Færsluflokkur: Spaugilegt

Ýkjufrétt af einstæðum atburði

Fréttir greindu frá því að Forseti vor fór á fund páfa í liðinni viku og færði honum styttu af merkiskonunni Guðríði Þorbjarnardóttur. Sagði Ólafur páfa frá því að Guðríður væri víðförlasti Íslendingur síns tíma, hún hafi ferðast til Grænlands, Ameríku og að lokum gengið til Rómar, á fund eins forvera Benedikts sextánda, núverandi páfa. Einstaka menn hafa áhyggjur af því að heimildir um Rómargöngu Guðríðar séu ótraustar, bækur sem séu blanda sögulegra frásagna og skáldskapar. Sagnfræðingar hafa jafnvel talið býsna langsótt að Guðríður hafi komist suður til Rómar. Aðrir segja þetta bara vera öfundarmenn Ólafs Ragnars sem svo tala, sem nú "endurskrifa Íslandssöguna til að koma höggi á hann".

 

Meira HÉR


Maður eða mús?

Einar Kristinn Guðfinnsson, sem setið hefur samfellt á Alþingi í tvo áratugi tjáir sig um hina meintu árás á Alþingi 8. desember 2008, sem nímenningarnir eru ákærð fyrir. Einar segir þetta á bloggi sínu 21.1. sl. (feitletranir mínar):

[...] sjálfur varð ég rækilega var við þau miklu átök sem urðu í stigaganginum upp að þingpöllunum strax í kjölfarið. Veikburða hurð sem skilur að stigaganginn og ganginn fyrir framan þingsalinn, gekk sem í bylgjum og augljóst að þar tókst þingvörðunum og lögreglu að afstýra því að öskrandi hópur fólks ryddi sér leið inn í þingið.

Þetta fólk var greinilega ekki komið í friðsamlegum tilgangi. Ætlunin var bersýnilega að brjóta sér leið með illu inn í þingið. Herópin voru líka á þann veg, að það leyndi sér ekki að á þeim bæ var litið á það sem réttlætanlegt athæfi að koma þinginu frá með ofbeldi.

 

Meira HÉR


mbl.is Komið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meirihlutinn alltaf að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa í Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Meira HÉR


Yfirlýsing vegna fjölmiðlaumræðu

Vegna skipunar minnar sem Umboðsmaður heiðvirðra bloggara er rétt að taka fram eftirfarandi, í kjölfar fjölmiðlaumræðu:

Fyrirtækið ”Ég vil líka græða! ehf.” sem var í 75% eigu fyrirtækis míns “Áhættulaus fjárfesting ehf.” og 25% í eigu fyrirtækisins ”Með buxurnar á hælunum ehf.” sem var framselt til ungs háskólanema vegna veðmáls, var í lok árs 2008 selt til fyrirtækisins “Pabbi gerði bara eins og allir aðrir ehf.” sem var í eigu barna minna en hefur síðan verið afskráð.

500 milljón króna skuld fyrrnefnds fyrirtækis vegna ógreidds kúluláns sem notað var til hlutabréfakaupa með veði í engu nema bréfunum sjálfum er því mér algjörlega óviðkomandi.

Virðingarfyllst...


Hannes toppar sjálfan sig!

Er hægt að rökstyðja að milljón króna styrkir fyrirtækja til einstakra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins séu sjálfsagðir og eðlilegir, en að jafn háir styrkir til frambjóðenda Samfylkingarinnar séu siðferðislega óverjandi?

Jú! Ef maður heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann skrifar einn af sínum óborganlegu pistlum á Pressunni í dag, þar sem hann toppar sjálfan sig í súrrealískri sýn sinni á stjórnmál.

Meira HÉR.


Að öllu gríni slepptu

Það er kostulegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér í Reykjavík. Nýjustu kannanir herma að Gnarr & Co séu komin með hreinan meirihluta!Fyrirgefiði, en man einhver hver er í þriðja sæti á listanum hans, eða því fjórða, eða fimmta? (516 hafa skoðað CV frambjóðandans í 4. sæti, 380 hafa skoðað pistil þess í 7. sæti.)

