Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.2.2009 | 23:37
Er hægt að ýta á 'IGNORE' ?
Það væri nú líkt þjóðinni að láta þetta mál fá alla athygli og umræðu næstu vikuna eða vikurnar. Þetta verður svona hálf-vandræðaleg og alltof langdregin lokaorrusta, eins og í 'Lord of the Rings II' eða 'Highlander' myndunum með Christopher Lambert. Þar var söguhetjan líka ódauðleg.
Í fyllstu alvöru, það má ekki láta umræðuna næstu daga snúast bara um þetta, fjölmörg erfið verkefni krefjast athygli og orku. Peningamálastefnunni er hvort eð er stýrt af IMF, svo hvort Kölski fái að sitja áfram í sínu fallna hásæti einhverjum mánuðum lengur eða skemur skiptir ekki öllu máli.
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 10.2.2009 kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2009 | 12:29
Bankaráðsmaður tjáir sig
Stjórnmálafræðiprófessor sem á sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands skrifar greinarkorn í Morgunblaðið í dag, laugardag. Hann telur brottvikningu Seðlabankastjóra stjórnast af "hefndarþorsta". Hann minnist raunar ekki á að ríkisstjórnin vill skipta um alla þrjá bankastjóra bankans, málsvörn hans snýr að fyrrverandi Forsætisráðherra, sem settist í stól Seðlabankastjóra. Hann telur að með því að víkja forsætisráðherranum og flokksleiðtoganum fyrrverandi úr stóli bankastjóra, sé vegið að sjálfstæði Seðlabanka Íslands.
Bankaráðsmaðurinn er væntanlega ekki sammála því mati fjölmargra hérlendis og erlendis að stofnunin er rúin trausti og að peningamálastefna bankans beið skipbrot.
Hann bendir raunar á að Davíð Oddsson hafi varað oft við örum vexti bankakerfisins, en klykkir út með þessu dásamlegu gullkorni:
Davíð fékk hins vegar lítt að gert, vegna þess að með lagabreytingu 1998 var Fjármálaeftirlitið fært undan Seðlabankanum. Heimildir og skyldur til að fylgjast með viðskiptabönkunum hurfu nær allar. Eftir urðu smáverkefni eins og lausafjárskýrslur og gengisjafnaðarreglur.
Ja hérna hér! Prófessorinn er búinn að sitja í bankaráðinu árum saman og hlýtur að vita hvert hlutverk bankans er. Smáverkefni...?! (Raunar rekur mig minni til að þegar ráðherrann tilkynnti þjóð um nýja starfið hafði hann uppi orð um það að þetta væri nú rólegheitavinna, og að honum gæfist meiri tómstundir en áður. Kannski taldi Davíð þá að þetta væru mestmegnis smáverkefni.)
Hvað gerir eiginlega bankaráð Seðlabankans? Þarf sjö manna ráð til að hafa yfirumsjón með "smáverkefnunum"? Hefur stjórnmálaprófessorinn og bankaráðsmaðurinn kannski ekkert vit á því sem Seðlabankinn á að sinna? Hann horfir alveg fram hjá t.d. ofur-stýrivaxtastefnunni sem sló ekkert á verðbólgu og hélt uppi alltof háu gengi krónunnar og ýtti einstaklingum og fyrirtækjum í lán í erlendri mynt, sem voru mun ódýrari en íslensk. Baneitraður kokkteill eins og komið hefur í ljós. Svo ekki sé talað um jöklabréfaósköpin, sem ekki sér fyrir endann á hvaða áhrif munu hafa.
Situr þessi maður virkilega enn í bankaráði Seðlabanka Íslands?
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.2.2009 kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)