirki einsg alvöru verkfræði, heldur mest bara ekki neitt, nema sviðna jörð í bankahverfum um allan heim.
Mér var hugsað til þessa við lestur á frétt um frambjóðanda sem dró sig í hlé eftir hvatningu frá samflokksmönnum, vegna viðskipta fyrirtækis maka síns, sem minnst er á skýrslu RNA. Í fréttinni er viðskiptunum lýst svohljóðandi, að mér skilst upp úr yfirlýsingu frambjóðandans:
Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Guðrún segir að stjórnendur þess hafi haft fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tekið tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir hafi tapað 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma hafi skuldatrygging í slíkum viðskiptum verið 2%, enda Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum.
Við fyrstu sýn virðist þetta voða flókið eitthvað, fullt af fannsí orðum, endurhverf viðskipti, handveð, skuldatrygging. Ekki fyrir venjulegt fólk að skilja.
Ekki skil ég þetta til hlýtar. Er hægt að útskýra þetta á mannamáli? Eða er þetta einmitt dæmi um flækjufroðu, fjármálagjörningar sem voru alls ekki eðlilegir, en er lýst með háfleygum tækniorðum einmitt til þess að enginn skilji?
Nema hvað, þetta virðist beintengt fléttum bankanna sem notuðu Icebank sem hækju til að tæma Seðlabankann.
Einn býsna stór banki lánar sem sagt öðrum enn stærri banka 8 milljarða. Þar sem skuldatryggingaálag var 2% (skv. fréttinni) þurfti að leggja fram 2% af þeirri upphæð sem veð. Til þess er fengið fyrirtækið Miðbæjareignir ehf. Og getið nú hvað, þegar það er gúgglað kemur í ljós að það var til húsa að Túngötu 6! Í gini sjálfs Baugsormsins sem var með halann hringaðan um Glitni, bankann sem fékk í hendur 8 milljarðana sem litla skúffufyrirtækið tryggði (með eigið fé uppá 105 milljónir). (Ég hef Túngötu 6 með rauðum lit til að sýna að ALLT sem tengist þeirri mafíumiðstöð er totryggilegt, alveg eins og öll viðskipti sem tengjast meðlimum Fáfnis!)
Meira HÉR;