Nú held ég ekki að það gerist að BF fái 8 menn kjörna enda hafa aðrar kannanir sýnt minna fylgi, en framboðið fær örugglega fleiri en einn inn í borgarstjórn, það virðist nokkuð ljóst.

Það verður forvitnilegt hvað gerist í framhaldinu. Virðist algjörlega út úr kortinu að Samfó og VG nái hreinum meirihluta, eins og á Alþingi. BF stefnir í oddaaðstöðu. Hvað gera þau? Hvað vilja þau, þegar gríninu sleppir? HVER eru þau?

Ef BF myndar meirihluta með xD með Hönnu Birnu sem borgarstjóra held ég að brosið frjósi á mörgum kjósanda þeirra.

 

... meira HÉR

Jónína Ben að verja Baugs-Glitnis-brask?!

Jónína Ben kemur flokkssystur sinni til varnar og segir í Pressunni:

Guðrún var frambærilegasti einstaklingurinn á listanum. Það er ekki synd að vera gift manni í viðskiptum. Það er ekki verið að ásaka þau um neitt ólöglegt. Ef fólkið í Framsókn getur ekki sett sig inn í þessi viðskipti sem Icebank bauð fjárfestum uppá, hvert er þá þessi þjóð komin 

 

Er fólkið í Framsókn svona vitlaust?  Var maður Guðrúnar bara að stunda sárasaklausar fjárfestingar? Hefð Guðrún kannski átt að sleppa því að "útskýra" þessi viðskipti og láta þau hljóma sakleysislega?  Er Jónína búin að setja sig inn í um hvað málið snýst, eða gerir hún eins og flestir, að skrifa fyrst og hugsa svo

 

Þegar eitthvað virðist voða flókið…

Margt lærðist af hruninu. Eitt er það að þegar maður sá fréttir af einhverjum ógurlega fínum og flóknum fjármálagjörningum og skildi ekki neitt í neinu, þá var það líkast til ekki af því hann var vitlaus, heldur af því flækjurnar voru einmitt til þess gerðar að fela hvað lá að baki – oftar en ekki froðu.

Út um allan heim voru snillingar að búa til nýjar “fjármálaafurðir” og “fjármálaverkfræði” var voða smart fag.  En afurðirnar voru oftar en ekkiumbúðir utan um loft. Fjármálaverkfræðin skildi ekki eftir sig mannvirki einsg “alvöru” verkfræði, heldur mest bara ekki neitt, nema sviðna jörð í bankahverfum um allan heim.

Mér var hugsað til þessa við lestur á frétt um frambjóðanda sem dró sig í hlé eftir hvatningu frá samflokksmönnum, vegna viðskipta fyrirtækis maka síns, sem minnst er á skýrslu RNA. Í fréttinni er viðskiptunum lýst svohljóðandi, að mér skilst upp úr yfirlýsingu frambjóðandans:

Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Guðrún segir að stjórnendur þess hafi haft fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tekið tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir hafi tapað 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma hafi skuldatrygging í slíkum viðskiptum verið 2%, enda Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum.

Við fyrstu sýn virðist þetta voða flókið eitthvað, fullt af fannsí orðum, “endurhverf viðskipti”, “handveð”, skuldatrygging”. Ekki fyrir venjulegt fólk að skilja.

Ekki skil ég þetta til hlýtar. Er hægt að útskýra þetta á mannamáli?  Eða er þetta einmitt dæmi um flækjufroðu, fjármálagjörningar sem voru alls ekki eðlilegir, en er lýst með háfleygum tækniorðum einmitt til þess að enginn skilji?

Nema hvað, þetta virðist beintengt fléttum bankanna sem notuðu Icebank sem hækju til að tæma Seðlabankann.

Einn býsna stór banki lánar sem sagt öðrum enn stærri banka 8 milljarða. Þar sem “skuldatryggingaálag” var 2% (skv. fréttinni) þurfti að leggja fram 2% af þeirri upphæð sem veð.  Til þess er fengið fyrirtækið Miðbæjareignir ehf. Og getið nú hvað, þegar það er gúgglað kemur í ljós að það var til húsa að Túngötu 6! Í gini sjálfs Baugsormsins sem var með halann hringaðan um Glitni, bankann sem fékk í hendur 8 milljarðana sem litla skúffufyrirtækið “tryggði” (með eigið fé uppá 105 milljónir).  (Ég hef Túngötu 6 með rauðum lit til að sýna að ALLT sem tengist þeirri mafíumiðstöð er totryggilegt, alveg eins og öll viðskipti sem tengjast meðlimum Fáfnis!) 

 

Meira HÉR;

 


Býli í bröttum brekkum - betra líf í ESB?

Meðal þess sem spurt er um í "hraðaspurningalista" ESB vegna umsóknar Íslands:

 24. National statistics concerning measures to adapt agricultural structures:

a) Compensatory allowances:

- Hill and mountain areas: number of holdings, Utilised Agricultural Area (UAA) and number of livestock units (LSUs) in the following three categories:

(1) Altitudes>800 m;

(2) Slopes>20% (below 800 m);

(3) Altitudes between 600 m and 800 m and slopes > 15%.

- Areas with significant handicaps:

(1) Areas where the yields of grass or cereal are <80% of the national averages: number of holdings, total UAA and total LSUs;

(2) Areas where key economic indicators (e.g. value added farmers&#39; gross and net earnings, earned income, etc.) are below the national average: number of farmers, total UAA and total LSUs.

b) Investment: Number and proportion of holdings where the income earned per annual man-work unit is < 1.2 times the average of non-agricultural workers in the area and which provide at least 50% of the holder&#39;s total farm income.

c) Young farmers and early retirement: Age profile of farm holders by five-year bands, including the number of 40 years old.

 

Ekki skrýtið þótt bændur vilji fá þetta þýtt á íslensku. Ætli það sé tilfellið að bændur í ESB fái niðurgreiðslur sem að einhverju leyti miðist við hlutfall jarðar sem liggur í miklum halla?  Að það borgi sig að búa í brekku? Gefur orðinu hallarekstur alveg nýja merkingu.

Haraldur Ben

Skyldi bú Halla Ben standa í miklum halla?


Orsök og afleiðing - prófessor á villigötum

Prófessor nokkur í mínum gamla háskóla heldur því fram að ein af orsökum bankahrunsins hafi verið "fautaskapur Breta".  Nú er að vísu liðnir 10 mánuðir síðan þetta gerðist, en man ég ekki rétt að tveir af þremur bönkum hafi hrunið áður en Bretar sýndu sinn "fautaskap"?

(Þessi sami prófessor heldur því líka fram að íslenska ríkið eigi ekki að borga krónu til breskra Icesave sparifjáreigenda. En það var einmitt ótti við akkúrat það sem var kveikjan að aðgerðum Breta.) 

Einhverjir halda kannski enn í þá trú að Bretar hafi fellt Kaupþing, ég hygg nú að þeirra aðgerðir hafi varla nema flýtt því um einhverja daga. Halda einhverjir enn - eftir að hafa séð gögnin úr lánabók Kaupþings - að bankinn hefði getað lifað af, ef ekki hefðu komið til aðgerðir Breta? Hvað ætli hefði tekið marga daga áður en allir Edge reikningar hefðu tæmst, ef bankinn hafði ekki fallið í sömu viku og Landsbankinn?

Þessi sami prófessor mun víst kenna í kúrsi í haust um bankakreppuna. Vonandi verður hann þá búinn að kynna sér af hverju bankahrunið varð.

En ég verð að segja eins og er, ég fer hjá mér, fyrir hönd míns kæra og góða háskóla.


Á sama bekk

mynd2

Þessi borgarbúi Washington var ekki alveg viss hvort hann vildi leyfa mér að deila bekknum með sér, en lét mig svo afskiptan. Þetta var skammt fyrir aftan Hvíta húsið, kannski var hann í leynilegri nagdýradeild öryggisgæslu Bandaríkjaforseta.

Íkorni

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband